Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Qupperneq 12
12 Fréttir Helgarblað 11.–14. mars 2016 5 5 2 - 6 0 6 0 H efði umdeilt frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráð- herra um náttúrupassa orðið að lögum og fyrir- hugað gjald vegna hans innheimt á síðasta ári hefðu allt að 1.000 til 1.600 milljóna króna skilað sér til verndunar náttúru Íslands og nauðsynlegrar uppbyggingar, viðhalds og verndunar ferða- mannastaða. Íslenska ríkið varð af ríflega 4,3 milljónum króna hvern dag í fyrra sem ekki var tekið gjald af ferðamönnum líkt og kveðið var á um að reynt yrði að gera í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnar Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Síðan Ragnheiður Elín Árna- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa á Alþingi í janúar 2015 hefur málið dagað uppi og ráðherra sjálfur viðurkennt að það sé fullreynt að hugmyndir um náttúrupassa verði að lögum og ákveðið að leita annarra leiða. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að þeir erlendu ferða- menn sem orðnir væru 18 ára þyrftu að afla sér náttúrupassa til að heim- sækja ferðamannastað sem ætti að- ild að passanum gegn 1.500 króna gjaldi. Átti passinn að gilda í þrjú ár. 500 krónur hefðu lagst á Íslendinga á ári. Stóðu vonir til að náttúrupass- inn myndi afla 3–5 milljarða króna á þremur árum í tekjur, og áttu 85–90 prósent tekna að koma frá erlend- um ferðamönnum. Miðað við þessa upphæð má gera ráð fyrir að náttúrupassinn hefði átt að skila 1–1,6 milljarða króna tekj- um á ári. Eða um 2,7–4,3 milljóna króna á dag sem meðal annars hefði verið varið í að takast á við mikinn fjölda ferðamanna í náttúru Íslands. Nú þegar þriðji mánuður ársins 2016 er hafinn og um þrír mánuðir eru til sumars þar sem stefnir í enn eitt metárið í fjölda ferðamanna til Íslands, er gagnrýnt að lítið bóli enn á þeim leiðum sem leita átti til að leysa hinn sjálfdauða náttúrupassa af hólmi. Allir sem DV hefur rætt við eru sammála um að eitthvað þurfi að gera, og burtséð frá hvað mönn- um finnst um náttúrupassann, þá er ljóst að þjóðfélagið verður af millj- ónum króna á hverjum degi sem líður og engar aðrar sambærilegar eða betri leiðir eru innleiddar. DV óskaði eftir viðtali við Ragnheiði Elínu Árnadóttur vegna málsins en án árangurs. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Náttúrupassi hefði skilað milljörðum en biðin eftir betri leið getur valdið óbætanlegu tjóni, segir þingmaður „Þetta er eins og leikhús fáránleikans K arl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins, sagði í pistli á Eyjunni á dögunum að það stefndi í algjört öngþveiti á ferðamannastöð- um og að athafnaleysið í málaflokknum myndi að óbreyttu valda „óbætanlegu tjóni á náttúru lands- ins, þar sem átroðningur og skipulagsleysi verður í öndvegi.“ Þau tíðindi að Stjórnstöð ferðamála, sem Ragnheiður Elín veitir formennsku, ætli að leggja hundruð milljóna í að bæta öryggi á ferðamanna- stöðum komi of seint að mati Karls. „Hlutur sem hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu. Því miður þurfti dauðsföll til. En á sama tíma hafa engar nýjar tillögur litið dagsins ljós varðandi gjaldtöku á ferðamanna- stöðum. Þetta er eins og leikhús fárán- leikans.“ Karl hafði sömuleiðis látið hafa eftir sér í viðtölum að hann velti fyrir sér hvort Framsóknarflokkurinn þyrfti að taka af skarið og leggja fram frum- varp um málið, því það þoldi enga bið. Í samtali við DV kveðst hann standa við þau ummæli. „Ég er enn þeirrar skoðunar að það verði að fara að taka á gjaldtökumálum varðandi ferða- mannastaði, það er gríðarlega brýnt, og ríkisstjórn- inni hefur ekki auðnast að leggja fram frumvarp í þá veru á þessum þremur árum sem liðin eru og ég tel það einboðið að við verðum að finna sáttaleið sem yrði þá mjög líklega eins konar millivegur milli komugjalda og gistináttaskatts. Ég hef trú á því að það væri hægt að ná sátt um slíka leið.“ En bent hefur verið á að hugmyndir um komu- gjöld kunni að stangast á við Schengen-samkomu- lagið og séu því ófær leið. Karl segir menn ekki sammála um það. „Ég held að við gætum komist upp með það með ákveðnum breytingum og far- ið fram hjá þeim reglum. Menn segja að þetta sé ekki eins lokað og ráðherra vildi vera að láta.“ Karl segir að menn geti velt fyrir sér hversu miklum tekjum þjóðfélagið verði af með því að samþykkja ekki komugjöld. Þó að þau væru ekki nema 100, 500 eða 1.000 krónur jafnvel. „Ég sá útreikninga í þá veru á dögunum og það eru gígantískar upphæðir.“ Þingmaður Framsóknar skýtur á ráðherra samstarfsflokksins í ríkisstjórn Óbætanlegt tjÓn Verðum af milljónum króna á hverjum degi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.