Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Qupperneq 42
MTKYlllG
Ritstjórnin vill vekja athygli hjúkrunarkvenna
á eftirtöldum bókum:
II.IÁLP i VIIH.ÖM M,
Jón Oddgeir Jónsson tók saman. Gefin út að til-
hlutan Slysavarnafélags Islands. Bókin er fá-
anleg í flestum bókaverzlunum og kostar kr.
262,00. 1 formála bókarinnar, segir Páll Gísla-
son læknir m. a.:
Það mun hafa verið fyrir rúmum 40 árum, að
fyrst var farið að kenna „Hjálp í viðlögum“ hér
á landi og þá fyrst aðallega meðal skáta, enda
í anda kjörorðs þeirra „vertu viðbúinn". Upp
úr þessum jarðvegi kom Jón Oddgeir, sem alla
tíð síðan hefur verið tengdur kennslu í „Hjálp
í viðlögum“.
Margir nýir kaflar eru í þessari útgáfu. Alfreð
Gíslason læknir skrifar um bráð sjúkdómsein-
kenni og eitranir. Þá er kafli um fæðingarhjálp
í viðlögum, skyndilegt hjartakast og hagræðing
slíks sjúklings þar til næst til læknis.
Talsvert hefur verið aukið við kaflann um lífg-
un; bæði með blástursaðferð og ytra hjarta-
hnoði hvað snertir lesmál, ljósmyndir og teikn-
ingar. Allt stuðlar þetta mjög til aukins nota-
gildis bókarinnar bæði á námskeiðum og til lest-
urs í heimahúsum“.
MEXGIJX,
útgefendur eru Landvernd, landgræðslu- og nátt-
úruverndarsamtök Islands. í þessari bók er að
finna erindi þau, sem flutt voru á ráðstefnu um
mengun, er haldin var í Reykjavík dagana 27.
og 28. febrúar 1971. Má þar nefna m. a. erindi
um gerilmengun í vatni, mengun frá sorpi og
holræsum, mjólkurvörur og mengun, mengun
og atvinnurekstur, reglugerð um heilbrigðiseft-
irlit, eiturefni og mengun o. fl. Bókin kostar
154 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS ----
kr. 300,00 og fæst í skrifstofu Landverndar,
Skólavörðustíg 25, Rvík, en mun einnig komin
í flestar bókaverzlanir.
IXTEXSIV VÁRD,
höfundar: Áke Wáhlin, Lars Westermark, Ansje
van der Vliet. Utgefandi er Almquist & Wiksell
Boktryckeri AB, Uppsala, og er síðasta útgáfa
frá árinu 1971. Fjallar bók þessi um gjörgæzlu-
hjúkrun á mjög greinagóðan hátt, og er óhætt
að mæla með henni.
Hægt er að panta bókina hjá Snæbirni Jónssyni
& Co„ Hafnarstræti 9, Rvík og er verð hennar
kr. 1286,00.
( AIIE OF THK AOI I.T PATIEXTT,
Medical-surgical nursing, höfundar: Dorothy W.
Smith, Carol P. Hanley Germain, Claudia D.
Gips. Utgefandi er J. B. Lippincott Company,
Philadelphia, U.S.A., og er 3. útgáfa bókarinnar
frá árinu 1971.
Hægt er að panta bókina hjá Snæbirni Jónssyni
& Co„ Hafnarstræti 9, Rvík, og er verð henn-
ar kr. 1635,00.
TIIE MEIUJK MAXI'AL
OF IIIAGXOSIS AXB THEIIAPY,
höfundar: Charles E. Lyght, Chester S. Keefer,
Francis D. W. Lukens o. fl. Útgefandi er Merck
Sharp & Dohme Research Laboratories, Pitts-
burgh, West Point, Pensylvania, U.S.A., og er
11. útgáfa frá árinu 1971, Hér er um að ræða
uppsláttarbók í sjúkdómsgreiningum, rannsókn-
um og meðferð.
Hægt er að panta bókina hjá Snæbirni Jónssyni
& Co„ Hafnarstræti 9, Rvík, og er verð henn-
ar kr. 952,00.