Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Blaðsíða 27
Helgarblað 11.–14. mars 2016 Fólk Viðtal 23 LJÓSASPEGLAR Á TILBOÐI FRAM AÐ PÁSKUM 30% afsláttur! fylgdinni við þá félaga sína sem hann kynntist þar. Þótt bekkurinn á undan hafi líka verið frábær. Eftir útskrift komst Ævar svo fljótlega á samning hjá Þjóðleikhúsinu þar sem hann meðal annars gerðist svo frægur að leika Lilla klifurmús í Dýrunum í Hálsaskógi. En á sama tíma var hann byrjaður með Ævar vísindamann í út- varpinu út frá verkefninu í Vitanum. Afi fyrirmyndin En hvaða kemur hugmyndin að Ævari vísindamanni? „Ég held að það blundi í undirmeðvitundinni að afi minn, Ævar Jóhannesson, sem ég er skírður í höfuðið á, var á árum áður uppfinningamaður. Hann fann upp alls kyns tæki og tól sem enn eru not- uð í dag auk lúpínuseyðis sem hann gaf og það má því eiginlega segja að hann sé hinn upphaflegi Ævar vís- indamaður. Hann er líklega leynt og ljóst fyrirmyndin mín í þessu öllu saman þótt ég hafi ekki endilega verið að spá í það á þeim tíma. Vís- indamenn eru líka bara spennandi og skemmtilegir. Það að alast upp sem grúskari og nörd litar auðvitað líka. En ég sá þetta aldrei fyrir mér á þeirri stærðargráðu sem það er núna. Þá hefði ég líklega ekki notað mitt eigið nafn til dæmis. Og ekki fötin mín og gleraugun mín. Ég hefði lík- lega reynt að dulbúa mig eitthvað,“ segir hann kíminn. „Ástæðan fyrir því að við höfum haldið áfram með þættina, þróað þá og stækkað, er auðvitað bara af því viðbrögðin hafa verið svo góð.“ Eitt af því sem Ævar hefur komið á fót í tengslum við þættina er sérstakt lestrarátak þar sem börn eru hvött áfram til að lesa meira. „Krakkarnir vita hver ég er og það er gaman að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.