Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Síða 39

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Síða 39
Nemendur Hjúkrunarskóla Islands brautskráðir 30. september 1972 Laugardaginn 30. september voru kvaddir 25 nemendur frá Hjúkrunarskóla Islands. Þar af höfðu 22 lokið námi til fulls, en 3 luku námi skömmu síðar. Skólastjóri HSÍ, frk. Þor- björg Jónsdóttir, gerði grein fyrir skólastarfinu, afhenti prófskírteini og skólamerkið og árnaði nemendum velfarn- aðar. Ingibjörg K. Ingólfsdóttir hjúkrunarkona las hjúkrunar- heit Hjúkrunarskóla Islands. Afhent voru verðlaun úr Minningarsjóði Kristínar Thor- oddsen, en hún var fyrsti skóla- stjóri skólans. Verðlaunin eru bronzpeningur með ágrafinni mynd af Kristínu, hannaður af Sigurjóni Ólafssyni myndhöggv- ara. Voru verðlaunin veitt fyrir mjög góðan námsárangur, og hlaut þau Hanna Þórarinsdótt- ir. Guðrún Árnadóttir hjúkrun- arkona afhenti verðlaunin. Magnús Jónsson óperusöngv- ari söng við undirleik Skúla Halldórssonar, en Skúli vígði við þetta tækifæri nýjan flygil. Er ánægjulegt til þess að vita að þessi draumur skuli vera orðinn að veruleika, en safnað hefur verið til þessara kaupa í mörg ár, en það sem á vantaði lagði menntamálaráðuneytið til. Sigurhelga Pálsdóttir hjúkr- unarkennari og Magnús Karl Pétursson læknir ávörpuðu hin- ar nýju hjúkrunarkonur og að lokum kvaddi Kristín Aðal- steinsdóttir skólann fyrir hönd félaga sinna. Fyrir hönd hinna nýútskrif uðu h j úkrunarkvenna afhenti Guðný Bjarnadóttir formanni Hjúkrunarnemafélags Islands, Elinborgu Jónsdóttur, stofnsjóð til styrktar hjúkrun- arnemum sem taka þátt í fund- um og mótum hjúkrunarnema á Norðurlöndum. Viðstaddar voru hjúkrunarkonur braut- skráðar frá HSI fyrir 10 árum, og færðu þær skólanum kr. 20 þúsund að gjöf, í Minningar- sjóð Kristínar Thoroddsen. Reglugerð Tímarits Hjúkrunarfélags Islands Ritstjórn tímaritsins samdi eftirfarandi reglugerð fyrir Tímarit HFl og var hún sam- þykkt á stjórnarfundi félagsins 6. nóv. 1972. 1. gr. Tímarit Hj úkrunarf élags Is- lands er gefið út af Hjúkrunar- félagi Islands og greiðir félag- ið allan kostnað af útgáfu þess. 2. gr. Samkvæmt félagslögum ræð- ur stjórnin ritstjóra og ákveður laun hans. Ritstjórinn er ábyrgðarmaður tímaritsins. 3. gr. I samráði við stjórn félags- ins er ritstjóra heimilt að skipa þviggja manna nefnd sér til i'áðuneytis og aðstoðar, til Iveggja ára í senn. Skipa skal einn varamann fyrir hvern full- trúa nefndarinnar. 4. gr. Ritstjórinn ber ábyrgð á því gagnvart stjórninni, að efni ritsins hafi faglegt gildi og svari þörf félagsmanna fyrir upplýs- ingar um starfsemi félagsins. 5. gr. Ritstjórinn hefur rétt til að hafna greinum, sem hann telur brjóta í bága við 4. gr. 6. gr. Greinar, sem ritstjórinn er í vafa um hvort hafna eigi, skulu ávallt lagðar fyrir ritnefnd til umsagnar og síðan fyrir stjórn félagsins. 7. gr. Þegar ritstjóri telur nauðsyn til bera, skal kveðja ritnefnd til fundar. Komi til atkvæða- greiðslu innan ritnefndar og at- kvæði eru jöfn, ræður atkvæði ritstjóra. 8. gr. Til setu á fundum ritnefndar má, eftir því sem nefndin telur æskilegt, kveðja sérfræðinga á mismunandi sérgreinasviðum sjúkra- og heilsugæzlu. 9. gr. Tímarit Hjúkrunarfélags Is- lands skal koma út eigi sjaldn- ar en ársfjórðungslega. Heim- ilt er þó að gefa út 2 tölublöð saman ef ritstjórn telur æski- legt og stjórn félagsins er því samþykk. 10. gr. Brot tímaritsins skal vera 20 X27.5 cm. 11. gr. Ritstjóra ber að gæta þess, að tímaritið sé prentað á sem hagkvæmastan hátt hver j u sinni, og leita tilboða í prentun blaðsins, ef hann telur ástæðutil. 12. gr. Varðandi auglýsingar og dreif- ingu blaðsins fer eftir sam- komulagi milli stjórnar félags- ins og ritstjóra tímaritsins hverju sinni. 13. gr. Breytingar á reglugerð tíma- ritsins skulu gerðar á aðalfundi HFl. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 151

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.