Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Side 10
10 Fréttir Helgarblað 11.–14. mars 2016
» Loftsíur
» Smurolíusíur
» Eldsneytissíur
» Kælivatnssíur
» Glussasíur
Baldwin® hefur sérhæft sig í
smur-, loft- og hráolíusíum.
Við bjóðum upp á Baldwin® síur í
flestar gerðir þungavinnu- og sjóvéla á
hagstæðum verðum.
Verkstæði og viðgerðarþjónusta
Aðalsmerki Bætis er verkstæðið og
viðgerðarþjónustan.
Á verkstæði okkar erum við með öll tæki
til endurbyggingar á allt að 1750 hestafla
vélum.
Túrbínur
Bætir ehf. býður upp
á viðgerðarþjónustu
fyrir flestar gerðir
túrbína. Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík
Glötuðu tækifærinu til
að réttlæta arðgreiðslur
n Sjóvá og VÍS lækkuðu arðgreiðslurnar n Stjórnendurnir gagnrýndir fyrir þögn
A
llt í einu þegar sviðsljósið fell-
ur á tryggingafélögin, og öll
þjóðin hefur áhuga á að læra
eitthvað um þau, þá gefa þau
sviðið eftir til annarra. Það
er óheppilegt og dapurlegt. Þetta var
tækifæri sem ég held því miður að fé-
lögin hafi glatað með því að stíga ekki
sterkar fram,“ segir Stefán Broddi Guð-
jónsson, forstöðumaður greiningar-
deildar Arion banka, aðspurður um
skoðun hans á viðleitni stjórnenda
VÍS, Sjóvár og TM til að svara fyrir arð-
greiðslutillögur félaganna sem greint
var frá í síðasta mánuði.
Tillögurnar vöktu mikla athygli en
einnig sú staðreynd að stjórnendur
fyrirtækisins hafi, í ljósi mikillar um-
ræðu og gagnrýni á ráðstafanirnar,
ákveðið að tjá sig ekki opinberlega um
þær. Fjölmiðlum eins og DV, Morgun-
blaðinu og RÚV hefur til að mynda
ekki tekist að ná í Herdísi Dröfn Fjeld-
sted, stjórnarformann VÍS, eða Sig-
rúnu Rögnu Ólafsdóttur, forstjóra
félagsins, þrátt fyrir margítrekaðar til-
raunir.
„Mér finnst alveg ljóst að VÍS hefði
sem dæmi þurft að útskýra sína arð-
greiðslu miklu betur. Tryggingarekstur
er býsna flókinn, þetta er flókin starf-
semi, og það eru ekki margir sem gefa
sér tíma til að setja sig vel inn í hana.
Þetta er þjónusta sem þú vilt hafa í
lagi og borga sanngjarnt verð fyrir.
Þetta hefði verið kjörið tækifæri fyrir
tryggingafélögin að útskýra sig og gefa
almenningi færi á að kynnast því út á
hvað rekstur þeirra gengur og á hvaða
forsendum fjárfestar hafi fjárfest í
þeim og hvað ræður afkomu og arð-
greiðslum til framtíðar,“ segir Stefán.
Harðlega gagnrýnd
VÍS tilkynnti um arðgreiðslutillögu
stjórnar sinnar 24. febrúar síðast-
liðinn. Í tilkynningu félagsins um
uppgjör þess vegna 2015 kom fram að
afkoma VÍS var jákvæð um 2,1 millj-
arð króna. Arðgreiðsla til hluthafa
yrði fimm milljarða króna, eða rúm-
lega tvöfalt hærri en hagnaður fé-
lagsins. Sjóvá hafði rúmri viku áður
kynnt hagnað upp á 657 milljónir
vegna ársins í fyrra og boðað 3,1 millj-
arðs króna arðgreiðslu til hluthafa.
TM leggur til við aðalfund félagsins
að eigendum þess verði greiddir 1,5
milljarðar í arð en það skilaði 2,8 millj-
arða hagnaði í fyrra. Samanlagt ætl-
uðu því stærstu tryggingafélögin þrjú
að greiða hluthöfum sínum 9,6 millj-
arða króna í arð.
Áformin voru harðlega gagnrýnd,
meðal annars af ráðherrum, þing-
mönnum og Ólafíu B. Rafnsdóttur,
formanni VR, annars vegar og Runólfi
Ólafssyni, formanni Félags íslenskra
bifreiðaeigenda (FÍB), hins vegar.
Stjórnendur stærsta einstaka hluthafa
VÍS, Lífeyrissjóðs verzlunarmanna,
vildu í kjölfarið ekki styðja óbreytt-
ar tillögur stjórnar tryggingafélagsins
um fimm milljarða króna arðgreiðsl-
una. Herdís Dröfn Fjeldsted situr í
stjórn VÍS sem fulltrúi lífeyrissjóðsins.
Gáfu eftir
Sjóvá tilkynnti í gær, fimmtudag,
að stjórn félagsins hefði samþykkt
breytingartillögu um að arðgreiðsla
þess yrði lækkuð í 657 milljónir. Það
væri gert í ljósi viðbragða við fyrri tillögu
og „yfirstandandi orðsporsáhættu“.
„Sjóvá gaf eftir með þessari tillögu.
Þetta er eina áhættan sem þú tekur tillit
til, það er orðsporsáhætta, þú vilt ekki
fara fram með eitthvað sem þú telur að
skaði samband þitt við viðskiptavini.
Það er niðurstaða þeirra,“ segir Stefán.
Stjórn VÍS tilkynnti nokkrum
klukkutímum síðar um ákvörðun sína
um að fara sömu leið og Sjóvá. Arð-
greiðsla félagsins yrði lækkuð úr fimm
milljörðum í tæpan 2,1 milljarð, eða
sem nemur hagnaði síðasta árs, til að
vernda orðspor fyrirtækisins. Hluta-
bréf VÍS lækkuðu um 3,75% í Kaup-
höll Íslands í gær, fimmtudag, og Sjó-
vár fóru niður um 3,9%.
„Varðandi VÍS þá saknar maður
þess að félagið hafi ekki skýrt
frá hugsuninni á bak við þessar
arðgreiðslur því markmið félagsins
er að búa sér til sem hagkvæmasta
fjármagnsskipan. Það þýðir það að
það sé ekki meira fjármagn bundið
í félaginu en þörf er á. Eftir því sem
fjármagnsskipanin er hagkvæmari
því mun minni kröfu þarftu að
gera á arðsemi af tryggingarekstri.
Það er til hagsbóta fyrir alla aðila
að fjármagnsskipanin sé sem
hagkvæmust en það má ekki vera á
kostnað áhættu. Það er þetta jafnvægi
sem verið er að leita að og VÍS og hin
tryggingafélögin hafa því miður ekki
útskýrt nógu vel.“ n
Kostnaðurinn við sérfræðiaðstoð Jóhönnu
n Ríflega áttatíu einstaklingar og lögaðilar fengu greiðslur n Hæsta upphæðin rúmar 26 milljónir
F
orsætisráðuneytið hefur birt
upplýsingar um tilfallinn
kostnað vegna kaupa á sér-
fræðiþjónustu ráðuneytis-
ins á árunum 2010, 2011 og 2012.
Svarið er skriflegt og er það tilkom-
ið vegna fyrirspurnar Willums Þórs
Þórssonar, alþingismanns Fram-
sóknarflokksins. Fyrirspurnin tók
bæði til ráðgjafar og einnig kynn-
ingarstarfa.
Ítarlega hefur verið gerð grein
fyrir sambærilegum greiðslum í tíð
ríkisstjórnarinnar sem sat árin áður
en vinstri stjórnin tók við völdum.
Nú hefur verið fyllt að hluta upp
í eyðuna varðandi þessar upp-
lýsingar. Fyrirspurn Willums tók
til allra ráðuneyta en í gær hafði
einungis forsætisráðuneytið svarað
fyrirspurninni.
Á níunda tug einstaklinga og
lögaðila fengu greiðslur frá for-
sætisráðuneytinu, sem þá var stýrt
af Jóhönnu Sigurðardóttur, á um-
ræddu tímabili fyrir sérfræðiþjón-
ustu. Ef fyrst er horft til einstaklinga
þá kemur í ljós að hæstu greiðslurn-
ar fóru til eftirfarandi aðila:
Björn Georg Björnsson: Vinna
vegna hátíðahalda á afmælishá-
tíð Jóns Sigurðssonar, 11.235.000
kr. Róbert Spanó: Vinna fyrir vist-
heimilanefnd o.fl., 7.132.736 kr.
Arndís Ósk Jónsdóttir: Ýmis ráð-
gjöf, 2.380.819 kr. Sigurður Ármann
Snævarr: Ráðgjöf vegna efnahags-
mála, 2.173.569 kr. Sigurbjörg Sig-
urgeirsdóttir: Vinna fyrir nefnd
vegna undirbúnings á heildarend-
urskoðun laga um Stjórnarráð Ís-
lands, 1.992.000 kr. Gunnar Helgi
Kristinsson: Ráðgjöf um viðbrögð
við skýrslu RNA, 1.940.000 kr.
Önnur nöfn, sem vekja athygli
og eru þekkt, eru: Elsa Þorkelsdótt-
ir, eiginkona seðlabankastjóra, sem
fékk greiddar 384 þúsund krónur
vegna ráðgjafar í mannauðsmál-
um. Gylfi Magnússon, fyrrverandi
ráðherra, fékk 288 þúsund vegna
vinnu við þingsályktunartillögu.
Jón Þórisson fékk 132 þúsund krón-
ur í tengslum við afmælishátíð Jóns
Sigurðssonar og Bryndís Hlöðvers-
dóttir sem fékk 81.000 kr. fyrir
vinnu í tengslum við ráðgjöf vegna
skýrslu RNA. Þórólfur Matthíasson
prófessor fékk greiddar 50 þúsund
krónur vegna skýrsluskrifa.
Hæstu greiðslurnar fóru til lög-
aðila og þar bera höfuð og herðar
yfir aðra: Espectus, sem fékk rúmar
26 milljónir króna fyrir vinnu vegna
sóknaráætlunar 2020, og Ráðgjafa-
fyrirtæki McKinsey, sem fékk rúm-
ar 20 milljónir vegna vinnu við
samráðsvettvang um leið Íslands til
aukinnar hagsældar. n
Ráðgjafi Gunnar Helgi fékk greiddar
tæpar 2 milljónir króna vegna ráðgjafar um
viðbrögð við skýrslu RNA.
Sjö milljónir Róbert Spanó vann fyrir
vistheimilanefnd og fékk rúmar sjö milljónir
króna. Mynd ÁSGeiR M. einaRSSon
Ráðgjafi Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir fékk
tæpar 2 milljónir króna fyrir vinnu fyrir
forsætisráðuneytið.
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
dapurlegt Stefán Broddi segir dapurlegt hvernig VÍS, Sjóvá og TM hafi ekki stigið fram
með afgerandi hætti og útskýrt ástæður þess að þau vildu greiða samtals 9,6 milljarða
króna í arð. DV hefur ekki náð tali af Herdísi Dröfn Fjeldsted, stjórnarformanni VÍS, þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir. Mynd BeRnHaRd KRiStinn inGiMundaRSon