Ráðunautafundur - 11.02.1978, Blaðsíða 16
8
var komið í 11.1% árið 1970/71. Á s.l. verðlagsári nam
þetta hlutfall um 5 %. Á txmabilinu 1961/62 til 1974/75
nam þetta hlutfall fyrir nautgripaafurðir tæplega 8% að
meðaltali.
Fyrir sauðfjárafurðir voru útflutningsbætur verðlags-
árið 1961/62 6.7% af heildarverðmæti. Þetta hlutfall fór
hækkandi árlega fram til 1968/69 í 21.7% en féll úr því
fram til 1971/72 í 6,9%. Sxðan hefur það farið hækkandi og
mun hafa numið um 24 % s.l. verðlagsár. Að meðaltali námu
útflutningsbætur á sauðfjárafurðir tæplega 13% af heildarverð-
mæti sauðfjárafurða fyrir verðlagsárin 1961/62 til 1974/75.
Tekjur bændanna.
Svo sem ég nefndi £ upphafi þessa erindis er óhjákvæmi-
legt að miklu máli skipti um atvinnurekstur og uppbyggingu
hans hverjar tekjur hann gefur, einkum þegar um er að ræða
fjölskyldurekstur eins og í landbúnaði. I lögum um framleiðslu-
ráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á land-
búnaðarvörum o.fl. eru sem kunnugt ákvæði er segja að söluverð
landbúnaðarvara á innlendum markaði skuli miðast við það að
heildartekjur þeirra er landbúnað stunda, verði í sem nánustu
samræmi viö tekjur annarra vinnandi stétta. Þessi ákvæði hafa
verið í gildi síðan 1947 í þessum lögum.
Það er augljóst að heildarframleiðslukostnaður land-
búnaðarafurðanna þ.e. laun, fjármagnskostnaður og rekstrar-
vörur og þjónusta, þarf að vera rétt metinn hverju sinni svo
þessu ákvæði sé fullnægt og jafnframt þurfa bændur að fá það
verð fyrir afurðirnar sem .þeim er ætlað. Þær umræður sem farið
hafa fram um tekjulega stöðu landbúnaðarins hafa byggt á ákaf-
lega hæpnum grundvelli að mínu mati. Tölur um grúttótekjur
stétta hafa þar verið lagðar til grundvallar svo sem kunnugt
er. Ég ætla ekki að fjölyrða um þær niðurstöður, en vil þó
drepa á eitt atriði sem sýnir ljóslega veikleika þessa grund-
vallar. Árið 1972 var með lögum heimilað að reikna svokallaða
óbeina fyrningu til frádráttar tekjum. Þetta átti að verða og
varð í rauntilaö bæta hag bænda en þýðir skv. áðurnefndri
statistik um tekjusamanburð, að tekjur þeirra fóru lækkandi.