Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 34

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1975, Blaðsíða 34
sérfræðileyfi fyrir hjúkrunarkonur og hef- ur þar haft samvinnu við fulltrúa hinna ýmsu sérgreinadeilda HFI. Tillaga á Alþingi þess efnis að heitið „hjúkrunarfræðingur" verði lögverndað fyrir hjúkrunarkonur og -menn var ekki af- greidd á s. 1. ári en vonir standa til að það verði nú á yfirstandandi þingi. Vegna ráðninga læknastúdenta til „hjúkrunarstarfa" á sjúkrastofnunum barst stjórninni bréf frá Kennaradeild félagsins, þar sem skorað er á stjórnina að taka mál- ið til athugunar. Er greint frá þessu í Tímariti HFI, 4. tbl. 1974. Eins og þar kemur einnig fram, hafði stjórnin haft afskipti af málinu áður og hafði verið haldinn fundur með for- stöðukonum sjúkrahúsa, þar sem samþykkt var að forstöðukonur beittu sér fyrir því að ekki yrðu aðrir ráðnir til hjúkrunar- starfa en þeir sem til þess hefðu leyfi skv. lögum. Vegna ákvæðis í kjarasamningum Starfsstúlknafélagsins Sóknar við Ríkis- spítalana um að komið verði á námskeið- um fyrir starfsstúlkur er vinna við heim- ilishjúkrun, barnagæslu og hjúkrun aldr- aðra og vangefinna, þá taldi stjórn HFI rétt að gera athugasemdir varðandi þetta ákvæði og sendi bréf dags. 2. júlí til heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytisins þar að lútandi. Var bréfið birt í Tímariti HFÍ, 3. tbl. 1974. Menntunarmál voru mikið rædd innan félagsins á s.l. ári. Þann 5. apríl var samþykkt á stjórnar- fundi tillaga stjórnar HFI um menntun- armál hjúkrunarstéttarinnar þar sem m. a. er mörkuð sú stefna að allt hjúkrunarnám eigi að fara á háskólastig og það svo fljótt sem unnt er. Var tillagan send nefnd þeirri er starf- ar á vegum menntamálaráðuneytisins að endurskoðun á gildandi löggjöf um hjúkr- unarnám. Stjórn Reykjavíkurdeildarinnar lýsti stuðningi sínum við tillöguna. Tillag- an var birt í Tímariti HFÍ, 2. tbl. 1974. Þann 2. desember var samþykkt á stjórn- arfundi að senda bréf tii menntamáiaráðu- neytisins þar sem þess var óskað að sem ailra fyrst yrðu skapaðir möguleikar hér á iandi til framhaldsmenntunar í hinum ýmsu greinum hjúkrunar - og var í bréf- inu lýst stuðningi við þá hugmynd að nýta Nýja hjúkrunarskólann í þeim tii- gangi. - Bréf þetta birtist í Tímariti HFÍ, 1. thl. 1975. Launamál voru eðlilega ofarlega á haugi s.l. ár, en á árinu var gengið frá gerð kjarasamninga á milli HFI og fjármála- ráðherra, HFÍ og Reykjavíkurborgar og á milli HFI og fjármálaráðherra og heil- hrigðismáiaráðherra fyrir hjúkrunarkonur við heilsugæslustöðvar. Gildistími samn- inganna er frá 1. jan. 1974 til 30. júní 1976. Mikillar óánægju hafði gætt hjá hjúkr- unarkonum með kaup og kjör og höfðu fjölda margar sagt upp störfum áður en samningar tókust og ríkti því mikil óvissa innan stofnana vegna yfirvofandi hjúkrun- arkvennaleysis. Uppsagnir voru allar dregn- ar til baka eftir undirskrift samninga. Allir kjarasamningar hafa verið birtir i málgagni félagsins. Nokkur ágreiningur hefur orðið á milii Hjúkrunarfélags Islands og launagreið- enda um túlkun ýmissa ákvæða kjara- samninganna og hefur það kostað mikla vinnu, bæði á skrifstofu félagsins og fyrir stjórnaraðila við að reyna að leysa úr þessum málum. Hefur félagið í mörgum tilvikum einnig notið aðstoðar BSRB. I nóvember var sent bréf frá Hjúkrunar- félagi íslands til Trúnaðarráðs Trygginga- stofnunar ríkisins þar sem farið var fram á það að tekin yrði til athugunar og