Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 22

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 22
Reynsla ibúa Lovisa í Finnlandi af nýrrí heilbrigðíslöggjöf frá 1972 Frá finnska hjúkrunar- tímaritinu hurst okkur eftirfarandi yrein eftir ritstjóra bltiðsins llta Valkonen. Er þetta 5. grcinin í t/reina- flokknum: Stiirf hjúkrun- arfrteðint/s í strjálhýli. íslenska þýðint/u annaðist Sit/ríður Þorvaldsdóttir heilsuverndarhjúkrunar- frteðint/ur. í aprílbyrjun 1972 gekk í gildi í Finnlandi ný heilbrigðislöggjöf sem sameinaði alla heilsuverndarþjón- ustu á heilsuverndarstöðvar. Við framkvæmd laganna er lögð sérstök áhersla á gildi heilsuverndar utan sjúkrahúsanna og hve mikils virði fyrirbyggjandi heilsuvernd er. Hér- aðssjúkrahúsin urðu legudeildir heilsuverndarstöðvanna en héraðs- læknar og heilsuverndarhjúkrunar- konur urðu starfsfólk stöðvanna. Hér verður sagt frá heilsuverndar- stöðinni í Lovisa, smábæ um 80 km austur frá Helsingfors, í héraðinu Ostra Nyland. Heilbrigðislöggjöfin hefur stórbætt alla heilbrigðisþjón- ustu á svæðinu. Nú er starfrækt göngudeild á sjúkrahúsinu þar sem sjö læknar starfa og er þar stöðug vakt. Aður störfuðu tveir læknar við sjúkrahúsið og ráku þeir einnig eig- in læknastofur. Var því oft læknis- laust á sjúkrahúsinu þegar komið var með sjúklinga. Heilsuverndarstöðin í Lovisa þjón- ar auk Lovisa, hæjunum Lapptrásk, Liljendal, Perná og Strömfors og svæðunum þar umhverfis. Samtals búa á svæðinu 20.539 manns. Sjúkrarúm eru talin 96 í skýrslum, en 75 eru nothæf. Auk þess eru 25 sjúkrarúm í Lapptrásk í gömlu sjúkrahúsi, byggðu úr timbri. Á þeirri deild eru aðallega langlegu- sjúklingar og þar af leiðandi er meðallegutími 135 sólarhringar á móti 13,7 í Lovisa. Áttundi læknir- inn starfar í Lapptrásk. Tveir elstu hlutar sjúkrahússins í Östra Nyland eru að stofni til her- mannaskálar, sem byggðir voru árið 1809, er svíar réðu ríkjum í Finn- landi. Vegna þess hve skálarnir eru gamlir, en þeir eru undir umsjá fornminjanefndar, fást litlar eða engar breytingar gerðar á þeim til nútímahorfs. 1 þá vantar m. a. loft- ræstikerfi, geymslur eru af skornum skammti, hátt er til lofts og gluggar óhentugir. Skálarnir hafa verið tengdir saman með álmum og var önnur byggð 1934 og hin 1955. Við gildistöku nýju laganna þurfti aukið húsnæði. I fæðingardeildinni, sem byggð var 1955, voru aðeins 20 rúm, en húsnæði sem ætlað var starfsfólki var að mestu ónotað. Var því hús- næði breytt, og árið 1973 var komið þar fyrir læknastofum og ýmissi ráð- gefandi starfsemi. Á fjárlögum fyrir árið 1977 er gert ráð fyrir fjárfram- lagi til byggingar fyrir heilsuvernd- arstarfsemi þá sem fram fer utan sjúkrahúsa. Þörf er á auknu húsnæði fyrir gamalt fólk. Margir eru lagðir inn á sjúkrahús eingöngu vegna þess að þá vantar umhirðu. Yngra fólkið hefur svo mikið að gera að það hvorki get- ur eða vill hafa gamalt fólk á heimil- um sínum. Reynt er að útvega þeim sem útskrifast af sjúkrahúsum hjálp. Stundum er hægt að fá hjálp frá ná- grönnum, en heilsuverndarhjúkrun- arkona hefur eftirlit með gamal- mennum í heimahúsum, útvegar heimilishjálp og heimahjúkrun eftir því sem við verður komið. Skortur á elliheimilum er mikið vandamál. Einni deild sjúkrahússins var lok- að í desembermánuði vegna hjúkr- unarkvennaskorts. Við heilsuverndina og sjúkrahúsið eru stöður fyrir 9 deildarhjúkrunar- konur, 25 hjúkrunarkonur, 20 heilsu- verndarhjúkrunarkonur, 28 sjúkra- liða og 9 aðstoðarstúlkur. I janúar voru lausar 3 stöður heilsuverndar- hjúkrunarkvenna og ein staða hjúkr- unarkonu. Einnig staða eins sjúkra- liða í heimahjúkrun og 6 stöður hjúkrunarkvenna á legudeildum. S.l. haust var gerð rannsókn á því hvers vegna 8 hj úkrunarkonur hefðu hætt störfum. I ljós kom að orsak- irnar voru þessar: Ein fékk fæðing- arorlof, 2 fóru til framhaldsnáms, 1 fór að vinna á læknastofu, 1 fór í heimahjúkrun, 2 gerðust hjúkrunar- konur í verksmiðju og 1 flutti burt. Rannsóknin leiddi í Ijós að hjúkr- unarkonurnar vildu fá léttari vinnu, betri vinnutíma og hærri laun. Vegna þess að tvö tungumál eru töluð í Finnlandi er reynt að stuðla að því að starfsfólk kunni bæði tungumálin. Bókleg kennsla á sjúkra- húsinu hefur ekki verið mikil, en reynt er að bæta úr því með flutn- ingi starfsfólks milli deilda. Fyrst í stað var starfsfólkið á móti þessari tilhögun, en í ljós hefur komið að þetta er mjög lærdómsríkt. Starfs- 120 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.