Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Qupperneq 27

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Qupperneq 27
Prófessor í hjúkrunarkennslu- frœðum heimsœkir ísland Heather Clark, prófessor í hj úkrunarkennslufræðum við Háskólann í Yancouver í Kanada, dvaldist hér í Reykjavík, á vegum WHO um 6 vikna tímabil. Var hún hér á vegum hjúkrunarnámsbrautar Háskóla Islands til að aðstoða við að skipuleggja tilsögn í hjúkr- unarfræðum, verklegum og hóklegum. Til þess að þetta tækist betur voru nokkrir hjúkrunarfræðingar og kenn- arar frá flestum stofnunum í Reykjavík boðnir að taka þátt í námskeiði, sem stóð yfir í 5 vikur og fór þessi kennsla fram í húsnæði Nýja hjúkrunarskólans, Suður- landsbraut 18. Gaf Heather mjög skilmerkilega og mik- ilvæga kennslu í kennsluaðferðum og uppbyggingu hjúkrunarnáms, og var unnið mikið í hópvinnu og að verkefnum sem skýrðu og gerðu þátttakendum ljóst hvernig tilhögun hjúkrunarnáms háskóladeildarinnar er frábrugðið 3ja ára námi í Hjúkrunarskóla Islands. Heather fór til Húsavíkur og Vestmannaeyja til að kanna möguleika á að senda þangað lijúkrunarnema í heilsuverndarnám. Einnig fór hún á Landspítala, Borg- arspítala, Vífilsstaðaspítala, Kleppsspítala og St. Jósefs- spítalann í Reykjavík til að kynna tilhögun við kennslu háskólabrautar, og undirstrika mikilvægi kennslu á deildum undir leiðsögn og í tengslum við hjúkrunar- kennara. Það verður of langt mál hér að skýra nákvæmlega hvað hún kenndi, en skýrsla er væntanleg, og mun út- dráttur úr henni birtast í blaðinu. Undirbúningsnefnd HFÍ v/fulltrúafundar SSN1975 Nefndin var tilnefnd af stjórn HFÍ í febrúar sl. og starfaði markvisst að því að fulltrúafundurinn mætti fara vel og skipulega fram. Nefndin var skipuð eftir- töldum aðilum: Ingibjörg Árnadóttir formaður, Alda Halldórsdóttir ritari, Ingigerður Borg, Sigríður Guðmundsdóttir, Arndís Finnsson, Unnur Rósa Viggósdóttir. Nefndanefnd v/fulltrúafundar HFÍ1976 Á stjórnarfundi IJFÍ 2. október 1975 voru eftirtald- ir hjúkrunarfræðingar tilnefndir í nefndanefnd, en samkv. félagslögum ber stjórn HFI að tilnefna þessa nefndaraðila fimm mánuðum fyrir aðalfund: Kristín Þorsteinsdóttir, deild 9, Kleppsspítala, sími 38160, heima: Iljallabrekku 15, Kópavogi, sími 42047; María Ragnarsdóttir, gjörgæslud. Lsp. síðar sjúkraliðaskól- inn, heima: Vesturbergi 78, sími 72976; Guðrún Sveins- dóttir, Heilsuverndarstöð Rvk. Breiðagerðissk., sími 35820, heima: Holtagerði 42, Kópavogi, sími 44186. Með tillögur um hjúkrunarfræðinga í stjórn, vara- stjórn og nefndir ber að snúa sér til nefndanefndar. Til- lögur skulu hafa horist nefndinni fyrir 20. janúar 1976. Ur stjórn ganga að þessu sinni Nanna Jónasdóttir og Rögnvaldur Stefánsson. Úr varastjórn ganga Kristl)jörg Þórðardóttir og Unnur Rósa Viggósdóttir. Endurkosn- ing er heimil. Samkvæmt félagslögum verður fulltrúafundur HFI á tímabilinu mars-júní. Kjósa skal 2. varaformann, meðstjórnanda og tvo menn í varastjórn. Starfsheitið hjúkrunarfrœðingur Hjúkrunarfélag 'lslands sendi launagreiðendum, hjúkrunarforstjórum og svæðis- og sérgreina- deildum innan Hjúkrunarfélags Islands eftirfar- andi bréf, dags. 4. september sl. Stjórn Hjúkrunarfélags Islands vekur athygli á því, að á síðasta Alþingi voru samþykkt lög er veita hjúkr- unarkonum og hjúkrunarmönnum rétt til þess að nota starfsheitið „hjúkrunarfræðingur“. Heimilt er þó að nota fyrri starfsheiti áfram. Stjórnin mælist eindregið til þess að heitið hjúkrun- arfræðingur verði framvegis notað í stöðuauglýsing- um, á launaseðlum og vinnuskýrslum og yfirleitt alls- staðar þar sem starfsheiti hjúkrunarstéltarinnar þarf að koma fram. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Hjúkrunarfélags Islands Ingibjörg Helgadóttir formaður

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.