Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Síða 8

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Síða 8
JÓL A MUDGEESJÚKRAHÚSINU ÍÁSTRALlU Ritstjórn tímaritsins skrifaSi áströlsku hjúkrunarkonunni Jane Bray og baS hana að skrifa nokkrar línur um jólahald i áströlsku sjúkrahúsi. Jane varö góöfúslega viö beiöni okkar, og fer hér á eftir bréf hennar í lauslegri þýöingu. JÓLAUNDIRBÚNINGURINN hefst um það bil fjórum vikum fyrir hátíðarnar. Iij úkrunarkonurnar og annað starfsfólk sjúkrahúss- ins byrjar, eftir því sem tími leyfir, að athuga jólaskrautið og taka það til. Menn fara að velta fyrir sér, hvar hver hlut- ur skuli settur, og hátíðaskap færist yfir fólkið. Framkvæmdastjóri sjúkra- hússins pantar 8 meðalstór jóla- tré og eitt 8-10 metra hátt, sem sett er upp fyrir framan sjúkra- húsið og skreytt fjölda marg- litra ljósa. Hinum trjánum er dreift á hinar ýmsu deildir og einnig í mötuneyti og anddyri sjúkrahússins. Trén eru venju- lega áströlsk fura, sem þolir vel þann mikla hita, sem venjulega er á þessum árstíma hjá okk- ur, en hann er 24-38 stig á Celsíus, og er þar mikill mun- ur á ykkar köldu og hvítu jól- um á Islandi. Trén fáum við venjulega viku fyrir jól, þá eru þau skreytt og efst á þau setj- um við stóra stjörnu, tákn Betle- hemsstj örnunnar. Það eru hjúkrunarkonurnar og nunnurnar, sem sjá um skreytingarnar, og hver reynir að gera sitt tré fallegast með alls konar skrauti. Gluggarnir í setustofunum eru einnig skreyttir með fjölskrúðugri málningu, og víða um sjúkra- húsið eru hengdar upp bjöllur og aðrar skreytingar. Hjúkrunarkonurnar, sem búa í sjúkrahúsíbúðum, skreyta þær á ýmsan hátt, og í vikunni fyrir hátíðina er svo eitt stórt sam- eiginlegt samkvæmi alls hjúkr- unarfólksins, og er þar glatt á hjalla. Mest áherzla er lögð á skreyt- ingarnar á barnadeildinni. Fyr- ir fram er kannað, hve mörg börn verði á deildinni um jólin, en læknarnir reyna að útskrifa eins mörg börn og þeir geta, svo að þau geti verið heima hjá sér um jólin. Börnin, sem eftir verða, fá yfirleitt litla gjöf frá einhverj- um góðgerðastofnunum eða fé- lagasamtökum, og sérstakur sjóður gefur fé til bókakaupa og til kaupa á einhverju við- eigandi fyrir nýfæddu borgar- ana á fæðingadeildinni. Sjúkrahússtjórnin heldur veizlu fyrir hjálparkonurnar, þ. e. a. s. konurnar, sem í sjálf- boðavinnu aðstoða sjúklinga og starfsfólk sjúkrahússins allt árið. Er þetta gert í þakkar- skyni fyrir þeirra ómetanlega framlag. Er dregur að aðfangadags- kvöldi, hraða allir sér að leggja hönd á lokaundirbúninginn. Starfsfólk sjúkrahússins, sem hefur nokkrum sinnum sungið saman, heldur lokaæfinguna. Kl. 6 á aðfangadagskvöld eru ljósin á göngunum slökkt og kveikt á daufum næturljósum. Orgeli er komið fyrir á gang- inum á 1. hæð, til að tónar þess geti heyrzt um alla bygginguna. Starfsfólkið, börn þess og mak- ar ganga síðan um gangana með kertaljós og syngja jólasálma. Þetta finnst mér sjálfri einhver dýrðlegasta stund jólahaldsins í Mudgee. Eftir að sálmasöngnum er lokið, hengja öll börnin, eins og siður er í Ástralíu, koddaver á rúmstokkinn í þeirri von, að jólasveinninn hafi ekki gleymt þeim, þótt þau séu í sjúkrahúsi. Jóladagurinn rennur upp, og það er yndislegt að sjá gleðina í andlitum barnanna, er þau sýna öllum, sem til þeirra koma, gjafirnar sínar og bera saman það, sem hvert fékk. Það á við hjá okkur, í Ástralíu eins og annars staðar í heiminum, að það eru börnin, sem gera jólin að þeirri gleðihátíð, sem þau eru. Ættingjar og vinir sjúkling- anna koma í heimsókn til þeirra og eyða deginum hjá þeim, þar til kvöldverðurinn er fram bor- inn. Kvöldverðurinn er sá sami og starfsfólkið fær og sagt er frá hér á eftir. Sjúklingarnir fá bjór og vín að drekka með þess- ari máltíð. Á jóladag fer starfsfólkið, sem getur komið því við, um bæinn og syngur jólasálma fyr- ir aldrað fólk. Prestar koma í heimsókn í sjúkrahúsið, og ýmis félagasamtök senda jólasveina með gjafapoka, fulla af sælgæti og gosdrykkjum. Eftir að séð hefur verið fyrir öllum þörfum sjúklinganna, borðar starfsfólkið jólamáltíð- ina, og það eru hjálparkonurn- ar, sem annast matseldina, og hvílík veizla! Við fáum kalkún, kjúklinga, svínasteik, heitt grænmeti, alls konar salöt, nýja ávexti, hnetur, borðvín, bjór, ávaxtadrykki, sælgæti og súkku- laði. Á eftir fáum við svo hinn 124 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.