Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Blaðsíða 23
Komdu í steik Kynningarblað Áby rgðarmaður og umsjón: Steinn Kári Ra gnarsson / steinn@dv.is 11. mars 2016 Matreiðslumeistarar Hereford með áralanga reynslu G unnar Hilmarsson, eigandi Hereford steikhús, segir að áhersla sé lögð á að við- skiptavinir fái mat úr úr- vals hráefni og að verð- lagning veitingastaðarins spilli ekki fyrir matarlyst viðskiptavina. „Mat- reiðslumeistarar Hereford steik- hús hafa áralanga reynslu af steik- húsum að baki, bæði hérlendis og erlendis, og gera miklar kröfur til góðs hráefnis,“ segir Gunnar. Bjóða upp á besta fáanlega hráefni „Við leggjum allan okkar metnað í að bjóða upp á aðeins besta fáan- lega hráefni sem til er hverju sinni og bjóða fjölbreytt úrval aðalrétta, forrétta og eftirrétta,“ segir Gunnar. „Steikurnar okkar koma frá Kjarna- fæði og eru þær sérvaldar, fituofnar og sérverkaðar eftir óskum yfirmat- reiðslumeistara Hereford steikhús. Kjarnafæði er í samvinnu við Here- ford og íslenska nautgriparæktend- ur sem gera miklar gæðakröfur til að ná fram hámarksgæðum út úr hverjum munnbita,“ bætir Gunnar við. Þriggja rétta tilboð alla daga „Við bjóðum upp á veglegt þriggja rétta tilboð alla daga sem er afar vinsælt hjá okkur,“ segir Gunn- ar. Umrædda rétti má sjá hér að neðan. Forréttur Humarsúpa Hereford Aðalréttur: 200 g nautalund borin fram með pönnusteiktu grænmeti og bakaðri kartöflu. Í boði eru tvær tegundir af sósum: Bernaise og piparsósa. Eftirréttur: Volg súkkulaðikaka með ís og berjum Verð kr. 6.500 Staðsett í miðbænum Hereford steikhús var stofnað árið 2002 og er staðsett á Laugavegi 53b. Gunnar segir að lagt sé upp úr góðri þjónustu og að allir viðskiptavinir yfirgefi veitingastaðinn með bros á vör. Opnunartími eldhússins er frá kl. 17.00 til 22.00 virka daga en frá kl. 17.00 til 23.00 um helgar en staður- inn er opinn til miðnættis alla virka daga og til kl. 01.00 um helgar. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.