Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 27

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 27
Prófessor í hjúkrunarkennslu- frœðum heimsœkir ísland Heather Clark, prófessor í hj úkrunarkennslufræðum við Háskólann í Yancouver í Kanada, dvaldist hér í Reykjavík, á vegum WHO um 6 vikna tímabil. Var hún hér á vegum hjúkrunarnámsbrautar Háskóla Islands til að aðstoða við að skipuleggja tilsögn í hjúkr- unarfræðum, verklegum og hóklegum. Til þess að þetta tækist betur voru nokkrir hjúkrunarfræðingar og kenn- arar frá flestum stofnunum í Reykjavík boðnir að taka þátt í námskeiði, sem stóð yfir í 5 vikur og fór þessi kennsla fram í húsnæði Nýja hjúkrunarskólans, Suður- landsbraut 18. Gaf Heather mjög skilmerkilega og mik- ilvæga kennslu í kennsluaðferðum og uppbyggingu hjúkrunarnáms, og var unnið mikið í hópvinnu og að verkefnum sem skýrðu og gerðu þátttakendum ljóst hvernig tilhögun hjúkrunarnáms háskóladeildarinnar er frábrugðið 3ja ára námi í Hjúkrunarskóla Islands. Heather fór til Húsavíkur og Vestmannaeyja til að kanna möguleika á að senda þangað lijúkrunarnema í heilsuverndarnám. Einnig fór hún á Landspítala, Borg- arspítala, Vífilsstaðaspítala, Kleppsspítala og St. Jósefs- spítalann í Reykjavík til að kynna tilhögun við kennslu háskólabrautar, og undirstrika mikilvægi kennslu á deildum undir leiðsögn og í tengslum við hjúkrunar- kennara. Það verður of langt mál hér að skýra nákvæmlega hvað hún kenndi, en skýrsla er væntanleg, og mun út- dráttur úr henni birtast í blaðinu. Undirbúningsnefnd HFÍ v/fulltrúafundar SSN1975 Nefndin var tilnefnd af stjórn HFÍ í febrúar sl. og starfaði markvisst að því að fulltrúafundurinn mætti fara vel og skipulega fram. Nefndin var skipuð eftir- töldum aðilum: Ingibjörg Árnadóttir formaður, Alda Halldórsdóttir ritari, Ingigerður Borg, Sigríður Guðmundsdóttir, Arndís Finnsson, Unnur Rósa Viggósdóttir. Nefndanefnd v/fulltrúafundar HFÍ1976 Á stjórnarfundi IJFÍ 2. október 1975 voru eftirtald- ir hjúkrunarfræðingar tilnefndir í nefndanefnd, en samkv. félagslögum ber stjórn HFI að tilnefna þessa nefndaraðila fimm mánuðum fyrir aðalfund: Kristín Þorsteinsdóttir, deild 9, Kleppsspítala, sími 38160, heima: Iljallabrekku 15, Kópavogi, sími 42047; María Ragnarsdóttir, gjörgæslud. Lsp. síðar sjúkraliðaskól- inn, heima: Vesturbergi 78, sími 72976; Guðrún Sveins- dóttir, Heilsuverndarstöð Rvk. Breiðagerðissk., sími 35820, heima: Holtagerði 42, Kópavogi, sími 44186. Með tillögur um hjúkrunarfræðinga í stjórn, vara- stjórn og nefndir ber að snúa sér til nefndanefndar. Til- lögur skulu hafa horist nefndinni fyrir 20. janúar 1976. Ur stjórn ganga að þessu sinni Nanna Jónasdóttir og Rögnvaldur Stefánsson. Úr varastjórn ganga Kristl)jörg Þórðardóttir og Unnur Rósa Viggósdóttir. Endurkosn- ing er heimil. Samkvæmt félagslögum verður fulltrúafundur HFI á tímabilinu mars-júní. Kjósa skal 2. varaformann, meðstjórnanda og tvo menn í varastjórn. Starfsheitið hjúkrunarfrœðingur Hjúkrunarfélag 'lslands sendi launagreiðendum, hjúkrunarforstjórum og svæðis- og sérgreina- deildum innan Hjúkrunarfélags Islands eftirfar- andi bréf, dags. 4. september sl. Stjórn Hjúkrunarfélags Islands vekur athygli á því, að á síðasta Alþingi voru samþykkt lög er veita hjúkr- unarkonum og hjúkrunarmönnum rétt til þess að nota starfsheitið „hjúkrunarfræðingur“. Heimilt er þó að nota fyrri starfsheiti áfram. Stjórnin mælist eindregið til þess að heitið hjúkrun- arfræðingur verði framvegis notað í stöðuauglýsing- um, á launaseðlum og vinnuskýrslum og yfirleitt alls- staðar þar sem starfsheiti hjúkrunarstéltarinnar þarf að koma fram. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Hjúkrunarfélags Islands Ingibjörg Helgadóttir formaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.