Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Síða 32
Fulliuegmtí ú kröfum u|> ski|»u-
lagning ii;iiiösyiili‘|>r;ir hoilsu-
^irzlu- o" Iijúkrunur]tjónuslu.
Án nokkurs tillits til þess,
hvernig heilsugæzlu- og hjúkr-
unarþjónustukerfi okkar er, get-
um við gengið að því vísu, að
það sé á Norðurlöndum, svo sem
í mörgum öðrum löndum heims,
í stöðugri þróun.
Heilsugæzlu- og hjúkrunar-
þjónusta er nú þegar eitt af
flóknustu viðfangsefnum þjóð-
félagsins. I æ minni mæli er um
að ræða félagslegt starf ein-
göngu, heldur kemur hér til
greina í heild hin gífurlega
læknisfræðilega og tæknilega
þróun, með afstöðu einstaklinga
og hópa, með mati, reglum og
siðfræði. Sjúkdómur er ekki ein-
ungis líkamlegt og tilfinninga-
legt vandamál, heldur einnig
fjárhagslegt og þjóðfélagslegt
vandamál. Nútíma heilsugæzla
(læknandi og afstýrandi) krefst
mikillar skipulagningar til að
geta fullnægt þeim stöðugt
auknu kröfum, sem gerðar eru
til þessarar þjónustu, sem við
teljum til mannréttinda að fá að
njóta.
Sjálfvirkni, tölvur, flókinn
tækjabúnaður og tæknileg hjálp-
artæki hafa þegar haslað sér
völl á sviði heilsugæzlu og hjúkr-
unar, og ekkert lát er á stór-
stígum framförum. Nýir starfs-
hópar hafa æ stærra hlutverki
að gegna á því sviði, sem við
höfum áður eignað okkur.
Hvaða úrræði höfum við til
að mæta kröfum framtíðarinn-
ar? Hvaða möguleika höfum við
og að hve miklu leyti erum við
reiðubúnar sjálfar að reyna að
koma á nauðsynlegum breyting-
um og hafa áhrif á þjóðfélagið
- sér í lagi ef það þýðir, að við
þurfum að breyta hugsunar-
hætti okkar, ef til vill játa, að
við höfum ekki fylgzt með tím-
anum, jafnvel að við nú þegar
stöndum ekki í stöðu okkar?
Sú spurning vaknar, hvort
við höfum gert of mikið að því
Ingrid Hdmelin.
að hugsa um nútíðina - sem fyrr
en varir er liðin tíð - í stað þess
að hugsa langt fram í tímann.
Hættir okkur til að halda of fast
í þá stöðu, sem við höfum náð og
okkur, eins vanafastar og við er-
um, finnst þýðingarmikil sem
stendur? Lokum við augunum
fyrir þeim breytingum, sem
verða í þjóðfélaginu og á okkar
eigin starfssviði, hvort sem við
viljum það eða ekki?
Einn háttur að bregðast við
og ekki alveg óþekktur er að
láta sér nægja að segja, að of
mikil skipulagning heilsugæzlu
og hjúkrunar stríði á móti okk-
ar (í reyndinni oft mjög svo
innantómu) slagorðum um
„hjúkrun einstaklingsins“, -
eða reyna að halda í þann óraun-
hæfa skilning, að hjúkrunar-
konan ein gæti veitt alla þá um-
önnun, sem einstaklingurinn
(sjúklingurinn) þarf með, ef
hún aðeins hefði tíma til þess.
Það er einnig almennt álitið, að
við gætum sjálfar unnið betur
þau störf, sem við af tímaskorti
eða öðrum orsökum höfum eft-
irlátið öðrum starfshópum, sem
komið hafa inn á okkar fyrra
starfssvið.
I stað þessarar varnarstöðu
væri ef til vill heillavænlegra og
árangursríkara, að við tækjum
aðstöðu okkar til gagngerðrar
endurskoðunar, horf ðumst í augu
við sannleikann, stundum beisk-
an, og tækjum virkan þátt í
skipulagningu og þróun heilsu-
gæzlukerfisins. Er það ekki lið-
ur í starfi okkar að gæta hags-
muna einstaklingsins (sjúkl-
ingsins), svo að hann verði ekki
fórnardýr kerfisins, heldur njóti
þjónustu þess?
Að endingu verðum við einnig
að gera okkur ljóst, að einar
saman komumst við ekkert
áleiðis. Við verðum að skríða
úr híðinu, þar sem við höfum
verið í valdaaðstöðu, og læra að
umgangast og koma á betra
sambandi fyrst og fremst við
hinn mislita fjölda þeirra, er
njóta heilsugæzlu og hjúkrunar,
við annað starfslið heilbrigðis-
þjónustunnar, við stjórnmála-
menn og félagslega leiðtoga, við
embættismenn, kennara, félags-
fræðinga, hagfræðinga, verk-
fræðinga, arkitekta, þjóðfélags-
skipuleggjendur og aðra sér-
fræðinga, sem starfa beint eða
óbeint að heilsugæzlu og hjúkr-
un í víðtækustu merkingu þeirra
orða. Hér er hægt að koma lýð-
ræði að, og ég vil gerast svo
djörf að segja, að við hjúkrun-
arkonur getum hér sjálfar lært
heilmikið.
Erum við tilbúnar og höfum
við einlægan áhuga á að skil-
greina, hvaða starfskrafta kerf-
ið krefst, hvernig skipta á verk-
efnunum og hvaða vinnutilhög-
un ber að stefna að til þess að
ná fram þeirri samvinnu, sem
er grundvöllur sem mestrar og
beztrar heilsugæzlu- og hjúkr-
unarþjónustu?
Eitt atriði, sem orðið er mjög
aðkallandi hjá okkur, — þar sem
nýja heilbrigðislöggjöfin leggur
þunga áherzlu á hina frjálsu
gæzlu,.en þróun þessa oft mann-
úðlegra gæzluforms virðist
stöðvuð vegna læknaskorts, -
er þörfin á að skýra og skil-
greina þátt hjúkrunarkonunnar
í mismunandi gæzluformum.
Þar sem ég álít, að norrænar
144 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS