Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Page 18
Helgarblað 11.–14. mars 201618 Umræða Stjórnmál Freyr Rögnvaldsson freyr@eyjan.is Hvað vilja Píratar? n Farnir að finna smjörþefinn af valdastólunum n Sagðir hafa þá stefnu eina að „netið leysi allt“ P íratar fara enn með himin- skautum í skoðanakönnun- um og mælast langstærsti stjórnmálaflokkur landsins. Í könnun Gallup frá því í byrj- un mánaðarins mældist stuðning- ur við flokkinn tæp 36 prósent, mesti stuðningur sem Píratar hafa mælst með. Fylgissveifla flokksins hefur nú staðið óslitið í heilt ár. Telja því margir líkur á að Píratar vinni mikinn kosn- ingasigur í næstu alþingiskosningum. Þeir verði þá komnir í kjörstöðu til að mynda ríkisstjórn og vinna stefnu- málum sínum brautargengi. Farnir að finna smjörþefinn af valdastólunum Og þetta virðist vera að renna upp fyr- ir Pírötum. Þeir virðast farnir að finna smjörþefinn af valdastólunum og það hefur áhrif. Þannig hafa staðið deilur innan flokksins um þau áherslumál sem fara eigi fram með fyrir næstu kosningar. Lengi hefur verið í um- ræðunni að Píratar vilji að næsta þing sitji stutt, ekki í heilt kjörtímabil, og það taki fyrst og fremst afstöðu til tveggja mála. Það eru breytingar á stjórnarskrá og aðildarumsóknin að Evrópusambandinu. Hins vegar virð- ast þingmenn flokksins ekki á eitt sáttir varðandi það. Í það minnsta hjuggu þau Helgi Hrafn Gunnarsson, kapteinn Pírata, og Birgitta Jónsdóttir hvort í annað í fjölmiðlum á dögun- um hvað þetta varðar en Helgi Hrafn hélt því fram að það væri bara Birgitta sem væri þessarar skoðunar. Tillaga þessa efnis hefði verið felld á aðal- fundi. Þá var á dögunum samþykkt í kosningakerfi Pírata ályktun um að það væri algjör og ófrávíkjanleg krafa af hálfu flokksins að ráðherrar í ríkis- stjórn muni ekki jafnframt sitja sem þingmenn. Píratar muni ekki eiga aðild að slíkri ríkisstjórn. Það má því velta fyrir sér hvort góður gangur í skoðanakönnunum sé farinn að hafa þau áhrif að Píratar telji sig geta sett hugsanlegum samstarfsflokkum af- arkosti, undirgangist þeir ekki stefnu- mál Pírata verði ekki um neitt sam- starf að ræða. Hafa stefnu í helstu málaflokkum Hver eru þá stefnumál Pírata? And- stæðingar þeirra hafa haldið á loft þeirri skoðun að Píratar vilji að allt gerist á internetinu, þeir hafi í raun ekki neina stefnu aðra en upplýsinga- frelsi og að „netið leysi allt“. Ýmsir hafa tekið undir þetta og sagt Pírata skorta stefnu í ýmsum helstu málaflokkum sem allir stjórnmálaflokkar þurfi að standa skil á. En sú er ekki raunin. Athugun Eyjunnar á stefnumálum Pírata sýnir að flokkurinn hefur mark- að stefnu í fjölmörgum málaflokkum auk þess sem stefnumörkunarvinna í fleiri málaflokkum er gangi. Þannig hefur flokkurinn stefnu í landbún- aði og sjávarútvegi, velferðar- og heil- brigðismálum, svo eitthvað sé nefnt. Sú úttekt sem hér birtist er ekki tæm- andi heldur er stiklað á stóru í stefnu- málum flokksins auk þess sem nokk- ur minni mál eru dregin fram. n Helstu stefnumál Pírata Sjávarútvegur Í sjávarútvegsstefnu Pírata er lögð áhersla á að festa skuli í stjórnarskrá ákvæði um sameign þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. Píratar vilja því að allar aflaheimildir séu í höndum ríkisins, sem bjóða kvótann upp á opnum markaði. Þó vilja Píratar að handfæraveiðar séu frjálsar. Allur afli skal fara á markað. Píratar vilja stórefla Land­ helgisgæsluna að mannafla og búnaði. Óviðunandi sé að tæki gæslunnar séu í útleiguverkefnum í Miðjarðarhafi. Landbúnaðarmál Píratar vilja auðvelda nýliðun í landbúnað, t.d. með hagstæðum lánum til jarðarkaupa og uppbyggingar, sem og með því að veita hagstæða langtímaleigu eða kaupleig­ usamninga á ríkisjörðum. Endurskoða á styrkjakerfi landbúnaðarins frá grunni. Draga á úr framleiðslustyrkjum, einkum til stórra iðnaðarbúa. Garðyrkjubændur skuli fá raforku á sama verði og aðrir stór­ notendur. Þá vilja Píratar herða reglur um aðstæður alifugla, svína og loðdýra. Innflutningur matvæla Píratar telja að verndartollar og bann við innflutningi á ýmsum mat­ vælum, þar með talið bann við inn­ flutningi á hráu kjöti, sé ekki til hagsbóta fyrir neytendur, framleiðendur eða bændur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.