Ráðunautafundur - 11.02.1978, Blaðsíða 88
80
RAÐUNAUTAFUNDUR 1978.
RÆKTUN JTSÆÐIS
Magnús ðskarsson,
Bændaskólanum á Hvanneyri.
A íslandi eru ræktaöar kartöflur á 900-1000 ha ár-
lega. 1 góöum árum getur uppskeran oröiö 14000-15000
tonn. Ef reiknaö er meö aö notaö sé 1,6 tonn af útsæði
í ha, þá eru sett niður um 1500 tonn af útsæöi árlega.
Fjögur til fimmhundruð kartöflubændur, þ.e. menn, sem
selja kartöflur, setja niður um 1000 tonn. I minnst
15000 heimilisgarða eru sett niður um 500 tonn af út-
sæöi. Af því útsæöi sem sett er niður í landinu eru
13-17% fengin hjá Grænmetisverslun landbúnaðarins, eöa
200-250 tonn (Eðvald B. Malmquist, 1977).
Ariö 1977 var uppruni útsæðisins sem Grænmetisverslun
landbúnaöarins seldi þessi:
135,4 tonn íslenskt stofnútsæöi (B)
42,6 tonn annað innlent útsæði
42,0 tonn hollenskt útsæöi (Bintje)
220,0 tonn samtals
(Jóhann Jónasson, 1977 a).
Ræktun stofnútsæöis fer fram í Eyjafiröi. A-stofn-
útsæöi er ræktað aö Ashóli í Grýtubakkahreppi, en ræktun
B-stofnútsæðis fer fram á 11 stööum. Þeir sem rækta B-
stofnútsæöi hafa fengið 35% hærra verö fyrir kartöflurnar
en greitt hefur veriö fyrir I-verðflokk matarkartaflna
og fyrir A-stofnútsæöi hefur verið greitt helmingi hærra
verð en fyrir I-verðflokk (Jóhann Jonasson, 1977 b).
Ræktun A og B stofnútsæðis er frábrugöin annarri kartöflu •
rcektun aö því leyti, að farið er um kartöflugarðana á
meðan á ræktun stendur og fjarlægðar þær kartöfluplöntur
sem sýna einkenni um sjúkdóma. Grænmetisverslun land-