Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Qupperneq 27
Nýútskrifaðar hjúkrunarkomir mótmæla
starf sþ j álfunarþrepunum
Hjúkrunarkonur, er brautskráðust frá HSÍ í
sept. s.l., sendu forstöðukonum Landspítalans
og Borgarspítalans tilkynningu um, að þær muni
ekki starfa hjá nefndum sjúkrahúsum, nema
launaákvæðum um starfsþjálfunarþrep verði
breytt, sem kváðu svo á að þær skyldu starfa
samkv. 14. og 15. launafl. fyrsta starfsárið eftir
útskrift.
1 tilefni af þessu máli sendi stjóm Hjúkrun-
arfélags íslands frá sér eftirfarandi athuga-
semd, til fjölmiðla.
„1 Morgunblaðinu fimmtud. 5. okt. er frétt
um að nýútskrifaðar hjúkrunarkonur hafi eng-
ar ráðið sig á Borgarspítalann þrátt fyrir þörf
spítalans fyrir vinnu þeirra.
Samkvæmt kjarasamningalögunum hefur BS-
RB með höndum samninga fyrir alla ríkisstarfs-
menn með föst laun, vinnutíma og laun fyrir
yfirvinnu, og þá einnig hj úkrunarkonur, en
Hjúkrunarfélag Islands er beinn samningsaðili
við Reykjavíkurborg.
Við síðustu kjarasamninga við Reykjavíkur-
borg var vitanlega reynt að ná hagstæðari samn-
ingum, en viðsemjendur töldu sig ekki geta vik-
ið neitt sem héti frá grundvallaratriðum í samn-
ingnum milli BSRB og ríkisins.
Þessi vandamál voru rædd á stjórnar- og fé-
lagsfundum HFl. Voru þar samþykktar ályktan-
ir um óánægju um ýmis samningsatriði og þær
sendar ráðamönnum og fjölmiðlum. 1 því sam-
bandi var lögð áherzla á að hjúkrunarkonur al-
mennt væru vanmetnar til launa. Ákvæðin um að
hjúkrunarkonur ættu að vera fyrsta starfsárið á
Tilkynning um aðalfund
Á STJórnarfundi 16. nóv. 1972 voru eftirtaldar
hjúkrunarkonur kosnar í nefndanefnd (uppstill-
ingarnefnd), en samkvæmt félagslögum ber
stjórn HFl að tilnefna þessa nefndaraðila fjór-
um mánuðum fyrir aðalfund.
Þorbjörg Friðriksdóttir, HSl, Mjóuhlíð 12,
sími 20945,
Þórhildur Gunnarsdóttir Hólm, Bsp., Skriðu-
stekk 7, sími 37553,
Sigríður Katrín Júlíusdóttir, Lsp., Hraunbæ
58, sími 84389.
Aðalfundur 1973 verður í seinni hluta marz
n.k. og verður þá kosinn nýr formaður félags-
starfsþjálfunarlaunum, voru talin óviðunandi,
þar eð þeim væru strax falin vandasöm og
ábyrgðarmikil störf, vegna hjúkrunarkvenna-
skorts. Hjúkrunarnemar fá mikla starfsþjálfun
í sínu verklega námi á deildum sjúkrahúsa ó
þriggja ára skólatímabili.
Leitað hefur verið eftir leiðréttingu og hefur
Hjúkrunarfélag Islands notið stuðnings BSRB
í þeirri viðleitni.
Það er eðlilegt að nýútskrifaðar hjúkrunar-
konur ráði sig frekar þar sem sanngjamari laun
eru í boði, á meðan ráðamenn ríkisins og Reykja-
víkurborgar treysta sér ekki til að gera leið-
réttingar, sem eru óumflýjanlegar, og viður-
kenna hj úkrunarkvennaskortinn“.
Síðar í október sendi heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið bréf til skrifstofu ríkisspít-
alanna, þar sem bent er á fyrstu málsgr. 16. gr.
kjarasamnings milli fjármálaráðherra og kjara-
ráðs BSRB frá 19. des. 1970, þar sem segir:
„Hverju starfi verði ákveðinn launaflokkur,
miðað við að starfsmaður hafi næga þjálfun
til starfans til að geta gegnt því svo fullnægj-
andi sé“.
1 framhaldi af þessu segir síðan í bréfinu:
„Samkvæmt þessu lítur ráðuneytið svo á, að
hverja þá hjúkrunarkonu, sem ráðin er m. a.
til að starfa sjálfstætt á vöktum, megi ráða á
óskert byrjandalaun“.
Skrifstofa ríkisspítalanna hefur ákveðið að
notfæra sér þessa heimild og greiðir hjúkrun-
arkonum á 1. starfsári, sem taka sjálfstæðar
vaktir, samkvæmt 16. launafl. frá 1. nóv. 1972.
ins. Með tillögur um formann svo og tillögur
um hjúkrunarkonur í nefndir ber að snúa sér
til nefndanefndar fyrir 20. febrúar 1973.
Athygli hjúkrunarkvenna er vakin á því að
samkvæmt breyttum félagslögum HFl eiga deild-
ir að senda fulltrúa á aðalfund félagsins.
1 lok janúar eða snemma í febrúar n.k. er
ráðgert að halda félagsfund og stofna Reykja-
víkurdeild HFÍ.
Hin nýju lög HFÍ eru send sérprentuð með
þessu blaði, og eru allir félagar beðnir að kynna
sér þau vel.