Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Page 22
Sjúkrahússtjórn: Þar höfðum
við þrjá kennara, sem voru
framkvæmdastjórar sjúkra-
húsa. Einn þeirra kenndi al-
menna stjórnunarfræði og
spjallaði síðan um ýmis hagnýt
atriði, sem hvergi finnast í
kennslubókum. Annar talaði um
uppbyggingu brezku heilbrigð-
isþjónustunnar. Síðan var hópn-
um skipt, og við útlendingarnir
fengum ýmis almenn undir-
stöðuatriði í sjúkrahúsrekstri,
sem kom okkur að meira gagni
en nákvæm yfirferð á „skýrslu-
gjörðum" Bretanna. Þriðji
kennarinn var sérfræðingur í
sjúkrahúsbyggingum.
Aðalmál innan brezku heil-
brigðisþjónustunnar er gjör-
breyting á stjórn hennar, sem
koma á til framkvæmda 1974.
Nú eru það þrír aðilar, sem
vinna að heilbrigðisþjónustu:
Sjúkrahúsin, sem eru öll ríkis-
sjúkrahús, heilsuvernd og önn-
ur þjónusta á vegum bæjarfé-
laganna og í síðasta lagi heim-
ilislækna- og sérfræðingaþjón-
usta, sem lýtur sérstakri stjórn.
Nú er stefnt að því að setja alla
þessa aðila undir sömu stjórn
og sameina þjónustuna, svo að
sjúklingar hafi einn aðila að
snúa sér til í stað þriggja. Mikil
óvissa ríkir ennþá um það, á
hvern hátt þetta verði fram-
kvæmt. En jafnframt þeirri
skipulagningu, sem ennþá hvil-
ir hula yfir, hefur fólkið, sem
er í starfi og þessi umskipti
munu mest bitna á, hafið sinn
undirbúning. Bæjar- og heilsu-
verndarhjúkrunarkonur hafa nú
fengið greiðari aðgang að
sjúkrahúsum til þess að kynn-
ast sjúklingunum, áður en þeir
eru sendir heim. Annars staðar
fara deildarhjúkrunarkonur inn
á heimili sjúklings til þess að
sjá aðstæður, áður en hann er
útskrifaður. Þannig er reynt að
brúa bilið milli sjúkrahúss og
heimilishjúkrunar. 1 héraði eru
læknar, hjúkrunarkonur og fé-
lagsráðgjafar farnir að halda
fundi og ræða störf og verksvið
hver annars. Hjúkrunarkonur í
æðstu stöðum sjúkrahúsa og
heilsuverndarstöðva halda
reglulega fundi til þess að ræða
sameininguna og skipulags-
málin.
Hjúkrunarmenntunin var ein
aðalnámsgreinin. Kennararnir
voru skólastjórar. Fengum við
yfirlit yfir, hvernig hjúkrunar-
menntuninni er háttað í dag og
hvað er framundan í þeim efn-
um. Nefnd, sem vinnur að end-
urskipulagningu námsins, á að
skila áliti nú í haust. Búizt er
við róttækum breytingum.
Hjúkrunarnemar eru ennþá að-
alvinnukrafturinn á flestum
sjúkrahúsum. Reynt hefur ver-
ið að brúa bilið milli skólans
og sjúkrahússins, m. a. með því,
að læknirinn, sem sæti á í skóla-
nefnd, sé starfandi læknir
sjúkrahússins. Þar eiga einnig
sæti 2-3 deildarhj úkrunarkon-
ur. „Vinnubókarnefnd", sem
starfar stöðugt að endurbótum
á starfsbók sjúkrahússins, er
jafnt skipuð hjúkrunarkennur-
um, starfandi hjúkrunarkonum
og forstöðukonu sótthreinsunar-
deildar.
Á síðustu árum hefur verið til
heimild fyrir sjúkrahús að setja
á stofn tilraunaskóla, sé vissum
grundvallarskilyrðum fylgt, til
þess að kanna nýjar leiðir til
hjúkrunarmenntunar. Því eru
nú fyrir hendi fjölmargar leið-
ir til þess að ljúka námi og þá
með mismunandi sérhæfingu að
námi loknu.
Sálarfræðin, sem kennd var,
er sú grein sálarfræðinnar, sem
lýtur að stjórnun. Er þar fjall-
að um ráðningu starfsfólks, mat
á störfum þess og önnur sam-
skipti. Nemandinn fær undir-
stöðuatriði þess, hvernig stofn-
uninni þarf að vera stjórnað
til þess að standast rás tímans.
Þótt þessi námsgrein væri byggð
á stjórnun iðnfyrirtækja, var
hún að sjálfsögðu heimfærð upp
á sjúkrahúsþjónustu.
Sálarfræðin gefur okkur inn-
sýn í mannleg samskipti, hvers
við megum vænta, hvernig við
eigum að bregðast við, og hún
varpar Ijósi á hið mismunandi
atferli einstaklingsins.
Siðfræði: Sívaxandi siðfræði-
leg vandamál innan hjúkrunar-
og læknisþjónustu hafa leitt til
þess, að siðfræðin er orðin aðal-
námsgrein. Voru þetta einu fyr-
irlestrar skólastjórans. 1 fyrir-
lestrunum var gefið yfirlit yfir
siðfræðikenningar fjögurra
heimspekinga. Síðan áttu nem-
endur að hugleiða hin ýmsu
vandamál í ljósi þessara kenn-
inga og mynda sér sínar eigin
skoðanir. Vandamálin eru mörg,
en hægt væri að nefna vefja-
flutninga, heimild til þess að
stytta fólki aldur og þá sér í
lagi gömlu fólki, hvað á lengi
að halda fólki lifandi, t. d. í önd-
unarvélum, þegar í rauninni
allri líkamsstarfsemi er lokið,
og að síðustu vil ég nefna fóst-
ureyðingar, sem eru ört vax-
andi vandamál fyrir hjúkrun-
arkonur og lækna, síðan fóstur-
eyðingalögin frá 1967 gengu í
gildi.
Sjúkrahúsheimsóknir: 1 nám-
inu voru innifaldar þrjár
sjúkrahúsheimsóknir. Náminu
var skipt í þrjár annir, og fóru
nemendur í eina heimsókn í
hverri önn. Stóð hver heimsókn
í tvær til þrjár vikur. Nemend-
ur fóru tveir eða í stærri hóp-
um á sjúkrahús um allt Bret-
land og einnig til Skotlands.
Á hverju sjúkrahúsi fengu
nemendur vel skipulagða dag-
skrá. Rætt var við fjölmarga
aðila, fyrst og fremst hjúkrun-
arkonur, sem við stjórnunar-
störf unnu, svo og forstöðumenn
sjálfboðaliðastarfs, svo að eitt-
hvað sé nefnt. Reynt var að gefa
nemendum sem bezta heildar-
yfirsýn yfir sjúkrahúsrekstur-
inn. Fundarsetur nemenda voru
eftir því sem til féll, t. d. fundir
deildarhj úkrunarkvenna ákveð-
inna eininga - segjum lyflækn-
138 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS