Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Blaðsíða 6
6 Fréttir Helgarblað 11.–14. mars 2016
SJÓNMÆLINGAR
LINSUR • GLERAUGU
Skólavörðustígur 2 • 101 Reykjavík
Sími: 511 2500 • www.gleraugad.is
Lásu um milljónagreiðslu
til 66°Norður í fjölmiðlum
n Félag forstjóra Sjóklæðagerðarinnar dæmt til að greiða 86 milljónir króna
E
inkahlutafélag sem Helgi
Rúnar Óskarsson, forstjóri
66°Norður, er í forsvari fyrir
var í síðustu viku dæmt til
að greiða sjóðastýringar
fyrirtækinu Stefni, dótturfélagi
Arion banka, 86 milljónir króna
ásamt dráttarvöxtum. Héraðsdóm
ur Reykjavíkur staðfesti þá að SÍA
I, framtakssjóður í stýringu Stefnis,
ætti rétt á viðbótargreiðslu vegna
327 milljóna króna leiðréttingar á
gengistryggðum lánum fatafram
leiðandans. Starfsmenn Stefnis
fréttu af leiðréttingunni í fjölmiðlum
rúmu ári eftir að félag Helga keypti
SÍA I út úr eigendahópi 66°Norður.
Greiddi 582 milljónir
Ágreining Stefnis og einkahluta
félagsins Hróss má rekja til kaupa
samlagshlutafélagsins SF II á 51%
hlut í 66°Norður (Sjóklæðagerðinni
hf.) í júní 2011. Á þeim tíma átti
SÍA I alls 74% hlut í SF II en Hrós
hin 26%. Félögin tvö keyptu 51% í
fataframleiðandanum af félaginu
Egus Inc. sem var skráð á Tortóla á
Bresku Jómfrúaeyjunum og í eigu
Sigurjóns Sighvatssonar, fjárfestis
og kvikmyndaframleiðanda. Helgi
Rúnar hafði þá starfað sem for
stjóri 66°Norður í fjóra mánuði. Á
meðal sjóðfélaga SÍA I voru margir
af stærstu lífeyrissjóðum landsins.
Samkvæmt dómi héraðsdóms
urðu erfiðleikar í samstarfi eigenda
SF II til þess að Hrós keypti SÍA I
út úr félaginu í mars 2012. Kaup
verðið nam 582 milljónum króna en
66°Norður var á þeim tíma metið á
1,5 milljarða króna. Í kaupsamn
ingnum var ákvæði um að verðið
gæti hækkað kæmi til leiðréttinga á
lánssamningum fataframleiðand
ans. Færi svo ætti sjóður Stefnis rétt
á viðbótargreiðslu sem næmi 37%
af ávinningi 66°Norður, eftir að tek
ið væri tillit til kröfu sem Egus átti á
SF II vegna samningsins í júní 2011.
Í október 2014 greindi Viðskipta
blaðið frá því að 66° Norður hefði
fengið 327 milljónir króna vegna
leiðréttingar á ólögmætu gengis
tryggðu láni. Í dómi héraðsdóms
segir að starfsmenn Stefnis hafi í
kjölfar fréttaumfjöllunar aflað sér
ársreiknings 66°Norður fyrir árið
2013 og þá uppgötvað að eigandi
Hróss hefði ekki upplýst sjóða
stýringarfyrirtækið um greiðsluna
„þrátt fyrir að hafa mátt vera kunn
ugt um hana í tæpt heilt ár“.
Vildi afslátt
Krafa SÍA I fyrir héraðsdómi hljóð
aði upp á 113 milljónir króna auk
dráttarvaxta. Þar var einnig tekin
fyrir stefna Hróss, sem héraðsdómur
sýknaði SÍA I af, um að félagið ætti
rétt á afslætti upp á 136 milljónir
af kaupverðinu í mars 2012. Hin
keyptu hlutabréf hafi verið seld með
„leyndum göllum“ eins og endurá
kvörðun tekjuskatts að fjárhæð 211
milljóna króna sem 66°Norður þurfti
síðar að greiða vegna meints ólög
mæts samruna frá árinu 2005. Fé
lagið hafi þar að auki þurft að greiða
183 milljónir vegna dómsmáls sem
Halldór Gunnar Eyjólfsson, fyrrver
andi forstjóri fataframleiðandans,
höfðaði gegn fyrirtækinu og vann í
Hæstarétti í september 2014.
