Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Qupperneq 24
FULL TR UAFUNDUR SSN
LFLNNLANDL
Samvinna hjúki'unarkv enna á
Norðurlöndum hélt árlegan full-
trúafund sinn á Hótel Ruissalo
í Ábo dagana 19.-22. september
s.l. Höfuðviðfangsefni fundar-
ins var staða og verksviö hjúkr-
unarkonunnar í framtíðinni.
Samtökin hafa innan vébanda
sinna yfir 100 þúsund hjúkr-
unarkonur.
Setniug fumlarins.
Toini nousiainen, formaður
finnska hjúkrunarfélagsins,
bauð fulltrúa velkomna til Finn-
lands, og formaður SSN, Gerd
Zetterström Lagervall, setti
fundinn og lagði m. a. áherzlu
á, að nú á tímum mikilla athafna
og snöggra breytinga veitti það
okkur bæði öryggi og styrk að
geta hitzt oftar en áður, skipzt
á skoðunum og reynslu, rætt
sameiginleg vandamál og reynt
að finna lausn þeirra.
Einnig ræddi formaður ýtar-
lega samstarf SSN og GNOE,
sem er svæðasamband hjúkrun-
arfélaga Vestur-Evrópu, og
lagði áherzlu á, að bæði SSN og
GNOE þyrftu að vera vel á verði
til þess að hafa áhrif á ákvarð-
anir Efnahagsbandalagsins um
stöðu, menntun og starfssvið
hjúkrunarkvenna í Evrópu, sér-
staklega með tilliti til hugsan-
legrar aðildar Danmerkur og
Noregs að Efnahagsbandalag-
inu.
Að síðustu sagði formaður:
„Þýðing umhverfisins fyrir
manninn og starf hans hefur
síðasta áratug oft verið við-
fangsefni í vísindarannsóknum,
stundum verið ákaft deiluefni í
stéttarfélögum, milli vinnuþega
og vinnuveitenda og meðal ráða-
manna á ýmsum sviðum.
Það umhverfi, sem Hjúkrun-
arkvennasamband Finnlands -
Suomen Sairaanhoitajaliitto -
hefur veitt okkur tækifæri til að
vinna í þessa daga, og rækileg-
ur undirbúningur að þessum
fundi er hvatning fyrir okkur
að vinna undir merki samstarfs,
svo að samtök okkar verði sterk
og áhrifarík."
llópvinna.
Fyrirhugað var að starfa í 5
umræðuhópum, en fram komu
óskir um. að 6. hópurinn yrði
valinn og hefði hann undir
stjórn Ingrid Hámelin það hlut-
verk að aðstoða hina fyrrnefndu
5 hópa og samræma niðurstöð-
ur. I þennan hóp var kjörinn 1
fulltrúi frá hverju landi, ásamt
einum fyrir hönd hjúkrunar-
nema.
Umræðugrundvöllur var V.
skýrsla Alþj óðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar, er fjallar um
heilsugæzlu, varnir gegn auk-
inni hættu fyrir heilsuna, leit
að sjúkdómum á frumstigi, og
hjúkrun sjúkra og endurhæf-
ingu.
Frainlíifarmarkmið lieilsugæzlu
hjúkrunar.
Hjúkrunarstarfið.
Nokkur sjónarmið úr skýrsl-
um umræðuhópanna skýrð og
felld saman af samvinnuhópn-
um.
A. Markmið:
Fullnægjandi „gæzla heil-
brigðra“, sem felur í sér um-
önnun um heilsu einstaklings-
ins.
Starf:
Hj úkrunarkonan starfar á
grundvelli sérþekkingar sinn-
ar í hópi, sem vinnur að þessu
úrlausnarefni.
B. Markmið:
Sem mest starfsgeta einstakl-
ingsins.
Starf:
Hjúkrunarkonan starfar að
því í samfélaginu að afstýra
ásamt öðrum hópum þeim
hættum, sem steðja að heil-
brigði einstaklingsins.
C. Markmið:
Heilbrigðiseftirlit og leitar-
starf sem óaðskiljanlegur
hluti heilsugæzlu og hjúkrun-
ar - nær til allra.
Starf:
Hjúkrunarkonan tekur þátt í
stjórnun og rannsóknum,
starfar einnig sem ráðgjafi
og milliliður.
D. Markmið:
Hjúkrun og einstaklingsbund-
in heilsugæzla með hliðsjón af
fjárframlagi, starfsmanna-
haldi og menntun, sem tök eru
á innan þjóðfélagsins.
Starf:
Hj úkrunarkonan er ábyrg um
hjúkrun, segir til um gæzlu-
þörfina, áætlar, fræðir um og
tengir saman hjúkrunarstarf-
ið. Tekur þátt í og vinnur að
rannsóknum á hjúkrunarsvið-
inu.
140 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS