Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Síða 20
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
20 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Helgarblað 11.–14. mars 2016
Ég ætla aldrei aftur að
vera fyndin á Facebook
Það er af
nógu að taka
Getur verið
hættulegt
Velvild og óheft kæti
Erla Hlynsdóttir var hissa þegar Hringbraut skrifaði frétt um Facebook-færslu hennar. – DV.is Ingibjörg Björnsdóttir er ritstjóri Reykjavík Fashion & Design. – DV Karen Dögg skrifaði meistararitgerð um druslustimplun og drusluskömm. – DV
M
enningarverðlaun DV
voru veitt í 37. sinn síðast
liðinn miðvikudag. Það er
sannarlega ekki algengt
að fulltrúar ólíkra listgreina mæt
ist á verðlaunahátíð, en það gerist á
hverju ári þegar Menningarverðlaun
DV eru veitt. Verðlaunin voru veitt í
níu flokkum: kvikmyndum, leiklist,
dansi, tónlist, myndlist, arkitektúr,
hönnun, bókmenntum og fræðum.
Gleði og ánægja einkenndi viðbrögð
verðlauna hafa. Lesendaverðlaun dv.
is voru afhent, en þar gafst netverjum
tækifæri til að kjósa þá tilnefningu
sem þeim leist best á. Sigurvegar
inn í þeim flokki var Stelpur rokka
og fulltrúar þeirra ráku upp fagnað
aróp þegar úrslit voru kynnt. Það var
skemmtilega óheft kæti.
Tíminn grandar ýmsu en hefur
ekki unnið á Menningarverðlaunum
DV sem eru enn á ferli og með allra
sprækasta móti. Þannig mun von
andi verða um ókomin ár. Fjölmiðlar
eiga að láta sig menningu varða, fjalla
um hana og gefa henni mikið vægi og
leggja þannig sitt af mörkum svo hún
megi eflast og dafna. Þegar kemur að
verðlaunum í menningargeiranum
er alltaf hægt að deila um einstaka
niðurstöður, en það breytir engu um
það að mikilvægt er að við hlúum
að hinum hæfileikaríku listamönn
um okkar, jafnt þeim yngri sem þeim
eldri.
Forseti Íslands veitti í lok athafnar
heiðursverðlaun DV. Heiðursverð
launahafinn, Þorsteinn frá Hamri,
hefur auðgað íslenska ljóðlist og glatt
alla þá sem hafa unun af að lesa af
burðagóða og fallega íslensku. Hann
þakkaði fyrir sig af þeirri hógværð
sem ætíð hefur einkennt hann. Verk
þessa góða skálds eru miklar gersem
ar sem komandi kynslóðir munu
njóta ekki síður en við sem nú erum
á dögum.
Ástæða er til að víkja að hlut
verki forsetans á þessari hátíð. Ólafur
Ragnar Grímsson hefur á forsetatíð
sinni sýnt Menningarverðlaunum DV
mikla velvild og það hefur verið föst
regla að hann afhendi heiðursverð
launin á samkomunni. Í hvert sinn
hefur ræða forsetans vakið athygli
en hann hefur talað blaðlaust og af
krafti og þekkingu um verðlaunahaf
ann, verk hans og störf. Nú, þegar
Ólafur Ragnar Grímsson yfirgefur
senn Bessastaði, færir DV honum
innilegar þakkir fyrir framlag hans
á þessari árlegu menningarhátíð og
óskar honum velfarnaðar. Vonandi
verður næsti forseti jafn ötull tals
maður menningarinnar og Ólafur
Ragnar Grímsson hefur verið.
Við afhendingu Menningarverð
launa DV voru sigurvegarar á öllum
aldri. Þar var ungt fólk, sem er að stíga
sín fyrstu spor, verðlaunað jafnt sem
listamenn sem starfað hafa árum og
áratugum saman að list sinni. Þarna
mættust einstaklingar sem vinna í
ólíkum listgreinum og minntu okkur
á fjölbreytileika menningarinnar. Það
er tilhlökkunarefni að endurtaka leik
inn að ári. n
Herdís í felum
Tillögur tryggingafélaganna,
einkum VÍS, um milljarða arð
greiðslur hafa orðið tilefni mik
illar gagnrýni,
meðal annars frá
forystumönnum
stjórnvalda.
Þrátt fyrir það
hafa forsvars
menn þeirra kos
ið að tjá sig ekk
ert við fjölmiðla. Herdís Dröfn
Fjeldsted, stjórnarformaður VÍS,
hefur þannig ekki séð ástæðu
til að svara margítrekuðum
beiðnum um viðtal. Það vakti
því furðu að lesa tilkynningu VÍS
til Kauphallarinnar í gær, vegna
ákvörðunar stjórnar um að leggja
fram tillögu um mun lægri arð
greiðslu, en þar segist stjórnin
telja „mikilvægt“ að fram fari
umræða innan félagsins og „úti í
samfélaginu um langtímastefnu“
vegna útgreiðslu arðs í félögum
á markaði. Undir þetta má taka
en stjórn VÍS ætti þá að fara fram
með góðu fordæmi og ræða þessi
mál við fjölmiðla.
Tognar á feldinum
Tilkynning Katrínar Jakobsdóttur
um að hún nennti ekki að verða
forseti hefur heldur betur haft
áhrif. Nú eru
ýmsir sjálfskipaðir
álitlegir frambjóð
endur lagstir und
ir feldinn marg
fræga. Þar liggja
nú saman í þétt
um hnapp Stefán
Jón Hafstein, Bryndís Hlöðversdótt-
ir, Össur Skarphéðinsson, Þorgerð-
ur Katrín, Hrannar Pétursson, Davíð
Oddsson, Halla Tómasdóttir, Salvör
Nordal og ýmsir fleiri. Vandséð
er að feldurinn rúmi fleiri í einu
og mjög líklegt er að einhver
skjótist undan feldinum til að ná
andanum og skelli sér þar með í
biðröðina til Bessastaða.
