Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Síða 25
Helgarblað 11.–14. mars 2016 Kynningarblað - Komdu í steik 3
G
amla vínhúsið, sem er í
eigu hjónanna Unnar Örnu
Sigurðar dóttur og Karls Vík-
ings Stefánssonar, er steikhús
sem enginn ætti að láta fram-
hjá sér fara. Hjónin segja sína sér-
hæfingu liggja í steikunum og nefnir
Unnur að nautasteikin sé einna vin-
sælust hjá þeim en hrossasteikin
og hrefnusteikin koma einnig mjög
sterkt inn. „Þeir sem hafa smakkað
hrossasteikina fara gjarnan í hana
aftur, frekar en nautasteikina,“ segir
Unnur. „Það má því segja að þessar
þrjár séu þær vinsælustu en auðvit-
að má finna margt annað gómsætt á
matseðlinum hjá okkur,“ bætir hún
við.
Tveir staðir á
höfuðborgarsvæðinu
Gamla vínhúsið er staðsett bæði
í Hafnarfirði, á Vesturgötu 4, og í
Reykjavík, á Laugavegi 73. Það er því
ekki langt fyrir íbúa höfuðborgar-
svæðisins að fara til að komast í góða
steik. „Við leggjum mikið upp úr góðu
verði, góðu hráefni og vinalegri þjón-
ustu,“ segir Unnur. „Okkar markmið
er að viðskipskiptavinir okkar upp-
lifi kósí andrúmsloft í umhverfi þar
sem maturinn fær að njóta sín til hins
ýtrasta,“ bætir hún við.
Hádegistilboð
„Það er vert að nefna að hægt er að
fá sér léttari steikur í hádeginu eða
mínútusteik (hross) á aðeins 1.450
krónur í Hafnarfirðinum sem hefur
verið mjög vinsælt; sérstaklega á
meðal Hafnfirðinganna,“ segir Unnur.
Fjölskyldufyrirtæki
Gamla vínhúsið var fyrst stofnað í
Hafnarfirði árið 2006 af Unni og Karli.
Árið 2010 opnuðu hjónin annan stað í
Reykjavík og eru nú á Laugavegi 73 og
eru búin að vera þar síðan 2013.
Opnunartími veitingahússins er
sem hér segir:
Hafnarfjörður
Mánudag til fimmtudags
frá kl. 12.00 til 21.30
Föstudag frá kl. 12.00 til 22.30
Laugardag frá kl. 18.00 til 22.30
Sunnudag frá kl. 18.00 til 21.30
Reykjavík
Mánudag til fimmtudag
frá kl. 17.00 til 22.00
Föstudag frá kl. 17.00 til 23.00
Laugardag frá kl. 18.00 til 23.00
Sunnudag frá kl. 18.00 til 22.00
Gamla vínhúsið
sérhæfir sig í steikum
N
autakjot.is selur nautakjöt
beint frá býli og er með
sína eigin vottuðu kjöt-
vinnslu heima á bænum
sem er staðsettur að Garði
í Eyjafjarðarsveit en þaðan kemur
allt kjötið. Einar Örn Aðalsteins-
son, eigandi fyrirtækisins, seg-
ir að boðið sé upp á að senda kjöt
hvert á land sem er, jafnt ferskt sem
frosið.
„Kjötið frá okkur er allt án
nokkurs konar aukefna. Ég læt
kjötið meyrna að lágmarki í tíu
daga, helst tvær vikur, það fer ekki í
sölu öðruvísi. Þetta þýðir að ekkert
mál er að skella kjötinu beint á
grillið. Hamborgararnir okkar
njóta mikilla vinsælda enda er um
að ræða ekta 120 gramma borgara.
Við leitumst ávallt við að afgreiða
pantanir um leið og þær berast, en
vegna mikillar eftirspurnar, og að
einnig þess að ala þarf gripina, þá
kemur fyrir að biðlisti eftir kjötinu
kann að myndast,“ segir Einar.
Fastakúnnar um land allt
„Við erum með fastakúnna um allt
land, sendum mikið á Siglufjörð,
Neskaupstað og auðvitað líka til
Reykjavíkur enda eru viðskipta-
vinirnir mjög hrifnir af fersku kjöti
án aukefna.
Í boði eru fjölmargir pakkar sem
flestir vega í kringum tíu kíló og
hægt er að skoða frekar á heima-
síðunni okkar: „Við sáum ákveðna
möguleika í því að bjóða upp
á minni magninnkaup en hafa
þekkst á nautakjöti beint frá býli
í verslunum og með þeim hætti
náð til ört stækkandi hóps sem vill
kaupa nautakjöt án íblöndunar-
efna. Svo er auðvitað sjálfsagt að
viðskiptavinurinn setji saman sinn
eigin pakka,“ segir Einar að lokum.
Á heimasíðunni www.nauta-
kjot.is er hægt skoða úrval og panta
kjöt og er sendingarkostnaður inn-
ifalinn í verði. Einnig er að finna
í síðunni ýmsa fróðleiksmola og
fjölmargar uppskriftir og í raun allt
sem vert er að vita um nautakjöt. n
Frí heimsending beint frá býli
„Kjötið frá okkur er án allra aukefna, látið meyrna í lágmark tíu daga"
Nautakjot.is: