Ráðunautafundur - 15.02.1987, Qupperneq 19
-11-
áburð. En sauðfé sem æti uppskeruna eins og hún reyndist af 7. lið, gæti
einmitt lagt frá sér um 10/tonn/ha af taði að launum fyrir fóðrið.
Það gerir tilraunina marktækari en ella, að mildir og kaldir vetur skiptust
á þennan áratug. Þannig hefur vetrarhiti fyrr á öldinni aðeins fjórum
sinnum verið lægri en hann var 1981, -0,9 stig.
Helstu niðurstöður
Taflan hér á eftir sýnir samanlagða uppskeru úr 1. og 2. slætti, í kg/ha
af þurrefni. Það kom í ljós, að af þeim liðum, sem fengu búfjáráburð,
fékkst vaxandi uppskera ár frá ári, í samanburði við aðra liði. Þetta má
eflaust þakka eftirverkunum sauðataðsins. En til þess að þær rugli ekki
niðurstöður að öðru leyti, er leiðrétt fyrir þessu í tveimur síðustu
dálkum, þannig að fyrir hvert ár sem við bætist, eru 230 kg/ha dregin frá,'
þó þannig, að meðaltal 10 ára er látið halda sér. Þær tölur eru svo not-
aðar í reikningum sem á eftir fara.
3. tafla. Samanlögð uppskera í 1. og 2. slætti , kg/ha af þurrefni
Ár Öleiðrétt uppskera Leiðrétt
1 2 3 4 5 6 7 5 6
1977 4771 5506 5738 6121 3339 4296 ' 5089 4374 5331
1978 6969 8004 8179 9057 6698 6966 6901 7503 7771
1979 4168 4937 5157 5125 3502 5466 5408 4077 6041
1980 5073 6340 6631 7398 5237 5973 5482 5582 6318
1981 4557 5560 6294 6334 4838 6553 6100 4953 6668
1982 4646 4939 4545 4683 5345 4544 4671 5230 4429
1983 4398 4897 5379 5424 5227 5899 4835 4882 5554
1984 5424 5874 6526 7438 6344 7255 5893 5769 6680
1985 6554 7236 7334 7644 6982 7226 6701 6177 6421
1986 5808 6124 6477 6512 6217 6991 4902 5182 5956
Með 5237 5942 6226 6574 5373 6117 5598 5373 6117
Hér á eftireru sýndar títi aðhvarfslíkingar, sem lýsa því hvernig til hafi
tekist að tempra uppskeruna í 6. og 7. lið, þannig að eftir hlýja vetur
væri dregið úr henni með takmörkun áburðar, í samanburði við kalda vetur.
U-|, U^, U3 Qs.f, er uppskeran af 1. lið, 2. lið, 3. lið osf. V er vetr-
arhiti, en r er fylgni, því meiri sem samhengið er marktækara. Hver
líking byggist á 10 talnapörum, einu fyrir hvert ár. Það er talan fyrir
framan V sem segir til um breytingu uppskeru í 6. og 7. lið fyrir hverja
viðbótargráðu í vetrarhita. Það má telja, að sú breyting sé framkölluð
með áburði. Ef tekin eru með aðeins þau tilfelli, sem marktækust eru,
fylgni meiri en 0,70, verður talan við V að meðaltali -730 kg/ha á gráðu.
Það er árangurinn af áburðartemprun í 6. og 7. lið.