Ráðunautafundur - 11.02.1978, Blaðsíða 80
7 2
RAÐUNAUTAFUNDUR 1978.
Otsæði og sjOkdömar.
Sigurgeir ðlafsson,
Rannsóknastofnun landbúnaÖarins.
Andstætt flestum öðrum nytjaplöntum, er kartöflunni
ekki fjölgaö meö fræjum, heldur með hnýöum, sem í rauninni
er hluti stöngulsins. Þar sem hér er um ókynjaða fjölgun
að ræða, innihalda hnýðin sömu erfðaeiginleika og móður-
plantan. Flest ræktuð afbrigði eru til orðin vegna
kynjaðrar æxlunar og kynlausrar fjölgunar á afkvæminu. í
slíkum tilfellum er breytileikinn lítill sem enginn innan
afbrigðis og líkurnar á því, að stökkbreytingar auki breyti-
leikann, eru mjög litlar.
Hins vegar getur verið mikill breytileiki innan gamalla
afbrigða. í mörgum tilfellum hafa þau aldrei verið vel af-
mörkuð afbrigði og í sumum tilfellum hafa jafnvel fleiri
afbrigði blandast saman við gegnum árin. í slíkum til-
fellum getur úrval á einstaklingum og fjölgun þeirra gefið
stofna, sem hafa öðruvísi eiginleika, en afbrigðið í heild,
eins og ðlafsrauður er dæmi um. Þau afbrigði, sem hér eru
mest ræktuð, Rauðar íslenskar og Gullauga, eru bæði gömul
afbrigði, þar sem breytileiki er innan afbrigða og þar sem
úrval getur bætt afbrigðin.
Það hefur oft sýnt sig, að útsæði af sama afbrigði,
en framleitt á mismunandi stöðum, hefur gefið misjafna
uppskeru. Þannig hefur það sýnt sig, að útsæði framleitt
á norðlægum slóðum, hefur gefið meiri uppskeru á suðlægari
slóðum en útsæði framleitt á staðnum. Það eru fyrst og
fremst 2 atriði, sem geta skýrt uppskerumun eftir ræktunar-
stað útsæðis. Algengasta orsökin er án efa mismunandi
smitum ýmissa sjúkdóma, en staðsetningin (vaxtartími, dag-
lengd, hitastig) getur einnig orsakað mismun í lífeðlis-