Ráðunautafundur - 11.02.1978, Blaðsíða 82
74
1. Kartöfluhnúðormur (Globodera (=Heterodera) rostochiensis
og G. (H.) pallida). Þetta dýr er sennilega hættulegasta
skaðdýrið í kartöflum við okkar aðstæður. Hnúðormurinn
finnst í mörgum görðum á suðvesturhorni landsins (einkum
Selfossi, Eyrarbakka, Keflavík og Reykjavík). Á árunum
1953-1962 fannst hann víða um land og er því hætta á,
að lifandi smit sá enn til víða. Þar sem ekkert hefur
verið gert síðustu 10-15 ár til að hefta útbreiðslu hans,
er hætt við, að hann sé nú kominn víðar en okkur er
kunnugt um. Látið Rannsóknastofnun landbúnaðarins vita
um alla fundarstaði. Aldrei má láta útsæði frá þeim
garði, sem hnúðormur er í.
2. Hrukkutíglaveiki kemur fram þegar X- og Y-vírus finnast
í sömu plöntu. X-vírus er einn vægasti kartöfluvírusinn,
en hann berst svo auðveldlega milli plantna, að hann jafn-
framt er einn sá algengasti. Þeir kartöfluvírusar, sem
mestu tjóni valda, berast milli plantna með blaðlúsum,
en þar sem við erum að mestu laus við þær blaðlýs, sem
aðallega bera vírusa, þurfum við fyrst og fremst að hafa
áhyggjur af þeim, sem eru óháðir blaðlúsum og þá einkum
X-vírus.
X-vírus berst með útsæðinu en berst einnig milli
plantna í garðinum þegar þær slást saman eða þegar
gengið eða ekið er um garðinn. Vegna þess hversu auð-
veldlega vírusinn berst um, getur smitun náð mjög háu
stigi og er ekki óalgengt, að afbrigði sáu 100% smituð.
1 sumum afbrigðum sjást engin einkenni, þótt plönturnar
sáu smitaðar, en í öðrum sást greinileg tíglaveiki.
X-vírus dregur úr uppskeru, mest þar sem greinileg
einkenni sjást og minnst, þar sem ekkert sást. Upp-
skerutap hefur erlendis mælst frá 0 og upp í 50%.
Hins vegar dregur hrukkutíglaveiki mikið úr uppskeru.
Vírusar lifa ekki í jarðveginum, en smit getur lifað af
veturinn í kartöflum, sem verða eftir og lifa af. Það er
því útsæðið, sem breiðir út vírussjúkdóma hár á landi.