„Innflytjendur
eiga að læra
íslensku. Retor
Fræðsla sérhæfir
sig í íslenskukennslu
fyrir innflytjendur
Aneta M. Matuszewska
skólastjóri og eigandi Retor Fræðslu
Retor Fræðsla - Hlíðasmára 8, Kópavogi - Sími: 517 7524 - www.retor.is
F
yrr í vikunni skrifuðu fjöl
mörg félög undir viljayfirlýs
ingu um stofnun hálendisþjóð
garðs. Mörgum er enn í fersku
minni sú umræða sem SKOTVÍS
hélt uppi við stofnun Vatnajökuls
þjóðgarðs og þau átök sem þurftu
að eiga sér stað til að leiðrétta hluta
þeirra mistaka sem áttu sér stað við
stofnun garðsins. Ekki náðist þó
að leiðrétta allt, og eru veiðimenn
því ansi brenndir eftir þá reynslu. Í
ljósi þessa kom því sumum á óvart,
bæði veiðimönnum og fleirum, að
SKOTVÍS tæki þátt í fyrrgreindri yfir
lýsingu. Félagið er útvistar og nátt
úruverndarfélag, en jafnframt hags
munasamtök skotveiðimanna í
landinu, og leggur sig sem slíkt fram
um að verja hagsmuni þeirra á sem
breiðustum grundvelli.
Tvær meginástæður
Stjórn félagsins þótti einsýnt að
betra væri taka þátt vinnunni sem
nú er að hefjast við undirbúning að
stofnun hálendisþjóðgarðs og réðu
þeirri ákvörðun tvær meginástæð
ur. Sú fyrri var að ef félagið bland
ar sér ekki í umræðuna frá upphafi
mun enginn tala máli skotveiði
manna í öllu ferlinu. Hin ástæðan
var að allur undirbúningur
og upplegg við stofnun
hálendisþjóðgarðs
var gjörólík því
sem var er Vatna
jökulsþjóðgarð
ur var stofnað
ur. Frá upphafi
er það sjálf
stætt framtak
útvistar og nátt
úrusamtaka og
mjög fjölbreyttur
hópur var kallaður
að borðinu til um
ræðu. Þessi nálgun er
gjörólík þeirri sem beitt bar
við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs en
þar var SKOTVÍS ekki haft með í ráð
um frá upphafi.
Niðurstaðan af því er einfaldlega
sú að gífurlegt vantraust ríkir af hálfu
veiðimanna þegar orðið „ þjóðgarður“
ber á góma. Veiðimenn hafa mikið
langlundargeð og má furðu sæta að
þeir hafi ekki verið háværari í um
ræðunni en raun ber vitni þegar bor
ið er saman við smærri en talsvert há
værari hópa sem gjarnan vilja segja
öðrum til um hvernig eigi að bera sig
að í umgengni við náttúruna.
Auglýst eftir þingmönnum
Í þessu samhengi má benda á að
borgandi veiðikorthafar í landinu
eru um 12.000, og því vekur það
sérstaka athygli hversu fáir alþingis
menn hafa í raun viljað leggja sig
fram við að hlusta á svo stóran hóp
landsmanna, sýna málstað þeirra
skilning og greiða götu þeirra.
Stuðningur frá Austurvelli hefur því
oft verið meiri í orði en á borði. Í
framhjáhlaupi má því geta þess hér
að SKOTVÍS auglýsir hér með eft
ir áhugasömum alþingismönnum
sem þora að stilla sér upp við hlið
svo stórs hóps útivistarfólks og sýna
honum stuðning. Þegar tekið er tillit
til framangreinds gefur að skilja að
SKOTVÍS sem og flestir veiðimenn
koma varkárir að því samstarfi sem
snýr að stofnun hálendisþjóðgarðs.
Þó svo að upplegg þeirra sem
stóðu að verkefninu sé
vel meint, og þeir hafi
lagt sig fram um láta
rödd sem flestra
hópa njóta sín,
er það alveg
óskrifað blað
hvað gerist ef
og þegar verk
efnið flyst yfir
til hins opin
bera. Sömu
mistök og áttu
sér stað við stofn
un Vatnajökulsþjóð
garðs gætu þess vegna
endurtekið sig og þá er betur
heima setið.
Verjið frelsi okkar
Því hvetur stjórn SKOTVÍS bæði
stjórnsýslu og þingheim að hafa í
huga að þeir 12.000 veiðikorthafar
sem eru í landinu hafa sín réttindi
sem kjörnum fulltrúum og opin
berum starfsmönnum ber að verja.
Það frelsi sem hinn almenni Ís
lendingur hefur haft til að njóta
síns lands og nýta er afskaplega
dýrmætt. Það fjöregg er því í hönd
um þeirra sem taka við keflinu eftir
viljayfirlýsinguna. Skilaboð SKOT
VÍS og veiðimanna allra til ykkar
eru einföld; vandið til verka, verjið
frelsi okkar. n
Hálendisþjóðgarður – líka fyrir veiðimenn
Dúi Landmark
formaður Skotvís
Kjallari
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
„Tíminn grandar
ýmsu en hefur
ekki unnið á Menningar-
verðlaunum DV sem eru
enn á ferli og með allra
sprækasta móti.