Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Page 31

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Page 31
HLUTVERK HJUKRUNARKONUNNAR 1 ÞJÓÐFÉLAGI FRAMTlÐARINNAR Hagleiðingar um hlutverk hjúkrunarkonunnar í þjóðfélagi framtíðarinnar meö hliðsjón bæ'ði af hjúkrunarstarfinu og starfslýðræði. Fluttar af lngrid Hamelin á full- F'úafundi SSN, til stuðnings hópumræðunum. Erindið íslenzkaði Jóhannes Halldórsson cand. mag. Við LIFUM á tímum, þar sem flestir starfshópar, félög og stofnanir verða viljug eða nauð- ug að taka starfsemi sína til end- urskoðunar, sem oft leiðir til gerbreytinga, til þess að þau geti áfram fyllt það rúm, sem þau hafa skipað sér í eða verið skipað í innan þjóðfélagsins. Við hjúkrunarkonur erum þar engin undantekning. Við höfum rætt fortíð okkar við mörg tæki- færi (í ICN, í SSN og einnig heima fyrir). Ég get ekki dæmt um, hvernig það hefur tekizt. Mest um vei’t er, að við sof- um ekki neinum Þyrnirósu- svefni, meðan heimurinn kring- um okkur breytist, heldur reyn- um að sjá, hvar við stöndum og inn á hvaða braut við eigum að leggja. Hitt ber að viðurkenna, nð þrátt fyrir endurteknar til- i'aunir hefur árangurinn ekki orðið mikill umfram samþykkt- h', viljayfirlýsingar og heilmikla skriffinnsku. Hlutverk hjúkrunarkonunnar í þjóðfélagi framtíðarinnar hef- ur verið tekið upp sem viðfangs- efni á þessum fulltrúafundi, og það hef ég gerzt svo djörf að túlka sem ósk um áframhald þeirra umræðna, sem fram fóru af miklu kappi og áhuga á síð- asta fundi okkar í Os í Noregi og eiginlega hófust í Reykja- vík, þó að viðfangsefnið væri lagt fyrir á annan hátt á þess- um fundum. Þá staðreynd, að viðfangsefni okkar - hlutverk hj úkrunarkon- unnar í þjóðfélagi framtíðar- innar - er sundurliðað fyrir þennan fund samkvæmt nokkr- um kaflafyrirsögnum og lagt er til, að við meðferð þess sé stuðzt við ákveðin atriði í fimmtu skýrslu sérfræðinganefndar Al- þ j óðaheilbrigðismálastof nunar- innar um hjúkrun, hef ég hins vegar túlkað sem tilraun til að gera óþrotlegt viðfangsefni okk- ar afmarkaðra og þannig gæti ef til vill náðst árangur af umræð- unum, sem leiddi til raunhæfra framkvæmda. Fruinalri<>i<> í umræAum scr- fræAiuguneíndar Alþjódalioil- brij'ói.smálaslofnuiiariiinar um lijúkrun. Frumatriði og orsök þess, að Alþ j óðaheilbr igðismálastof nun- in setti á stofn sérfræðinga- nefnd um hjúkrun, var, að mönnum höfðu orðið óþægilega ljós hin miklu vandamál, sem heilbrigðisyfirvöld og hjúkrun- arkonur í ábyrgðarstöðum áttu við að stríða í sambandi við að fullnægja stöðugt aukinni eftir- spurn eftir þjónustu á sviði heilsugæzlu og hjúkrunar í hin- um ýmsu hlutum heims. Nefnd- in átti einnig í starfi sínu að taka tillit til þeirra breytinga, sem hugsanlegar væru í fram- tíðinni. Þó að WHO-skýrslan sé stíluð á alþjóðaþing, þar sem vanda- málin eru óteljandi, en mikill hluti þeirra er ef til vill ekkert vandamál á Norðurlöndum, þá vil ég fullyrða, að vandamálin í sambandi við framboð og eft- irspurn á sviði heilsugæzluþjón- ustu og í sambandi við áætlanir um aukna og betri þjónustu snerta okkur allar beint eða óbeint. Ilöfuóai riói umrieóiiaiiiia. Við umræðurnar kom í ljós, að gagnlegt væri að sameinast um ákveðna undirliði í aðalvið- fangsefninu, og þeir voru í stór- um dráttum eftirfarandi: a. Fullnæging á kröfum og skipulagning nauðsynlegrar heilsugæzlu- og hjúkrunar- þjónustu. b. Menntun starfsfólks, þar sem áherzla skal lögð á hj úkrunarmenntun. c. Rannsóknir, sem stefni að bættri heilsugæzlu- og hjúkr- unarþjónustu. Þótt við ætlum að ræða hér um hlutverk hjúkrunarkonunn- ar í þjóðfélagi framtíðarinnar, ætla ég að leyfa mér að nota hér ofannefnda skiptingu. Það er að mínu áliti erfitt að ræða um hlutverk og starf hjúkrun- arkonunnar án þess um leið að taka til athugunar menntun og rannsóknir, þ. e. a. s. grundvöll- inn að þróun starfsgreinarinnar. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 143

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.