Ráðunautafundur - 11.02.1978, Blaðsíða 29
21
hefur fyrir raungildi annara markmiöa.
Tekjur bsenda lægri en stefnt er aö. Aðgeröir til þess að
hækka tekjur bænda geta verið háðar framleiöslumagni og
þá oftast framboÖsörfandi eða óháöar, t.d. bein framlög
og styrkir án nokkurra bindinga. Aðgeröir, sem eru háðar
framleiðslumagni, geta miðað að auknúm brúttótekjum,
annaðhvort á verð- eða magnhlið framleiðslunnar án þess aö
kostnaöur aukist, eða stefnt að lækkuðum kostnaði að
óbreyttri framleiðslu. Hið seinna virðist í fljótu bragði
fýsilegt þegar framboð búsafurða er nægilega mikið.
Hverjir eru stærstu kostnaðarliðirnir? Samkvæmt verðlags-
grundvelli er vinnan stærsti liðurinn, um 57% af fram-
leiðslukostnaði. Aðrir helstu kostnaðarliðir eru kjarn-
fóður og tilbúinn áburður, sem báðir eru álitnir hafa háa
jaðarframleiðni, og því óljóst hvort unnt er að halda uppi
fullri framleiðslu ef þeir eru skornir niður.
IV Lokaorð.
Það sem her hefur verið hripaö niður er mjög almenns
eðlis. Stuðst er við helstu markmið og leiðir, sem hæst
bera í búnaðarstefnum á Vesturlöndum frá stríðslokum.
Búnaðarstefnur eru hluti af heildarstefnumótun þjóðfelags-
ins og nátengdar byggðastefnu, næringar- og matvælastefnu,
stefnu ríkisvaldsins í tekjutilfærslum milli einstaklinga
og atvinnuvega o.s.frv.
Ekki er lagt mat á gildi einstakra atriða, enda er
pistill þessi hugsaður sem umræðugrundvöllur um viðhorf
í íslenskum búnaðarstefnum.