Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Blaðsíða 11

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Blaðsíða 11
MYND 2. Gervinýra með plötusíu. fram. Oft vill blóðþrýstingurinn falla, og er þá gefið saltvatn. Þarf sjúklingurinn oft að fá talsvert magn af vökva. Athuga þarf storknunartíma blóðsins í slöngunum, því að hætta er á storknun í vélinni, og er alltaf gefið heparín í byrjun dialysu og þegar líða fer á dialysuna, ef storknunartíminn styttist. Fylgjast þarf með þrýstings- mælum á vélinni, en þeir sýna þrýsting í slagæð og bláæð og baðvökvaþrýsting. Blóðsýni eru tekin fyrir og eftir blóðsíun. Alltaf er mælt natrium, kalium, urea og hæmoglobin. Sjúkling- arnir þurfa oft að fá blóðgjafir, þó að blóðprósentu þeirra sé haldið mun lægri en eðlilegt «r. Sjúklingarnir eiga ekki að þurfa að finna mikið fyrir því að vera í blóðsíun. Þó geta þeir fundið til óþæginda, eins og t. d. ógleði, jafnvel uppköst, höfuo- verk, magaverk að ógleymdum sinadrætti, sem oft er heiftar- legur, en hann virðist stafa af röskun vökvajafnvægis í líkam- anum. Sjúklingarnir eru vigt- aðir fyrir og eftir dialysu. Þeir eru á sérstöku fæði, sem er salt- laust með takmörkuðu proteíni og kalium. Vökvi er takmai'k- aður við 14 1 á sólarhring. Sérstaklega þarf að hugsa um andlegt ástand þessara sjúkt- inga. Þeir eru oft mjög niður- dregnir og þreyttir á að þurfa að lifa við þessar aðstæður. Það er mikið álag og bindandi að þui’fa að koma alltaf tvisvar í viku í þessa meðferð, sem gerir það að verkum meðal annars, að þeir geta ekki stundað neina eðlilega vinnu, þó að þeir séu hressir að öðru leyti, sem þeir eru þó ekki alltaf. En þrátt fyrir alla erfiðleik- ana er það þyngra á metunum, að með þessu móti geta sjúkl- ingarnir lifað og það oft sæmi- legu lífi. Þeir mundu ella deyja. Nú, þegar nýrnaígræðslur eru orðnar algengar, er stórkostlegt að geta haldið lífinu í þessum sjúklingum, meðan þeir bíða eftir að fá ígrætt nýra. En fyrir þá, sem ekki geta notið þess, en verða að lifa við gervinýra ævilangt, getur verið, að ein- hvern tíma verði framleidd gervinýru, sem eru auðveldari og fyrirferðarminni en þau, sem nú eru til, jafnvel þannig, að sjúklingurinn geti borið þau með sér. Þó verður eflaust aldrei hægt að útbúa neitt áhald, sem jafn- ast á við hin stórkostlegu iíf- færi, mannsnýrun sjálf. □ MYND 3. „Shunt“-útbúnaður. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.