Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Síða 19
Norðmenn hafa snemma skil-
ið þýðingu heilsuverndar, og eru
þeirra heilsuverndarlög síðan
1860 með ýmsum viðbótum. Er
því þróun í þessum málum
margfalt lengra á veg komin
en hjá okkur. Rökrétt virðist
að leggja fyrst og fremst
áherzlu á að koma í veg fyrir
sjúkdóma með heilsuvernd, og
ætti það því að vera okkar
fyrsta skref í framfaraátt í
hjúkrunarmálum að koma upp
framhaldsnámi í þeirri grein.
Norsku læknaskipunarlögin
hafa staðið óbreytt frá 1912, en
nú er í aðsigi breyting á allri
heilbrigðisþjónustunni, og er
hverjum fylkislækni og hjúkr-
unarkonu fyrirskipað af heil-
brigðisráðuneytinu að skipu-
leggja heilbrigðisþjónustuna í
sínu fylki og eru svokölluð
„Heilsutún" framtíðin. Sáum
við teikningu af einu slíku og
var innan þess elliheimili og
hjúkrunarheimili, litlar íbúðir
fyrir aldraða, tryggingarskrif-
stofa, læknamiðstöð með aðstöðu
fyrir lækna, tannlækna, heilsu-
verndarhjúkrunarkonur, al-
mennar h j úkrunarkonur, sál-
fræðing, félagsfræðing og rann-
sóknarstofu.
Námsferð okkar var skipu-
lögð í þremur fylkjum: Norður-
Þrændalögum, Upplandsfylki,
Mæra- og Raumsdalsfylki.
Hófst heimsóknin í hverju fylki
í fylkishúsinu, þar sem fylkis-
læknir og hjúkrunarkona skýrðu
gang læknaþjónustunnar í sínu
fylki, sem var í aðalatriðum hin
sama í þeim öllum. Síðan fór-
um við út um héruðin og fylgd-
umst með störfum heilsuvernd-
arhjúkrunarkvenna í öllum
greinum heilsuverndar.
Leitazt var við að kynna okk-
ur í hverju fylki eitthvað, sem
yar til fyrirmyndar. T. d. var
í Þrændalögum farið með okk-
ur á drengjaheimilið á Rostad,
sem var fyrir drengi á aldrin-
um 13-18 ára með hegðunar-
vandkvæði. Er það hið eina sinn-
ar tegundar í Noregi og einstök
fyrirmynd. Fyrir því stóðu ung
hjón, sem virtust fórna sér fyr-
ir starfið. Þarna var kennt til
gagnfræðaprófs, einnig var þar
iðnskóli með bóklegri og verk-
legri uppfræðslu. Þarna var
mjög góður íþróttasalur með
öllum tækjum, aðstaða til úti-
íþrótta, svo sem skíða-, skauta-
og fótboltaiðkana. Sagði skóla-
stjóri, að fyrir öllu væri, að
drengirnir hefðu alltaf nóg fyr-
ir stafni. Á kvöldin var þeim
séð fyrir ýmsu tómstundagamni,
sem þeir skiptust á að sjá um
með hjálp kennara. Ungt fólk
úr nágrenninu var laðað að
heimilinu, svo að síður væri
hætta á, að drengirnir einangr-
uðust. Okkur var tjáð, að góð-
ur árangur hefði náðst af starf-
semi þessari og margir drengj-
anna komizt á rétta braut, er
þeir fóru út í lífið aftur, en þeir,
sem ekki náðu fótfestu, skoðuðu
skólann sem sitt athvarf og
kæmu aftur sjálfkrafa, enda var
algengt, að drengir þessir ættu
léleg heimili.
1 Upplandsfylki, nánar tiltek-
ið í Lillehammer, var kynnt fyr-
ir okkur félagsmálastofnun, sem
þótti til fyrirmyndar þar í landi
hvað skipulag og framkvæmd
snerti, og er þó víða vel gert í
þeim málum. Þessari starfsemi
er stjórnað af einum félagsfræð-
ingi og tveimur heilsuverndar-
hjúkrunarkonum. Starfskraft-
ar þessarar stofnunar eru
þrenns konar: heimahj úkrunar-
konur, húsmæðrastaðgenglar
(husmorvikar), og heimilis-
hjálp (hjemmehjelpen). Hús-
mæðrastaðgenglar þurfa 6 mán-
aða námskeið. Taka þær að sér
húsmæðrastörf í forföllum. Þær,
sem vinna við heimilishjálp,
þurfa enga sérstaka menntun,
en heppilegustu starfskraftarn-
ir til þeirra starfa teljast vera
húsmæður, sem algengt er að
gefi sig í slík störf nokkra tíma
á dag. Starfsemi þessi fer þann-
ig fram, að þeir, sem hjálpar
þurfa, snúa sér til skrifstofunn-
ar, og fer þá einhver stjórnend-
anna á heimilið og kynnir sér
ástæður og metur, hvernig og
hve mikil hjálpin skuli vera.
Stofnun þessi hefur birgðastöð
með alls konar hjálpargögnum
og þvotti til útlána. Með þeirri
aðstoð, er stofnun þessi veitir,
er stuðlað að því, að gamalt fólk
og öryrkjar geti dvalið á heim-
ilum sínum, en þurfi ekki að
fara á sjúkrahús eða elliheim-
ili. Ríkið borgar 35% af heim-
ilisaðstoð, en hinn hlutann fólk-
ið sjálft eða sveitarfélagið, eft-
ir því sem efni standa til, en um
það dæma stjórnendur stofnun-
arinnar hverju sinni. Heima-
hjúkrun er aftur á móti borguð
af sjúkrasamlögum að öllu leyti,
og er það ákvæði nýlega komið
til framkvæmda, svo og dvöl
sjúklinga á hjúkrunarheimilum.
1 Mæra- og Raumsdalsfylki
var lögð megináherzla á að
kynna okkur geðheilsuvernd.
Heimsóttum við m. a. Fræna-
læknishérað. Var þar einstak-
lega vel tekið á móti okkur, sem
og annars staðar er við komum.
Héraðslæknirinn ræddi við okk-
ur um geðvernd og taldi sam-
starf við heilsuverndarhjúkrun-
arkonur þýðingarmikið, þar sem
þær hefðu öðrum fremur aðgang
að heimilum fólks og kynntust
því náið lífi þess og vandamál-
um, sem nauðsynlegt væri að
bæta úr, áður en þau yrðu skað-
leg geðheilsu þess. Hann lagði
mikla áherzlu á samstarf milli
geðlækna og geðsj úkrahúsa ann-
ars vegar og læknaþjónustu í
héraði hins vegar, sér í lagi með
tilliti til eftirverndar. Taldi
hann, að flótti fólks úr dreif-
býli til þéttbýliskjarnanna, sem
ekki er síður vandamál í Noregi
en á Islandi, ætti sinn þátt í
geðtruflunum fólks, sér í lagi
þess, sem komið væri yfir miðj-
an aldur og ætti því erfiðara
með að semja sig að nýjum
störfum og umhverfi.
Við Molde-sjúkrahús var okk-
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 135