Svava - 01.09.1902, Qupperneq 26

Svava - 01.09.1902, Qupperneq 26
128 SVAVA F,3. liið mikla íshaf. Á leið sinni liöfðu þeir veitt töluvert af lax og skotið nokkui' moskusdýr, en alt fyrir það, voru nú vistabirgðir þeirra mjög rýrar. Nú voru þeir um 384 mílur frá Fort Enterprise; og meira en þriðja hlutann af þessari vegalengd,höfðu þeir orðið að draga léttibátana og farangurinn. En þrátt fyrir allan þann tíma, sem ferð- in til þessa hafði tekið þá, og allar þær hörmungar, or þeir höfðu orðið að þola, og allar þcer hættur sem þejm liöfðu mætt, þá voru þeir nú ekki komuir lengra áleiðis, en ú þann stað, sem upphaflega var áformað, að þeir byrj- uðu rannsókuir sínar. Eftir að þeir höfðu hvílt s:g í nokkra daga við ár- mynnið, lögðu þeir ú stað austur með ströndinni á tveim bátum, og höfðu með sér vistir til 15 daga. Fyrstu fjéra daganagekk t'erðin vel. Þeir héldu með landi fram,fundu töluverðan jurtagróða, og urðu lítið varir viðís. En á fimtíi degi ráku þeir sig á ísfláka og urðu ísteftir í marga dnga. Ströndin fór nú líka að verða hrjóstugri og snauðari af jurtalífl. Nokkrir menn voru sendir á land,og hepa- aðist þeim að veiða nokkur dýr, og auka ineð því vista- forða sinu. Strax og tækifæri gafst,héldu þeir Franklín áfram ferð sinni. Þeir höfðu vonast eftir, að þegar þeir kæmu austur fyrir Kater-höfðann, myudu þeir fiuna Skrrelingja-bygð, en sú varð ekki reyndin. Landið var

x

Svava

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.