Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Side 17
Helgarblað 11.–14. mars 2016 Umræða 17 „bestseller“. Og út kom meistaraverk- ið um Guðföðurinn, og þarf ekki taka það fram að hún gerði hann að marg- földum milljarðamæringi. Það er líka merkilegt að hann sjálfur, þótt hann væri af ítölskum uppruna, hafði ekki mikla persónulega reynslu eða kynni af mafíunni; sjálfur gamli Vito Cor- leone, upphaflegi Guðfaðirinn, sem Marlon Brando leikur svo listilega, mun í talsmáta og sem persónuleiki vera byggður á móður höfundarins Mario Puzo, en hún var einstæð og mikil „mama grande“, eins og menn geta þá séð. Sikiley og sameinuð Ítalía Það er líka áhugavert fyrir unnendur kvikmyndanna og þessarar miklu sögu um Guðföðurinn að kynna sér bakgrunninn, sögu Mafíunnar. Ég er með bók sem heitir „Cosa nostra – A history of the Sicilian Mafia“ og er eftir John Dickie. Þar má sjá að tilurð mafíunnar tengist á sinn hátt sameiningu Ítalíu á nítjándu öld, en undir forystu hins fræga Garibaldi sameinuðust um 1860 ólík ríki á Ítalíu skaganum ásamt Sikiley í stór- ríkið eins og við þekkjum það í dag. Sikiley hafði þá öldum saman tilheyrt öðrum ríkjum eða verið á áhrifa- svæði þeirra; þar höfðu Frakkar vað- ið uppi og Arabar og tungumálið sem talað var þar á eyjunni þegar hún lenti undir stjórn ríkisins sem hafði Róm að höfuðborg var gjöró- líkt því sem við köllum ítölsku. Og Sikileyingar áttu því ekki að venjast að fólk sem talaði þá framandi tungu væri að ráðskast með þeirra hagi, og þeir gerðu harla lítið með tilskipan- ir sem einhverjir útlendingar norður á Ítalíu voru að reyna að troða upp á þá. Og sama gilti um sýslumenn, lög- reglu- og skattstjóra sem var verið að siga á þá af framandi yfirvöldum, og fór fyrir sumum þeirra svipað og sænska biskupnum og ribbaldan- um Jóni Gerrekssyni sem okkur Ís- lendingum var forðum sendur en var svo settur í poka og drekkt í Brúará hér syðra. „Sterkur leiðtogi“ Það var semsé skortur á yfir- eða miðstjórnarvaldi sem gerði það að verkum að stórbændur og aðrir guð- feður á Sikiley gátu farið sínu fram eins og smákóngar. Og við bættist að nú rann upp mikil efnahagsleg gullöld þar á eyjunni; þar fundust miklar magnesíumnámur, sem skil- uðu gífurlegum tekjum en léku reyndar umhverfið grátt. Að auki var á Sikiley ræktað mikið af sítrus- ávöxtum, og með nýrri tækni gufu- skipa með kælikerfi í lestum opnuð- ust nýir markaðir fyrir þessa ávexti; Evrópubúar og Bandaríkjamenn urðu að fá sítrónur, og læm út í ginið sitt. Svo peningar flæddu um Sikiley. Og slíku ástandi fylgir gjarnan Sturl- ungaöld, eins og við þekkjum frá okkar þrettándu öld. Á löglausum tímum koma gjarnan upp hugmynd- ir eða kröfur um „sterkan leiðtoga“ svona svipað og Putin hefur tekist að verða hjá Rússum og kannski hefur verið hugmynd landa vorra til forna um að gangast undir Noregskonung. Á miðstjórn hins ítalska ríkisvalds sem sat í Rómaborg var lítið hlust- að víða í hinu víðlenda ríki, en þó allra minnst í Palermo og Corleone á Sikiley. Í þannig pólitísku ástandi fara „sterkir foringjar“ gjarnan að láta á sér kræla, og bjóða sig fram til forystu, og það gerðist einmitt á Ítal- íu snemma á tuttugustu öld. Einn þeirra var sá sem fékk viðurnefnið „Il Duce“ en hét eins og menn vita Ben- ito Mússúlíni, og hann og hans póli- tíska hreyfing, fasistarnir, sögðust ætla að koma skikki á héraðshöfð- ingja og glæpamenn Sikileyjar, og þannig staða; átti Mússúlíni ekki síst slíkum hetjuorðum og svardögum það að þakka að hann náði kjöri sem yfirvald allrar Ítalíu, þegar komið var fram á þriðja áratug tuttugustu aldar. Reyndar ætlaði hann til að byrja með að vingast við mafíósana á Sikiley og nota styrk þeirra og sambönd til að púkka undir eigin stöðu, en þegar hann kom í fyrsta sinn til Sikileyjar umkringdur her og lögreglu hallaði voldugasti guðfaðirinn á eyjunni sér að honum og sagði: „hvað ertu að gera með allt þetta lið, þú veist að hérna er það ég sem ræð hvort þú heldur lífi“. Og Il Duce skildi hótun- ina og var fljótur að pilla sér burt. Og svo fór að hann hóf mikið stríð gegn mafíunni, sem varð til þess að margir úr því liði fluttust til Ameríku. Og það er einmitt í því róti öllu sem hinn ungi Vito Corleone er látinn koma til New York í Godfather nr. 2, en eins og flestir muna er það Robert De Niro sem túlkar hann á yngri árum í þeirri mynd. Það var semsé vegna þessara stríða mafíósanna á Sikiley við Mússúlíni sem þeir urðu svarn- ir andstæðingar hans, en merkilegt nokk þá fengu þeir á sig dálítið fram- sækið orð fyrir að vera andfasistar, sem er í ljósi þessa kannski nokkuð ofmælt um glæpasamtökin. Innskot um Robert De Niro Reyndar er líklega enginn betri í að leika mafíósa en nefndur ítalskættaði leikari frá Manhattan; auk The God- father má minna á stórkostlegan leik hans í „Analyze this“-myndunum, og í „The Untouchables“ stelur hann eiginlega senunni í aukahlutverki sem Al Capone. Hann er hins vegar ekki alinn upp innan um mafíósa – öðru nær. Ég man eftir viðtali við íslensku myndlistarkonuna frægu Louisu Matthíasdóttur, sem lengst af bjó í New York ásamt eiginmanni sín- um sem einnig málaði. Viðtalið var tekið á heimili þeirra í fjölbýlishúsi á Manhattan, og það barst í tal að þar í húsinu byggju fleiri listmálarar. Og þá sagði Louisa eitthvað á þessa leið: „Já, það má nefna að hjónin í íbúð- inni hérna á ganginum beint á móti mála bæði. Það var yfirleitt opið á milli, og strákurinn þeirra hann Bobby, hann kom oft hingað inn til okkar þegar hann var krakki. Nú er hann víst orðinn frægur í kvikmynd- um.“ „Hvað heitir þetta fólk?“ var þá spurt. „Þau heita De Niro,“ svaraði þá Louisa Matthíasdóttir. Upplagt inventar í góða epík Af einhverjum ástæðum eru þessir ítölsku mafíósar alveg upplagt inventar í mikla epík og áhrifamiklar sögur, enda bækur og bíómyndir um þá legíó. Kannski er það meðal annars að þakka undarlegri blöndu af siðlausum glæpum en jafnframt furðu sterkum innri siðaboðum; fjöl- skyldusamheldni, vináttu og tryggð. Þetta tóku Ítalirnir með sér vestur um haf, þar sem þeir settust að í New York og víðar. Þar í mannhafinu lentu þeir í bland við aðrar litríkar þjóðir eins og Íra, sem einnig eru kaþólskir en þó á einhvern hátt ger- ólíkir, enda var samkomulag þjóðar- brotanna oft fremur stirt. Í einni af bestu mafíusögunum, Sopranos- sjónvarpsþáttunum, gerist það að einn af traustustu liðsmönnum Tony Soprano verður fyrir skoti og er fluttur helsærður á spítala. Vinirnir sitja að sjálfsögðu hjá honum við sjúkrabeðinn, og verða vitni að því að hann deyr en er lífgaður við aftur, með stuðtækjum. Þegar hann kemst loks til meðvitundar eru þeir spennt- ir að heyra hvernig lífsreynsla það sé að deyja, og hann upplýsir að hann hafi farið til helvítis. „Og hvernig var þar umhorfs?“ spyrja vinirnir. „Þar er írskur pöbb,“ sagði mafíósinn, „og þar er alltaf St. Patrick's day.“ Það er einnar messu virði að ná sér myndirnar um Guðföðurinn, og allar hinar kvikmyndirnar og bækurnar. n „Á löglausum tímum koma gjarnan upp hugmyndir eða kröfur um „sterkan leiðtoga“ svona svipað og Putin hefur tekist að verða hjá Rússum og kannski hefur verið hug- mynd landa vorra til forna um að gangast undir Noregskonung. Robert De Niro „Reyndar er líklega enginn betri í að leika mafíósa en nefndur ítalskættaði leikari frá Manhattan; auk The Godfather má minna á stórkostlegan leik hans í „Analyze this“- myndunum, og í „The Untouchables“ stelur hann eiginlega sen- unni í aukahlutverki sem Al Capone.“ Verið alltaf velkomin í Kolaportið! Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17. Næg bílastæði við Kolaportið Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína! Kolaportið er umkringt af bílastæðahúsum. Vesturgata · Mjóstræti Fjöldi stæða 106 Ráðhúsið · Tjarnargata 11 Fjöldi stæða 130 Traðarkot · Hverfisgata 20 Fjöldi stæða 270 Kolaportið · Kalkofnsvegur 1 Fjöldi stæða 270 K V IK A Verið velkomin! 20% AFSLÁTTUR af kæli- og frystiskápum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.