Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Side 21

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Side 21
NAMISTJORNUNARFRÆDUM María Finnsdóttir. SíðastliSið ár stundaði Maria Finnsdóttir nám við framhalds- skóla hjúkrunarmenntunar í London, Tlie Royal College of Nursing. Það var fjölmennur hópur og litríkur, sem safnaðist saman í Royal College of Nursing - framhaldsskóla hjúkrunar- menntunar í London — síðustu viku septembermánaðar 1971. Nemendur í námi hjúkrunar- stjórnunar voru 42 og af 16 þjóðernum víðs vegar að úr heiminum — allt frá Trinidad, Ástralíu og Formósu - og stór hópur Afríkumanna og kvenna. Frá Islandi vorum við þrjár, auk greinarhöfundar þær Guð- rún Marteinsson, aðstoðarfor- stöðukona Borgarspítalans, og Þórunn Pálsdóttir, forstöðukona Kleppsspítalans. Það var mjög fróðlegt að kynnast þessu fólki, bæði persónulega og eins við- horfum þess til manna og mál- efna. Skólinn tekur um 200 nem- endur, þar á meðal í heilsu- verndarnám og kennslu. Sumar greinar voru kenndar að hluta við háskóla, t. d. við University of London. 5 daga kennsluvika er í Englandi, en við vorum að- eins 4 daga í skóla, einn dagur var ætlaður til lestrar. Tíma- sókn var frjáls, en yfirleitt var nijög vel mætt. Kennaraliðið var fjölmennt. Fastakennari við okkar nám var aðeins einn. Hún skipulagði og hafði umsjón með náminu og hafði aðra sér til aðstoðar að hluta. Aðrir kennarar voru stundakennarar, hver á sínu sér- sviði. Aðalnámsgreinar voru fimm: Stj órn hj úkrunarþj ónustunnar, h j úkrunarmenntun, sj úkrahús- stjórn, siðfræði og sálarfræði. Auk þess voru vikulegir fyrir- lestrar þjóðfræðilegs eðlis. Rætt var um iðnbyltinguna, þróun heilbrigðismála þar í landi og stofnun og hrun brezka heims- veldisins. 1 stjórn hjúkrunarþjónust- unnar var aðalkennarinn for- stöðukona. Hafði hún vikulega fyrirlestra. Ræddi hún bæði um deildarstjórn og hjúkrunar- stjórn sjúkrahússins. Mikill fjöldi stundakennara var í þess- ari grein, flestir úr kennaraliði skólans. Efst á baugi í hjúkr- unarstjórn er hið nýja skipulag þeirra mála, hið gamla þótti heldur steinrunnið. Forstöðu- konan hafði sína „hefð“ í starfi. Aðstoðarkonur höfðu ekkert ákveðið starfssvið né ábyrgð og starfsheitið villandi. Nefnd var skipuð af hinu opinbera til þess að taka þessi mál til endurskoð- unar. Nefndin skilaði áliti árið 1966, sem þekkt er sem „Sal- mon-skýrslan“. Var hún viður- kennd í aðalatriðum sem grund- völlur að skipulagi hjúkrunar- þjónustunnar. Til skýringar má geta þess, að undanfarin ár hafa hópar sjúkrahúsa verið settir undir eina sjúkrahússtjórn - allt frá 5 upp í 28 sjúkrahús. Einstaka sjúkrahús standa þó fyrir utan. Aðaláfangi við þetta nýja skipulag hj úkrunarþj ónustunn- ar er, að sú hjúkrunarkona, sem situr þar í efstu stöðu, — hvort sem um er að ræða hópa eða stór sjúkrahús, sem fyrir utan standa, - á sæti á fundum og er ábyrg gagnvart stjórnarnefnd- inni. Starf hennar er aðallega skipulagsstarf. Hefur hún oft- ast aðsetur í sama húsi og s j úkrahússtj órnin. H j úkrunar- skólinn er í tengslum við þennan hóp sjúkrahúsa. Skóla- stjórinn og hin raunveru- lega forstöðukona hvers sjúkra- húss sitja á næsta þrepi í svip- aðri stöðu. Starf og starfsheiti aðstoðarforstöðukonu hefur ver- ið lagt niður í þeirri mynd, sem það var, og nýtt starf ásamt starfsheiti verið stofnað, þar sem skilgreint er starf, ábyrgð og skyldur. Þar sem svo róttækar breyt- ingar eiga sér stað, er óhjá- kvæmilegt, að þær séu umdeild- ar og að það taki tíma að fella þær í grundvallaratriðum að þörfum hvers sjúkrahúss eða hóps sjúkrahúsa fyrir sig. Allir eru þó sammála um, að breyt- inga var þörf og að kostir séu fleiri en gallar. Þótt skipulag stórþjóða falli ekki inn í okkar litla þjóðfélag, getum við mik- inn lærdóm af því dregið. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 137

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.