Svava - 01.11.1898, Qupperneq 7
MYNDUM FJALLANNA
199
Lækkun sjávarkofnsins, aðrensli og fylling lægðar-
innar veldur og öflugum þiýstingi nær því láréttum, að
eins lítið eitt lröllum upp á við, inn að meginlandinu.
f'rýstingur þessi myndar appalachisku hrukkurnar. Hann
er mestur á svæðinu milli 500 og 1600 rasta frá sjávar-
ströndinni, og þar af leiðandi eru flest fjöll á þessu svæði.
Þrýstingurinn og umhrotin í jarðskurninu, sem hann
veldur, koma á stað miklum liita, einkum í neðri jarðlög-
unum, sem gerir skiljanlega. ummyndun fjallefnanna 1
steinkristalla, gegnvætingu þeirra af vatnsgufu og gosi
bráðinna fjallefna. Fyrir því eru flest eldfjöll langs með
ströndum meginlandanna. Eldfjöllin eru að eins yfir-
borðs-fyrirhrigði, sem einnig stafa af þrýstingnum.
I öllum heimsálfum eru flestar fjallmyndanir bundn-
ar við ákveðin jarðfræðistímabil.
Eldri jarðfræðin áleit að fellingarnar og hrukkurn-
ar hafi náð í gegnum alt jarðskurnið. Sú skoðun er
nú úr gildi gengin. Felllngarnar og hrukkurnar, sem
mynda fjallaklasa heimsins, eiga sér að «ins stað á yfir-
borði jarðskurnsins; þær eru að eins yfirborðs-dlbrigði
er ná skamt ofan í jarðskurnið, en undir þeim er að lík-
indum deigkent fjallefni í hálf-bráðnu ásigkomulagi.
Þetta er í fám orðum nú verandi kenning um
myndun fjallanna.