Stjórnendur Stefnis höfn
uðu gagnkröfunni og sögðu að
forsvarsmönnum Hróss hefði átt að
vera fullkunnugt um að málin tvö
gætu komið upp. Helga Rúnari hafi
átt að vera vel kunnugt um skatta
mál 66°Norður þar sem hann hafi
verið forstjóri fyrirtækisins í rúmt
ár þegar kaupin í mars 2012 gengu
í gegn.
Óvíst með áfrýjun
Helgi Rúnar sagðist í samtali við DV
ekki hafa fengið tækifæri til að ræða
niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur
við lögmann sinn þar sem forstjór
inn væri staddur erlendis. Af þeim
sökum hefði ákvörðun um hvort
málinu verði áfrýjað ekki verið tekin.
Samkvæmt nýjasta ársreikningi
Hróss, sem er fyrir árið 2012, var
Helgi Rúnar í lok þess árs eini hlut
hafi félagsins. 66°Norður er sam
kvæmt fyrirtækjaskrá Ríkisskatt
stjóra í dag alfarið í eigu BH Holding
ehf. sem er aftur í eigu Hróss. n
Forstjóri 66°Norður Helgi
Rúnar Óskarsson og eiginkona
hans, Bjarney Harðardóttir, eru
einu stjórnarmenn Hróss ehf.
sem var í síðustu viku dæmt til
að greiða sjóðastýringarfyrir-
tækinu Stefni 86 milljónir króna.
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Neitaði að
gefa sýni
Um kvöldmatarleytið á miðviku
dag stöðvaði lögreglan ökumann
á Reykjanesbraut, við Ikea. Sá
mældist á 139 km/klst en leyfileg
ur hámarkshraði þar er 80 km/
klst. Ökumaðurinn var í kjölfarið
færður á lögreglustöð, þar sem
varðstjóri svipti hann ökuréttind
um. Aðfaranótt fimmtudags var
annar ökumaður stöðvaður á
Sæbraut, við Holtagarða, vegna
gruns um ölvun við akstur. Hann
var svo færður á lögreglustöð, þar
sem hjúkrunarfræðingur kom til
að taka blóðsýni fyrir rannsókn
málsins. Maðurinn neitaði hins
vegar að gefa öndunarsýni og
þvagsýni og var því sviptur öku
réttindum til bráðabirgða.
Setti fíkniefna-
auglýsingu í
rangan hóp
Fíkniefnasali sem reyndi að koma
fíkniefnum í verð á Facebook
virðist hafa hlaupið á sig og skráð
auglýsinguna í rangan hóp. Við
komandi kallar sig Hr Keflavík
og virðist hafa að freistað þess að
koma fíkniefnum í verð í hópnum
Keflavík og Keflvíkingar.
„Veraldarvefurinn getur verið
varasamur. Því fékk þessi fíkni
efnasölumaður að kynnast í gær.
En það er þekkt að aðilar sem
stunda það að selja fíkniefni nota
samfélagsmiðla oft til þess og þá
oftast undir dulnefnum. Eins og sjá
má á þessari mynd þá setti þessi
sölumaður auglýsingu á Facebook
í gær. En hann var það óheppinn
að setja þetta inn á ranga síðu, eins
og sjá má og setti hann símanúm
erið sitt við færsluna. Það er ekki
gott fyrir hann en mjög gott fyrir
okkur,“ segir lögreglan á Suður
nesjum á Facebooksíðu sinni.
Lögreglan vill einnig nota
tækifærið og benda foreldrum á
að fylgjast vel með þessum sam
félagsmiðlum og gefa því gaum
hvort börnin séu að vingast við
einstaklinga sem þau ekki þekkja
og eru klárlega með falskan að
gang. „En nóg af þessu nú förum
við í það að finna þennan sölu
mann,“ segir lögreglan.