Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Side 44

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1972, Side 44
FRÉTTIR og TILKYlllAR CirciAsluáwlliiii ívrir Gjöld: Laun, 2 skrifstofustúlkur.................................... kr. 456.000,00 Húsaleiga, ræsting, rafmagn ................................... — 63.000,00 Póstur og sími................................................. — 50.000,00 Félagsgj. til ICN, SSN o. fl................................... — 40.000,00 Risna, stjórnar-, félagsf. o. fl............................. — 18.000,00 Pappír, prentun, þýð. o. fl. á skrifst......................... — 50.000,00 Endursk., lögfr.aðstoð ........................................ — 40.000,00 Gjaldheimtan .................................................. — 50.000,00 Auglýsingar ................................................... — 18.000,00 Keypt tímarit og bæklingar .................................... — 4.500,00 Hiti, viðhald.................................................. — 25.000,00 Munaðarnes, vextir og afb. lífeyrisl........................... — 56.000,00 Trúnaðarm.ferðast. (nú 29 þús.)................................ — 100.000,00 Ljósritunarv.pappír o. fl...................... 23.000,00 eftirlit 9.100,00 32.100,00 seld ljósritun 4.100,00 — 28.000,00 Endurgr. félagsgj. til deilda .................................. — 40.000,00 Laun formanns HFÍ .............................................. — 20.000,00 Tímarit HFÍ: laun ritstj........................................ — 216.000,00 Lífeyrissjóðsgr. HFÍ ............................................ — 13.000,00 Pappír, prentun, klisiur, póstgj., þýð., ritlaun o. fl. 4 eintök — 640.000,00 Ferð ritstj. til SSN fulltrúaþings.............................. — 34.000,00 Áætlað 7% hækkun árið 1973 ..................................... — 137.000,00 Mismunur, tekjuafgangur ......................................... — 280.000,00 Kr. 2.378.700,00 Aliiicimur íélagsÉiiiMlui' IIFÍ var haldinn mánudaginn 2. október s.l. í Átthagasal Hótel Sögu. Fundarefni: 1. Nýir félagar boðnir velkomnir. 2. Jónas Bjarnason: Þróun í skyndi- hjálparkennslu. Formaður setti fundinn og bauð hinar nýútskrifuðu hjúkrunarkonur velkomnar í félagið, en þær voru 21 að þessu sinni. Er félagatala nú 1149. Þessi samhenti hópur sendi for- stöðukonum Landspítalans og Borg- arspítalans tilkynningu um, að þær muni ekki starfa hjá nefndum sjúkra- húsum, nema launaákvæðum um starfsþjálfunarþrep verði breytt, þar sem nýútskrifaðar hjúkrunarkonur taki strax sjálfstæðar vaktir og þar með sé brostinn grundvöllurinn und- an þessum ákvæðum um launaþrep. Formaður minntist á mál þetta á fundinum og kvaðst skilja afstöðu þeirra. Guðrún Marteinsson flutti ávarp til hinna nýútskrifuðu hjúkrunai'- kvenna, og Jón Oddgeir Jónsson færði þeim að gjöf nýútkomna bók sína „Hjálp í viðlögum". Margir nýir kafl- ar eru í þessari útgáfu. Bókina prýð- ir fjöldi ágætismynda, einkum af hjúkrunarkonum við hin ýmsu hjálp- arstörf. Jónas Bjarnason, er starfar hjá rannsóknarlögreglunni, sýndi fræðslu- mynd um þróun í skyndihjálp, sem aðallega er notuð sem hjálpargagn við kennslu. Myndin var á vegum Rauða kross Islands. Fundi slitið kl. 23.00. Fundinn sóttu 110 félagar. Fricáslufumlir Ilcilsuvorndar- stödvar Itoykjavíkur haustid 11172. Síðari hluti fræðslufunda Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur hófst miðvikudaginn 27. sept. s.l. Verða 12 fyrirlestrar og að síðustu kaffiveitingar. Fundirnir hafa verið mjög vel sótt- ir, en eins og kom fram í frétt um fyrri hluta þeirra í 1. tölublaði Tíma- rits Hjúkrunarfélagsins, eru þeir ætl- aðir hjúkrunarkonum Heilsuverndar- stöðvar Reykjavikur og hjúkrunar- konum, sem starfa við heilsugæzlu í nágrenni Reykjavíkur, einnig er ann- að starfsfólk stöðvarinnar velkomið á þá fundi, sem haldnir eru í stöðinni. Efni fyrirlestra og fyrii'lesarar eru þessir: 1. Bótaréttur einstæðra foreldra: Kjartan Guðnason afgreiðslu- stjóri, Tryggingastofnun ríkisins. 2. Ungbarnavernd: Halldór Hansen læknir, Pálína Sigurjónsdóttir heilsuverndarhjúkrunarkona. 3. Heilsugæzla í skólum: Magnús Þorsteinsson læknir, Bergljót Líndal heilsuverndarhjúkrunar- kona. 4. Sjóngallar hjá börnum: Eiríkur Bjarnason augnlæknir. 5. a) Berklavarnir: dr. Óli Hjalte- sted læknir. b) Mæðravernd: Guðjón Guðna- son læknir. 6. Ellisjúkdómar og vandamál aldr- aði-a: Þór Halldórsson læknir. 7. Tannvernd: Ólafur Höskuldsson tannlæknir. 8. Heyrnarhjálp: Gylfi Baldursson heyrnarfræðingur. 9. Heimsókn í Heyrnleysingjaskól- ann, Öskjuhlíð v/Reykjanesbraut. 10. Kennsla í notkun á loftspelkum og fleira: Ólafur Ingibjörnsson læknir. 11. Heimsókn í Hjartavernd, Lág- múla 9. 12. Húðsjúkdómar og ofnæmi: Sæ- mundur Kjartansson læknir. FranihaldsniYnlfundur. Framhaldsaðalfundur HFÍ var haldinn 15. okt. s.l. í Domus Medica og hófst kl. 14. Fundarefni voru laga- breytingar og önnur mál. Formaður setti fundinn og harm- aði lélega fundarsókn. Á aðalfundi HFÍ 7. maí s.l. gerði formaður grein fyrir þeim breyting- um á lögum félagsins, sem í undir- búningi voru. Síðan voru lögin ásamt breytingartillögum birt í 3. tölubi. Tímarits HFÍ, er út kom í ágústlok, með það fyrir augum að gefa félög- um tækifæri til að kynna sér sem bezt þær breytingar, sem í undirbúningi voru. Formaður innti fundarkonur eftir því, hvort fresta skyldi fundi vegna lítillar þátttöku, en fram komu óskir um að halda fundi áfram og taka lagabreytingarnar fyrir. Lög félags- ins voru því tekin til endurskoðunar og samþykktar ýmsar breytingar á þeim. Félagsgjöld 1973. Samkvæmt samþykkt aðalfundar HFÍ 1971 eru félagsgjöld reiknuð 9% 156 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.