Ráðunautafundur - 11.02.1978, Blaðsíða 86
78
Heilbrigðisástand C var greinilega lakara en hjá A og
B, bæði í sjálfu útsæðinu og á vaxtartímanum. Ötsæði C
spíraði greinilega hægar en A og B og var það sérstaklega
áberandi í Gullauga. Þegar litið er á uppskerutölurnar
sést gífurlegur munur. Gullauga frá C hefur gefið um
30-40% minni uppskeru en A og B, og Rauðar íslenskar frá
C um 20-25% minni uppskeru. Ef miðað er við söluhæfa vöru
verður munurinn ennþá meiri. í tilrauninni í Þykkvabæ er
meir en helmingi minni uppskera í Gullauga frá C en frá
A, sé miðað við söluhæfa vöru (yfir 25gr.).
Það ætti að vera öllum ljést, af því er á undan er
sagt, að brýn nauðsyn er á, að strangt eftirlit sé haft
með ræktun og sölu útsæðis í landinu. Gott og heilbrigt
útsæði er nauðsynlegur grundvöllur, sem verður aö tryggja,
ef við eigum að gera okkur vonir um meiri og betri kart-
öflurækt £ landinu. Ef við náum ekki tökum á útsæðis-
ræktinni, getum við alveg eins strax gefið upp á bátinn
baráttuna við ýmsa mikilvægustu skaðvalda kartöflunnar.
Kartöfluræktendur verða líka að hafa aðgang að útsæði,
sem þeir geta treyst, því annars geta þeir ekki notfært
sér sáðskipti til að bæta heilbrigðisástand ræktunarinnar
og eiga sífellt á hættu að fá nýja skaðvalda til sín.
Ekki er þar með sagt, að ekkert hafi verið gert til að
tryggja heilbrigt útsæði. Árið 1948 héfst ræktun stofn-
útsæðis £ Eyjafirði á vegum Grænmetisverslunar r£kisins og
undir eftirliti Atvinnudeildar Háskólans og hefur henni
verið haldið áfram til þessa dags. Arangurinn hefur
orðið sá, að fengist hefur útsæði, sem telja má heil-
brigðara og uppskerumeira en það, sem kartöfluræktendur
hér sunnanlands hafa getað ræktað sjálfir. Það er hins
vegar ljést, að núverandi fyrirkomulag stofnræktar er ekki
til frambúðar og eru þegar farnir að koma fram gallar á
þv£.