úr- lausnar trygginga- og iaunamál hjúkrunar- kvenna sem aðstoða við sjúkraflutninga. Styrkurinn frá SSN-þinginu, sem haldið var hér í Reykjavík 1970, var veittur árið 1974 og hlaut hann Gréta Aðalsteinsdóttir hjúkrunarkona sem fór til hjúkrunarkenn- aranáms í Noregi. I mars tilkynnti Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, stjórn HFI að „Stofnendasjóð- ur“ gæfi félaginu kr. 50.000 til styrktar hjúkrunarkonu sem færi utan og kynnti sér málefni aldraðra. Stjórnin samþykkti svo að bæta við þessa upphæð fé því sem kom inn á flóa- markaði og árshátíð félagsins. Engin hjúkrunarkona sótti um þennan styrk á árinu 1974. Hjúkrunarfélag Islands hlaut á árinu kr. 50.000 úr styrktarsjóði Guðrúnar Hall- dórsdóttur og Sigurðar Guðmundssonar. Akvað stjórn félagsins að upphæðin yrði lögð í minningarsjóð Hans Adolfs Hjart- arsonar, náms- og ferðasjóð HFI. Sigrún Þorsteinsdóttir skurðstofuhjúkr- unarkona hlaut styrk úr þeim sjóði árið 1974. Þrjár nýjar deildir voru stofnaðar innan félagsins á árinu. Tvær svæðisdeildir, Suð- urnesjadeild og Suðurlandsdeild, og ein sérgreinadeild, Deild hjúkrunarkvenna með ljósmæðramenntun. Að vanda sóttu fulltrúar frá HFI árleg- an fulltrúafund SSN og var hann að þessu sinni haldinn í Danmörku. Frá fundinum hefur verið sagt í Tímariti HFI. Akveðið var að næsti fulltrúafundur SSN yrði haldinn hér í Reykjavík í sept. 1975. LÍFEYRISSJÓÐUR HFÍ Stjórn Lífeyrissjóðs HFI hélt 4 fundi á árinu. Veitt voru lán að upphæð krónur 30.337.000 til 54 einstaklinga. Samþykkt var að vextir hækkuðu til samræmis við aðra lífeyrissjóði þannig að vextir eru nú, uns annað verður ákveðið, 14% af almenn- urn lánum til sjóðfélaga, en 16% af kvðta- lánum með sjálfsskuldaráhyrgð ríkissjóðs og 17% af öðrum kvótalánum, nema annað sé sérstaklega samþykkt. Stjórn Lífeyrissjóðsins skipa: Jón Thors deildarstjóri, formaður, Ólafur Ólafsson landlæknir og Ingibjörg Helgadóttir for- maður HFI, en hún sat fyrsta fund sinn í sjóðsstjórn í október 1974. NÁM - NÁMSFERÐIR I september 1974 fór Guðrún Marteins- son til tveggja ára náms við The Univer- sity of Manchester. Fékk Guðrún styrk frá WHO. María Pétursdóttir fékk einnig WHO-styrk til að kynna sér hjúkrunar- skólastjórn og var hún í Canada 3 mánuði. Helga Daníelsdóttir fór til Statens Helse- sösterskole í Oslo til heilsuverndarnáms, en Hanna Kolhrún Jónsdóttir og Ragnheiður Þorgrímsdóttir luku námi þaðan á árinu. Gréta Aðalsteinsdóttir og Sigrún Jónatans- dóttir luku hjúkrunarkennaranámi í Oslo. Sigurlín Gunnarsdóttir og Ingibjörg Helga- dóttir luku framhaldsnámi, Sigurlín í spít- alastjórn í Danmörku og Ingibjörg í geð- hjúkrun í Skotlandi. Lilja Harðardöttir fór í námsferð til Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands og kynnti sér slysavarðstof- ur. Sigrún Hulda Jónsdóttir sótti námskeið í barnahjúkrun í Englandi og Nanna Frið- geirsdóttir kynnti sér nýjungar á sviði röntgenhjúkrunar, einnig í Englandi. Þá fór Margrét Gústafsdóttir til Englands í gjörgæslunám. Danskur hjúkrunarkennari, Anni Lind- höj, var hér í námsferð frá 3.-18. maí. Bjó hún í Hjúkrunarskóla Islands. Þá var hér danskur hjúkrunarnemi á ferð í ágúst og sá hjúkrunarnemafélagið um dvöl hans. Tvær danskar, ásamt norskri hjúkrunar- konu, kynntu sér námsbraut í hjúkrunar- fræðum við Háskóla Islands, eftir að þær sátu hér þing „Nordisk Federation for Medicinsk undervisning" í byrjun október. 128 TÍMARIT HJÚKRIJNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.