Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Síða 26
að hún fullnægi hinum nýju
kröfum, sem fram hafa komið
í sambandi við þróunina í heilsu-
gæzlu og hjúkrun. Skapa þarf
verklegar og fjárhagslegar for-
sendur fyrir rannsóknastarf-
semi á sviði hjúkrunar.
Fulltrúafundurinn ákvað að
beina þeim tilmælum til aðild-
arfélaganna, að þau undir-
byggju meðferð eftirtalinna
mála fyrir fulltrúafund ársins
1973:
a) rannsókna varðandi hjúkr-
unarstarfið,
b) aðgerða til að fá hjúkrunar-
starfið viðurkennt sem sér-
stakt réttinda- og ábyrgðar-
svið.
Ennfremur var samþykkt að
skipa sérfræðingahóp til að
halda áfram skilgreiningu á
hjúkrunarsviðinu á grundvelli
skýrsina starfshópanna og
skýrslu h j úkrunarsér f ræðinga
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
arinnar.
Ákveðið var að þýða grein-
argerð þá, sem samin hefur ver-
ið í Finnlandi um starfssvið
hjúkrunarkvenna (Aili Lemin-
in: Mita sairaanhoitajat teke-
vát), til þess að aðildarfélögin
geti haft hennar not.
Sljóriiarkosning.
Á árinu 1971 kom stjórn SSN
saman þrisvar sinnum, tvisvar
á skrifstofu samtakanna í
Stokkhólmi og einu sinni í Os
í Noregi, í tengslum við full-
trúafundinn 1971.
öll stjórn SSN var endurkos-
in, en hana skipa: Gerd Zetter-
ström Lagervall, Svíþjóð, for-
maður. María Pétursdóttir, Is-
landi, 1. varaformaður, Helga
Dagsland, Noregi, 2. varafor-
maður, Kirsten Stallknecht,
Danmörku, og Mona Donner,
Finnlandi.
I>átlliikciulur frá Islnmli.
Kjörnir fulltrúar voru: María
Pétursdóttir, formaður, Rögn-
valdur Stefánsson, svæfingar-
hjúkrunarmaður, Aðalheiður
Árnadóttir, heilsuverndarhj úkr-
unarkona, Guðrún Margrét
Þorsteinsdóttir, h j úkrunar-
kennari, og Sigurlína Gunn-
arsdóttir, forstöðukona. Auk
þeirra Ingibjörg R. Magnús-
dóttir, frá heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu, og Ingi-
björg Árnadóttir, frá Tímariti
HFÍ.
Alls voru þátttakendur á
fundinum um 75.
Næsti fulltrúafundur verður
haldinn í Svíþjóð að ári liðnu.
Vcrkfall lijá lijiikruuarkoiium
I Xorcfjl.
Vegna verkfalls hjúkrunar-
kvenna í Noregi, er hófst dag-
inn áður en fulltrúafundurinn
skyldi hefjast, urðu margir af
norsku fulltrúunum að tilkynna
forföll, m. a. formaður hjúkr-
unarfélagsins, Helga Dagsland.
Verkfallið hófst með því, að
311 hjúkrunarkonur í Osló
lögðu niður vinnu að morgni
hins 18. sept. Síðan skyldi
vinnustöðvunin breiðast út um
Noreg. 26. sept. náði verkfallið
til 600 hjúkrunarkvenna, og 2.
október var fyrirhugað, að 700
hjúkrunarkonur bættust við.
Verkfallinu var þó aflýst 1.
október, eftir að ríkisstjórnin
hafði lofað að fjalla um kröfur
hjúkrunarkvenna í þinginu.
Norska hjúkrunarfélagið, sem
er samningsbundið, gat ekki
stofnað til verkfallsins, heldur
hópur einstaklinga. Voru að-
gerðirnar ólöglegar, og er ekki
enn vitað, hver árangur verður
af verkfallinu.
Það er að sjálfsögðu samstaða
meðal allra norskra hjúkrunar-
kvenna um að fá verulegar lag-
færingar á kjörum sínum svo
sem þarna var stefnt að.
Tekið saman af I. Á.
□
FRÉTTATILKYNIVIIVG
frá hcilbriiíóis- o;i
tryijglnlamálaráðuncytinu.
Dagana 18.-22. sept. var 22.
þing Evrópusvæðis Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar
haldið í Kaupmannahöfn.
Þingið var haldið í Kaup-
mannahöfn í boði dönsku ríkis-
stjórnarinnar og til þess að vígja
formlega til notkunar ný húsa-
kynni fyrir Evrópustofnunina,
sem danska ríkið hefur gefið.
Evrópunefndin hefur haft
starfsstöð í Kaupmannahöfn
síðan 1957, en húsakynni voru
fyrir löngu orðin of þröng og
undanfarin ár hefur staðið yfir
bygging mjög veglegra húsa-
kynna, sem rúma skrifstofur
Evrópustofnunarinnar og húsa-
kynni fyrir fundahöld.
Fulltrúar frá öllum löndum
Evrópusvæðisins, en þau eru 31,
þ. e. öll Evrópulöndin ásamt Al-
sír og Marokkó, áttu fulltrúa við
athöfnina og á þinginu, sem
haldið var á eftir.
Af Islands hálfu sátu þingið
Magnús Kjartansson, heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra,
Páll Sigurðsson, ráðuneytis-
stjóri og Páll Ásmundsson,
læknir á Landspítala, sem frá
byrjun hefur stjórnað nýrna-
sj likdómadeild lyflæknisdeildar-
innar og þar með gervinýrum
Landspítalans, en hann er einn-
ig fulltrúi heilbrigðisráðuneyt-
isins í norrænni samstarfsnefnd,
sem fjallar um fræðileg efni.
Enda þótt danska ríkið hafi
gefið þá byggingu, sem nú er
risin fyrir starfsemi Evrópu-
deildarinnar, hafa fjölmörg ríki
innan Evrópusvæðisins gefið
eitthvað til byggingarinnar,
annað hvort til gagns eða
skrauts og hefur Island gefið
málverk eftir Þorvald Skúlason,
listmálara, til að skreyta bygg-
inguna með.
142 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS TSLANDS