Svava - 01.11.1898, Blaðsíða 26

Svava - 01.11.1898, Blaðsíða 26
218 LEO TOLSTOI. nokkurs, er var gyðinguv að ætt, en liafði tekið kristna trú. Ættingar hans skoðuðu hjónahand þetta seiu hneyxli; en þrátt fyrir það hefir hjónahand þeirra verið ánægjulegt. Konan hans her takmarkalausa virðing fyr- ir nianni sínum, og lienni er það þakknð, að fjárhagur Tolstoi’s er ekki verri en hann or, þrátt fyrir ýms af- káraleg fyrirtæki, er ha nn hefir ráðist í. Skáldsögur þær, er Tolstoi re.it hin fyrstu lijúskap- arár sín, grundvölluðu til fullnustu frægð hans, um leið og þær urðu honum stór auðsuppspretta. Þá er hörn þeirra lijóna tóku að stálpast, fdkk kona hans því til leiðar komið, að hann flutti sig til Moskwa, svo þau gætu náð í mentun, en þvernauðugt var honum það. Hann hafði það sameiginlegt við marga hændur, að liafa bölvun á stórbæjum. Þá er hér var komið sögunni, hafði Tolstoi geng- ið í gegnum mjög alvarlegan, andlegan sjúkleik. Hann hafði búið á óðalseign sinni og haft alt, er dauðlegur rnaður getur óskað eftir af þessa lieims gæð- um: hraustan líkama, óðöl og auð, hús ákjósanlegt, skemtileg og gáfuð hörn, fagra konu, er unni lionum hugástum, og skáldfrægð, er að verðugu hur nafn lians um allan hinn mentaða heim. Og þó leið þessi maður slíkar andlegar kvalir, að hanu varð alvarlega að hafa

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.