Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Qupperneq 30

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Qupperneq 30
Verður? — Verður ekki? FyrirsöGN greinarinnar: „Verður? Verður ekki?“ lýsir því, að enn eru ekki allir sammála um þörf þess, að hafizt verði handa við bygg- ingu geðdeildar Landspítalans. 1 nóvember 1971 var skipuð byggingarnefnd geðdeildar Landspítalans. 1 nefnd þessari eiga sæti prófessor Tómas Helgason, frú Guðrún Guðnadóttir, aðstoðarforstöðukona, Ásgeir Bjamason, forstjóri, frú Adda Bára Sigfúsdótt- ir, aðstoðarráðherra, og Jón Ingimarsson, skrif- stofustjóri. Það kemur skýrt fram á útlits- og skipulagsteikningum af deildunum, að nefnd þessi hefur starfað ötullega við að afla upplýs- inga um aðbúnað og þjónustu fyrir slíka sjúkl- inga, hér heima og erlendis. Gert er ráð fyrir bættri aðstöðu við uppfræðslu og kennslu þeirra starfshópa, sem vinna saman að meðferð og hjúkrun geðsjúkra, að viðbættri rannsóknarað- stöðu á meðferð og orsökum geðrænna sjúkdóma. Aðbúnaður geðsjúklinga hérlendis hefur ver- ið fremur bágborinn fram að þessu vegna skorts á sjúkrarúmum og vegna þrengsla. Ennfremur hefur verið mikill skortur á sérmenntuðu starfs- liði. Biðtími eftir sjúkrahúsvist er mjög langur. Þar af leiðandi komast sjúklingar ekki undir læknishendur nógu snemma, og af þeim orsök- um þuría þeir oft að dveljast lengur á sjúkra- húsi en ella. Aðstandendur þurfa af þeim sök- um að þola meira en nauðsynlegt er. Ótaldir eru þeir veikindadagar hjá þjóðfélags- þegnum, sem eru af völdum geðrænna kvilla, og sjaldnast er hugsað um það fjárhagslega tjón, sem af þeim leiðir, og þau óþægindi, jafnt fyrir sjúklingana sem aðra. Stefnan í dag er að forða sjúklingi frá langri dvöl á geðsjúkrahúsi, svo að hann slíti ekki öll tengsl sín við fjölskyldu og umhverfi, en gera hann að nýtum þjóðfélagsþegni eins fljótt og auðið er. Þess vegna álíta þeir, sem kunnugir eru þess- um málefnum, að brýn nauðsyn sé að hefjast handa við byggingu geðdeildar Landspítalans sem allra fyrst. Þá verður og unnt að veita meiri athygli rnálum áfengissjúklinga og þeirra, sem misnota lyf. Hingað til hefur Kleppsspítalinn sinnt að mestu leyti þörfum landsmanna í þess- um efnum, en augljóst er, að sú þjónusta hefur verið mjög ófullnægjandi. Borizt hefur í tal, að nauðsynlegra sé og brýnni þörf á að byggja yfir aðra grein innan heilbrigðisþjónustunnar, áður en hafizt verður handa við geðdeild Landspítalans. Hversu rétt er það að láta málefni þeirra, er eiga við geð- ræna sjúkdóma að stríða, sitja á hakanum? Er það ekki siðferðileg skylda okkar að berjast fyrir olnbogabörnum þjóðarinnar og styðja þá tillögu, að framkvæmdir hefjist svo fljótt sem auðið er við byggingu geðdeildar Landspítalans ? Þórunn Pálsdóttir. Samningur nm vlð'auka við kjarasunining, dags. 1 !t. desember 1970, milli fJArm&laráðherra og Kjarnráðs f. b. Bandnlags starfsmnnna rikis og bœjn. 1. gr. Samningsaðilar eru sammála um, að fyrir or- lofsárið 1. júní 1972 til 31. maí 1973 skuli ríkis- starfsmaður fá greitt orlofsframlag, kr. 5.000,00, auk fastra launa í orlofi lögum sam- kvæmt. Orlofsframlag þetta kemur til útborg- unar fyrsta dag þess mánaðar, er starfsmaður fer í orlof á árinu 1973. 2. gr. Orlofsframlag þetta kemur í stað orlofs- greiðslu af yfirvinnukaupi. 3. gr. Orlofsframlag samkv. 1. gr. er miðað við fullt starf allt orlofsárið. Starfsmaður, sem unnið hefur hluta úr ári eða hluta af fullu starfi skal fá greitt orlofs- framlag hlutfallslega miðað við það. Samningur þessi gildir til 31. desember 1973. Um orlofsframiag fyrir orlofsárið 1. júní 1973 til 31. maí 1974 skal samið í næstu heildarkjara- samningum samningsaðila. Samningur þessi er undirritaður með fyrir- vara um, að nauðsynlega lagaheimild skortir. Fjármálaráðherra lýsir því hins vegar yfir, að hann mun beita sér fyrir nauðsynlegum laga- breytingum til þess að samningur þessi öðlist fullt gildi. Öllu ofanrituðu til staðfestu eru undirskriftir fjármálaráðherra og Kjararáðs Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Reykjavík, 9. ágúst 1972. Halldór E. Sigurðsson (sign.) F j ármálaráðherra. Kristján Thorlacius (sign.) F. h. Kjararáðs BSRB.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.