Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Blaðsíða 26
Helgarblað 11.–14. mars 20164 Komdu í steik - Kynningarblað T Bone steikhús með fjölbreyttan matseðil H allgrímur Sigurðarson, eigandi T Bone steikhúss, býður ávallt upp á sérstaka tveggja og þriggja rétta matseðla um helgar á frá- bæru verði. „Á matseðlinum okkar eru á bil- inu 20 til 30 steikur í boði, mismun- andi vöðvar og þyngd. Auk þess er matseðillinn sífellt að breytast og helst afar fjölbreyttur með ýmsum nýjungum,“ segir Hallgrímur. T Bone steikin er vinsælust „Hússteiking okkar er „medium rare“ en vissulega steikjum við allt kjöt eftir óskum gesta. Okkar upp- áhaldssteik er auðvitað „T Bone medium rare“ þar sem gestur- inn fær bæði fillet og lund á beini, sem við teljum gefa meira bragð. Við höfum kosið að hafa meðlætið frekar hefðbundið og helst þannig að það skyggi ekki á gæði steikanna. Dæmi um meðlæti má nefna grill- aðan ferskan maísstöngul, ristaða sveppi og bear naise-sósuna okkar sem er engri annarri lík,“ segir Hall- grímur. Hádegis- og kvöldmatseðill „Við bjóðum upp á hádegis- og kvöldmatseðil,“ segir Hallgrím- ur. „Hádegismatseðillinn er aðeins léttari en kvöldmatseðillinn þar sem gestir hafa úr meiru að velja,“ bæt- ir hann við. „Við leggjum upp úr því að veita persónulega þjónustu, gott verð og gæða hráefni. Við leggjum jafnframt upp úr þægilegu og kósí umhverfi,“ segir Hallgrímur að lok- um. T Bone steikhús, Brekkugötu 3, 600 Akureyri Sími: 469-4020 www.tbone.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.