Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 5

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 5
„Þessi jundur hejur verið okkur tilhlökkunarefni,“ sagði Ingi- Toini Nousiainen, jormaður SSN, setti julhrúajundinn. björg Helgadóttir, jormaður HFÍ, er hún bauð jjátttakendur vel- komna til Islands. laust burtu meS ógleymanlegar endurminningar“. Toini ræddi einnig um hlutdeild starfsnefndar SSN að breytt- um og bættum vinnuháttum og kvaðst fagna því aS lengri tími gæfist nú til hópumræSna en ella. „Ég held þetta sé í fyrsta skipti, síSan fulltrúafundirnir hófust og ný lög SSN tóku gildi hér í Reykjavík 1970, sem viS höfum óskipt getað snúið okkur að höfuðviðfangsefni fundarins. AS þessu sinni eru óvenju fá félagsmál sem taka þarf afstöðu til, eins og t. d. lagabreytingar“, sagði formaður SSN, og flutti því næst skýrslu um starfsemi samtakanna sl. ár. Kjell-Henrik Henriksen var tilnefndur fundarstjóri og honum til aðstoðar Gunvor Instebö, bæði frá Noregi. Fréttir frá aðildarfélögunum Menntunar- og kjaramál, aukið ákvörðunarvald, þörf á starfsliði og auknar rannsóknir á sviði hjúkrunar voru greinilega efst á baugi hjá öllum félögunum. I umræSum um menntun hjúkrunarfræSinga kom fram að félögin eru ekki hlynnt því að stutt og ódýr hjúkrunarmenntun leysi skortinn. TaliS er mjög æski- legt að samvinna sjúkrahúsa og almennrar heilsugæslu aukist þannig að ekki myndist gap á milli þessara tveggja liða heilbrigðisþjónustunnar, en það getur kom- ið mjög illa við hinn almenna borgara. Hjúkrunarfé- lögin leggja áherslu á að þjónustan við almenning verði í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru nú til heilsu- gæslu. „ÞaS er ekki nóg að horfa á framfarir á sviði læknavísindanna og dást að þeim. Við þurfum að ann- ast sjúklingana jafn vel eftir aðgerðina og í henni sjálfri. ÞaS er ekki nóg að gefa pillur og skera, um- önnun sjúklinganna eftir aðgerð þarf að vera fullkom- in og framkvæmd af vel menntuðu starfsfólki,“ sagði m. a. formaður danska hjúkrunarfélagsins, Kirsten Stallknecht. Ingibjörg Helgadóttir, formaður HFÍ, upplýsti m. a. að skipuð hefði verið 10 manna nefnd innan BSRB á sl. sumri til þess að vinna að verkfallsréttarmálinu og HFÍ ætti fulltrúa þar. Nefndin hefði ákveðið að efna til funda í aðildarfélögum bandalagsins í þeim tilgangi að kynna málið sem best, kanna hug félagsmanna til þess hvaða leiðir mundu vænlegastar til árangurs, hvort fé- lögin væru reiðubúin til þess að taka sér verkfallsrétt og þá jafnframt hvernig undirbúningi og skipulagn- ingu slíkra aðgerða skyldi hagað. Mörgum hrýs hugur við því að hjúkrunarfræðingar fái verkfallsrétt, en stjórn HFl er því meðmælt og mun hún í samvinnu við BSRB vinna að þessu máli. „Mikill skortur er á hjúkrunarkennurum hér á landi og hefur það auðvitað alvarleg áhrif á menntun hjúkr- unarstéttarinnar og fjölgun. í Hjúkrunarskóla Islands verður t. d. ekki unnt að taka inn 100 nemendur á þessu hausti eins og gert hafði verið ráð fyrir. NauSsynlegt reyndist að fækka þeim niður í 80. Oánægjuraddir hafa heyrst vegna þessa og er ekki að undra þegar skort- ur á hjúkrunarkonum er eins mikill og raun ber vitni. Hjúkrunarnámsbrautin við Háskóla íslands er nú að byrja sitt 3ja ár. Þar verða á næsta vetri u. þ. h. 25 nemendur á 2. og 3. námsári og 22 nýir nemendur hafa TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.