Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Síða 34
Heimsókn
á
Borgarsiúkrahús Aboborgar
Að loknu fulltrúamóti SSN var
okkur, þ. e. a. s. Maríu Péturs-
dóttur, Sigurlínu Gunnarsdótt-
ur, Aðalheiði Árnadóttur, Guð-
rúnu M. Þorsteinsdóttur og Ingi-
björgu Árnadóttur, boðið að
skoða Borgarsjúkrahúsið, og
þáðum við það með þökkum.
Frumkvæði að heimsókn þess-
ari átti finnska hjúkrunarkonan
Leena Kulju. Leena og forstöðu-
kona sjúkrahússins voru áður
fyrr bekkjarsystur, svo að það
voru hæg heimatökin. Til gam-
ans má geta þess, að fyrir dyr-
um stóðu borgarstjórnarkosn-
ingar í Ábo og var Leena þar í
framboði.
Forstöðukonan, Raija Kaisla,
tók á móti okkur og notaði með
glöðu geði frítíma sinn til að
veita okkur alla þá fyrirgreiðslu,
sem við óskuðum, enda bæði stolt
og glöð að sýna hinn nýja hluta
sjúkrahússins, er tók til starfa
1971.
Það vakti athygli okkar, að
allar hjúkrunarkonurnar voru
„kappalausar", en „kappinn"
hafði verið felldur niður hjá
hjúkrunarkonum í öllu Finn-
landi fyrir nokkrum árum. Aft-
ur á móti mættum við sjúkra-
liðum með kappa á höfðinu.
Við skoðuðum eina af almenn-
um lyflækningadeildum sjúkra-
hússins, þar sem áherzla var
lögð á hvers konar endur-
þjálfun. Yfirlæknirinn, Ilmari
Ruikka, er mjög vel þekktur í
heimalandi sínu fyrir mikinn
þátt í uppbyggingu orkulækn-
inga.
Hver deild var miðuð við 37
sjúklinga, karla og konur, og
voru sjúkrastofur frá 1-4
manna. Þrjú skolherbergi voru
á deildinni, og voru þau mjög
vel staðsett.
Á hverri deild var leikfimi-
salur, lítil borðstofa fyrir þá
sjúklinga, er höfðu fótavist, og
var hún einnig nýtt sem sjón-
varpsherbergi og fundarher-
bergi fyrir starfsfólk, setustofa,
símaklefi o. fl. fyrir utan þær
vistarverur, sem sérstaklega
voru ætlaðar hjúkrunarkonum
og læknum.
Deildin hafði á að skipa, auk
lækna, sex hjúkrunarkonum,
átta sjúkraliðum, þrem ganga-
stúlkum, einum ritara, ásamt
einni konu, sem aðstoðaði við
böðun sjúklinga. Á næturvakt
var sjúkraliði á hverri deild og
hjúkrunarkona yfir hverjum
þrem deildum, en geta má þess,
að um enga „akút“ móttöku var
að ræða. Fyrir hverjar 6 deildir
var sendisveinn.
Heimsóknai-tími var daglega
frá kl. 8-6. Við inntum for-
stöðukonuna eftir því, hvort
þessi langi heimsóknartími
hamlaði ekki um of starfsemi
deildarinnar, en hún kvað það
ekki vera og sagði reynslu
þeirra vera þá, að auðveldara
væri að hafa einn langan heim-
sóknartíma en tvo stutta. Einn-
ig þótti þetta vera heppileg
lausn með tilliti til ættingja
sjúklinganna, ef hafðar eru í
huga hinar miklu vegalengdir.
Allur rúmfatnaður á deild-
inni var úr mynztruðum og lit-
ríkum efnum. Gerði það sjúkra-
stofurnar hlýlegar og heimilis-
legar.
Sjúkra- og iðjuþjálfunardeild-
in var á neðstu hæð hússins, og
var hún sérstaklega vel búin
tækjum og öðrum búnaði, þann-
ig að öll stig endurþjálfunar var
hægt að veita.
146 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS