Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Blaðsíða 20
ur sýnd ný deild, sem var í upp-
byggingu, svokölluð „Psykia-
trisk-poliklinik“ fyrir börn.
Þarna störfuðu sálfræðingar,
sem voru í tengslum við geð-
deild sjúkrahússins. Lækningin
er fólgin í viðtölum við barnið
og foreldra þess sitt í hvoru
lagi og svo öll saman. I smíðum
voru litlar íbúðir á spítalalóð-
inni, sem ætlaðar voru foreldri
eða foreldrum og barninu, með-
an á lækningu stæði. Gert var
ráð fyrir hálfs mánaðar tíma í
einu. Einnig var í byggingu
skólahúsnæði fyrir þessi börn.
Álitið var, að hægara væri að
hjálpa þessum börnum, ef þau
væru á heimili með foreldrum
sínum, meðan á lækningu stæði,
og í sem eðlilegustu umhverfi.
Meðan við vorum í Mæra- og
Raumsdalsfylki, höfðum við að-
setur í Molde. Síðasta kvöldið,
sem við dvöldum þar, var okkur
boðið að vera viðstaddar braut-
skráningu nýrra hj úkrunar-
kvenna við hj úkrunarskóla stað-
arins. Var þetta mjög hátíðlegt
kvöld, sem hófst með ávarpi
skólarektors, þar sem hún m. a.
bauð okkur velkomnar, sem og
aðra heiðursgesti samkomunn-
ar. Síðan voru afhent prófskír-
teini, og fékk hver einnig sinn
nellikuvönd. Að loknum ræðu-
höldum og samsöng voru bornar
fram mjög góðar veitingar.
Næsta dag, sem var síðasti
skipulagði dagurinn í Noregi,
héldum við til Osló, en á leiðinni
höfðum við viðkomu í Álasundi
og skoðuðum geysistórt nýtt
sjúkrahús. Sú deild, sem vakti
mesta athygli okkar, var kölluð
„Social-medicinsk deild“. Var
hún ætluð fólki með skerta
starfsorku af völdum sjúkdóma
og slysa. Þarna fór fram mat á
starfsorku fólksins og þjálfun
til þeirra starfa, sem það var
talið fært til að stunda. Deildin
sá um að útvega þessu fólki
vinnu við sitt hæfi og aðra fé-
lagslega aðstoð. Að lokum hvíld-
um við okkur nokkra daga, áður
en við héldum til Svíþjóðar,
þakklátar fyrir þá gestrisni og
góðvild, er við höfum notið hjá
frændum okkar í Noregi.
I Svíþjóð vorum við í tvær
vikur, þá fyrri í Stokkhólmi.
Þar heimsóttum við félagsmála-
ráðuneytið og hittum að máli
tvo fulltrúa hjúkrunarstéttar-
innar þar, er veittu okkur ýms-
ar upplýsingar varðandi stétt-
ina. Einnig heimsóttum við
skrifstofu sænska hjúkrunarfé-
lagsins. Kynnt var fyrir okkur
menntun sænskra hj úkrunar-
kvenna, grunnskólanám við St.
Eiríkshjúkrunarskóla og fram-
haldsnám í barnahjúkrun og
heilsuvernd við Karolinska
hjúkrunarskólann. Þar hittum
við íslenzkan nemanda, Berg-
ljótu Líndal, okkur til mikillar
gleði. Tvo daga vorum við á
heilsugæzlustöð (læknamið-
stöð), Ákerberge, sem er utan
við Stokkhólm, og fylgdumst
með daglegum störfum og skipu-
lagi stöðvarinnar. Þetta var
fyrsta eiginlega heilsugæzlu-
stöðin (læknamiðstöðin), sem
við sáum í ferðinni, og vakti
hún því forvitni okkar. Þar sem
heilsugæzlustöðvamál eru mjög
ofarlega á baugi hjá okkur,
megum við til með að lýsa stöð
þessari í stórum dráttum. Þarna
var á einum stað öll heilbrigð-
isþjónusta hverfisins. Bygging-
in var á tveimur hæðum. Neðri
hæðin var ætluð heilsuvernd-
inni. Voru þar skrifstofur fyrir
tvær heilsuverndarh j úkrunar-
konur, lítið rannsóknaherbergi,
ungbarnamóttaka, geymsla fyr-
ir hjálpartæki til útlána, skrif-
stofa fyrir ljósmóður, herbergi
fyrir mæðraleikfimi og afslöpp-
un, lækningastofa og kaffi-
stofa. 1 enda hússins var trygg-
ingaskrifstofa. Á efri hæð var
slysastofa, næturvaktarher-
bergi, almenn móttaka, sótt-
hreinsunarherbergi, i*annsókn-
arstofa og salerni við hlið henn-
ar og lúga þar á milli, skrif-
stofa læknaritara, aðstaða fyrir
þrjá lækna og hver þeirra hafði
skoðunarherbergi og viðtalsher-
bergi. Á almennu móttökunni
unnu hjúkrunarkonur, sem önn-
uðust tímapantanir, símaþjón-
ustu og almennar rannsóknir,
svo sem sökk-, hæmoglobin- og
blóðþrýstingsmælingar, þvag-
rannsóknir o. fl. Þessar rann-
sóknir framkvæmdu hjúkrunar-
konurnar, áður en sjúklingur-
inn fór inn til læknisins. Þessi
stöð var af þeirri stærð, sem
henta mundi í íslenzkum lækn-
ishéruðum, og því sérstakur
ávinningur fyrir okkur að kynn-
ast henni.
Seinni vikuna vorum við í
Gautaborg. Einn daginn fylgd-
umst við með störfum við heilsu-
verndarhjúkrun í Ökerö, sem er
lítil eyja í'étt fyrir utan borg-
ina. Var þetta byggðarlag sér-
stætt fyrir, hve margt gamalt
fólk bjó þar. Áður hafði verið
þar mikil vélbátaútgerð, sem nú
hefur lagzt niður, en gömlu sjó-
mennirnir kusu helzt að dvelj-
ast áfram á eyjunni sinni, og er
allt gert til að gera þeim það
mögulegt. Við fórum með heilsu-
verndarhjúkrunarkonu í heima-
vitjanir, og veitti hún alls kon-
ar aðhlynningu. Vakti það at-
hygli okkar, hve algengt var,
að dætur eða tengdadætur tækju
að sér umönnun rúmfastra gam-
almenna, og sagði hjúkrunar-
konan okkur, að þær fengju
greiðslu fyrir frá því opinbera,
sem borgaði sig betur en að
greiða með því á elliheimili.
Hina dagana, sem við vorum í
Gautaborg, fylgdumst við með
störfum á tveimur heilsugæzlu-
stöðvum, sem voru svipaðar
þeirri, er við höfum áður lýst,
nema stærri í sniðum, og hafði
önnur aðstöðu til sjúkraþjálf-
unar.
Ferðin var í heild okkur til
gagns og óblandinnar ánægju.
Þó að aldursmunur okkar sé
töluverður, önnur útskrifuð
1971, en hin 1949 (skólasystir
Framh. á bls. 152.
136 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS