Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 33

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 33
Arsskýrsla Hjúkrunarfélags Islands 1975 Félagar í Hjúkrunarfélagi íslands 1. janúar 1974 ................. 1209 Brautskráðar hjúkrunarkonur frá HSÍ 1974 ......................... 73 Brautskráffar hjúkrunarkonur frá NHS 1974 ......................... 18 Aðrar sem gengu í HFI: (1 ísh, 2 danskar, 1 þýsk) ................ 4 Á árinu létust þrjár hjúkrunarkonur: Ásla Jakobsen 9/5 Sigríður Hrefna Björnsdóttir 22/6 Guðlaug Teitsdóttir 8/11 ............. 3 Úr félaginu gekk vegna búsetu erl. 1 Félagar í HFÍ voru því 1. jan. 1975 1300 Aukaféiagar, nemar í Hjúkrunar- skóla Islands ...................... 265 Heiðursfélagar eru þrjár ísl. hjúkrunar- konur: Sigríður Eiríksdóttir, Anna 0. Johnsen og Bjarney Samúelsdóttir. Erlend- ir heiðursfélagar eru: Margrethe Kruse Danmörku, Kylikki Pohjala, Maj-Lis Jus- lin og Agnes Sinervo Finnlandi og Berthe Helgestad Noregi. Fjórir heiðursfélagar létust á árinu 1974, en þær voru: María Madsen og Elisa- heth With Danmörku og Gerda Höjer og Karen Elvferson Svíþjóð. 1. janúar 1975 voru starfandi á öllu landinu 769 hjúkrunarkonur, en þar af voru 480 í fullu starfi. Þá voru búsettar 93 hjúkrunarkonur er- lendis. 15 voru starfandi á vegum HFI er- lendis um áramót. Á eftirlaun voru komnar 59 og í sveitum iandsins, þar sem ekki er aðstaða til hjúkrunarstarfa, voru búsettar 12 hjúkrunarkonur. Þá eru eftir 352 sem ekki eru skráðar starfandi um áramót en margar þeirra taka aukavaktir og fara í afleysingar á sumrin o. m. fl. Nokkrar hjúkrunarkonur, sem komnar eru á eftirlaun, eru enn starfandi. Stjórn HFÍ var þannig skipuð áriS 1974: María Pétursdóttir, formaður til 1. okt. en þá tók Ingibjörg Helgadóttir við for- mannsstarfinu, Nanna Jónasdóttir, varaformaður, Magdalena Búadóttir, ritari, Sigurveig Sigurðardóttir, vararitari, Margrét Jóhannsdóttir, gjaldkeri, Rögnvaldur Stefánsson, meðstj. Varamenn í stjórn HFÍ: María Gísladóttir, Guðrún Marteinsson, Kristbjörg Þórðardóttir, Unnur Viggósdóttir, Þuríður Backman, Sigrún Hulda Jónsdóttir, Áslaug Björnsdóttir. Vegna fjarveru varamannanna Guðrún- ar Marteinsson og Maríu Gísladóttur, til- nefndi stjórn HFÍ Amalíu Svölu Jónsdótt- ur og Þórunni Sveinbjarnardóttur sem varamenn til aðalfundar 1975. Hjúkrunarkvennaskipti áriS 1974: Ráðnar til starfa á íslandi: Frá Danmörku ...................... 1 — Noregi ...................... 1 — Englandi .................... 1 ísl. hjúkrunarkonur ráðnar til starfa er- lendis: Til Danmerkur .................... 11 — Noregs ........................ 3 — Svíþjóðar ..................... 3 — Englands ...................... 1 ÝMIS FÉLAGSMÁL Félagsfundir - auk aðalfundar - voru 4 á árinu og fjölluðu þeir um menntunar- og kjaramál stéttarinnar. Gefið var út sérstakt fréttabréf í mars um efni þess fundar sem fjallaði um menntunarmálin og er það ýtarleg frá- sögn af fundinum. Stjórn Hjúkrunarfélags Islands hélt alls 26 fundi á árinu, þar af marga fundi með hinum ýmsu nefndum félagsins svo sem fræðslumálanefnd, launamálanefnd, nefndanefnd og trúnaðarmönnum. Fyrsti stjórnarfundur á árinu 1974, sem haldinn var 3. jan. með trúnaðarmönnum, bar þess greinileg merki að allróstusamt hafði verið í félaginu árið áður og að stjórn félagsins hafði verið að því komin að segja af sér, en í fundargerð þessa fyrsta fundar er bókað eftirfarandi yfirlýs- ing stjórnarinnar: „Vegna traustsyfirlýsinga og áskorana frá fjölda hjúkrunarkvenna, fellst stjórn IIFÍ á að starfa áfram fyrst um sinn, enda verði í öllu fylgt félagslögum og félags- fundarsamþykktum og komið verði á traustu og nánu samstarfi trúnaðarmanna, svæða- og sérgreinadeilda og nefnda við stjórn HFI, svo tilgangi félagsins skv. 3. gr. í félagslögunum verði sem best borg- ið.“ Á aðalfundi félagsins í júní lýsti stjórn- in því yfir að samstarf hefði verið hið besta eftir þetta. Á stjórnarfundi þ. 5. apríl gerði María Pétursdóttir grein fyrir því að hún myndi láta af formennsku að afloknum næsta að- alfundi, en á aðalfundi árið 1973 hafði hún verið beðin að gegna embættinu í eitt ár til viðbótar. María varð þó við þeirri ósk stjórnarinnar að sitja áfram, eða til haustsins, er Ingibjörg Helgadóttir kæmi heim, en hún hafði þá gefið kost á sér til formanns. Formannsskiptin urðu 1. október. Þann 26. fehrúar 1974 voru samþykkt á Alþingi ný Hjúkrunarlög - og úr gildi felld lög frá 12. maí 1965. í þessum nýju lögum eru ýmsar nýj- ungar og var að þeim mikill fengur fyrir hjúkrunarstéttina. Samkvæmt Hjúkrunarlögunum var á ár- inu skipað Hjúkrunarráð og eru í því Ingibjörg R. Magnúsdóttir tilnefnd af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, formaður ráðsins, Magdalena J. Búadóttir tilnefnd af HFÍ og Sigurhelga Pálsdóttir tilnefnd af menntamálaráðuneytinu. Hjúkrunarráð vinnur að reglugerðum um TÍMARIT HJÚKRITNARFÉLAGS ÍSLANDS 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.