Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Blaðsíða 28
Helgarblað 11.–14. mars 201624 Fólk Viðtal Gerum við Apple vörur iP one í úrvali Sérhæfum okkur í Apple Allskyns aukahlutir nýta þá forgjöf í að gera eitthvað sem skiptir máli. Það er líka bara gaman að koma með eitthvað nýtt og þróa karakterinn. Mig langar ekki alltaf að vera að gera það sama. Okkur sem komum að þáttunum má ekki leiðast og áhorfendum má ekki leiðast.“ Stoppaður úti á götu Aðspurður hvort það sé erfiðara að leika fyrir börn heldur en fullorðna segir Ævar svo alls ekki vera. En börnin séu vissulega hreinskilnari áhorfendur. „Þegar þú ert að sýna leikhús fyrir börn þá heyrirðu um leið ef þeim er farið að leiðast. Það er erfiðara að heyra það á fullorðnum hvort þeim leiðist eða ekki. Þegar þú ert að búa til efni fyrir börn verðurðu auðvitað líka að passa sérstaklega vel hvað þú segir og hvernig orð þú ert að nota, en það þýðir samt ekki að þú þurfir að tala niður til þeirra. Krakkar eru miklu klárari heldur en við vilj- um að þau séu. Þegar þættirnir urðu lengri ákváðum við að leyfa okkur að vera svolítið flókin. Svara ekki öllu, heldur skilja líka eftir spurningar og leyfa krökkunum að leita sjálf að svörunum.“ En það eru ekki bara börn sem fylgjast með Ævari vísindamanni – fullorðnir horfa líka. Sérstaklega eftir að sýningartíma þáttanna var breytt og hann færður eftir fréttir. Ævar fær því stundum líka tölvupósta frá full- orðnum sem fylgjast með þáttun- um, og eru þá annaðhvort að benda honum á rangfærslur eða hrósa fyrir góða frammistöðu. Honum þykir það einkar skemmtilegt. Auknum vinsældum fylgir að sjálfsögðu aukin athygli og Ævar hefur fundið fyrir henni. Síðastliðið sumar fór hann að finna fyrir því af einhverri alvöru að fólk, og þá aðal- lega börn, væru að stoppa hann úti á götu og til að spjalla. Honum þykir það hins vegar í góðu lagi á meðan fólk er kurteist og þannig hefur það verið hingað til. „Það er líka bara gaman ef einhver þekkir mann úti í búð fyrir eitthvað sem maður er montinn af og er tilbúinn að standa með. Krakkarnir vilja bara spjalla og mér finnst það skemmtilegt. Ég er þá greinilega að ná því að vera nógu að- gengilegur, sem er jákvætt. Ég man alveg sjálfur hvað það var spennandi að sjá einhvern úr sjónvarpinu úti í búð þegar maður var yngri.“ Notaður í margt Ævar hefur verið mikið í því að leika fyrir börn en það var ekkert endilega það sem hann stefndi að, þrátt fyrir að hafa sjálfur alltaf haft mikinn áhuga á barnaefni. Líka á fullorðins- aldri. Svona hefur þetta bara þróast. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að festast í barnaefninu. Hann bendir á að hann hafi lengi vel verið þekktur fyrir hlutverk sitt í Dagvakt- inni, þar sem hann lék frekar ein- faldan og barnalegan náunga sem þótti fátt betra en að fá hrós frá Georg Bjarnfreðarsyni. „Íslenskir leikarar eru að vissu leyti heppnir með hvað við erum lítið land. Fyrir vikið erum við notuð í svo margt. Maður er ekki bara leikhúsleikari eða bara kvik- myndaleikari. Það er hægt að gera allt og maður getur öðlast reynslu á ýmsum sviðum.“ En er ekki erfitt að vera í tveimur mjög ólíkum hlutverkum á sama tíma, sem bæði vekja mikla athygli? Sérstaklega ef annað hlutverkið er leikið fyrir börn en hitt alls ekki? „Nei, ég held að það sé allt í lagi. Það er líka bara gaman ef einhverjir átta sig á því að ég er í raun leikari en ekki vísindamaður. Ég er líka rithöfundur, ég er líka að talsetja teiknimyndir. Það má alveg halda nokkrum bolt- um á lofti í einu.“ Ætlað að hætta í fimm ár Ævar hefur ekki staðið á sviði að neinu ráði í eitt og hálft ár, fyrir utan barna- leikrit á síðasta ári með Gunna og Felix. Hann segist þó ekki sakna þess um of, það sé einfaldlega of mikið að gera, en meðfram dagskrárgerðinni skrifar hann líka bækur. „Það er bara þessi törn núna og gaman þegar fólk kann að meta það sem maður er að gera. Sérstaklega þegar maður er að gera það á réttum forsendum og með hjartanu. En ég verð ekki í þessu endalaust, alls ekki. Maður þarf að hafa tilfinninguna fyrir því hvenær er komið nóg og hvenær maður á að hætta. Það gerist ekki alveg strax en ég er alveg farinn að hugsa hvernig ég myndi vilja enda þetta.“ Ævar er í raun búinn að ætla að hætta með karakterinn reglulega í fimm ár, en þá hefur alltaf komið eitthvað nýtt sem hvetur hann áfram. Hann viðurkennir til dæmis fúslega að það sé ágætis hvatning að fá Edduverðlaun. „Ég var mjög upp mér að vera tilnefndur í fyrra. Mér fannst það alveg æðislegt og töff og hefði bara verið mjög sáttur við það. Svo unnum við og það var draumur í dós. Svo vorum við aftur tilnefnd í ár, bæði í flokknum barna- og unglinga- efni og lífsstílsþáttur og þar að auki var ég tilnefndur sem sjónvarps- maður ársins. Ég hugsaði með mér að ef það væri eitthvað sem færi aldrei af ferilskránni minni, þá væri það að hafa verið tilnefndur sem sjónvarpsmaður ársins. Það var líka svolítið gaman að vera tilnefndur í öðrum flokki en barna- og unglinga- efni, en það var eitthvað sem ég átti alls ekki von á og þaðan af síður að vinna þann flokk. En það er bara klapp á bakið að við séum að standa okkur vel. Og ég segi „okkur“, því ég er auðvitað ekki einn með þættina. Alveg eins og með leikhúsið er heil herdeild bak við tjöldin.“ Kynntist ástinni í leikhúsinu Aðspurður segist Ævar vera frekar niðursokkinn í vinnuna sína og því eigi hann fá áhugamál sem tengjast henni ekki. Hann sé í raun bara mjög heppinn að vinna við áhuga- málið sitt og sé líklega vinnualki. Einhverjum tíma ver hann þó með kærustunni sinni, Védísi Kjart- ansdóttur dansara. Hann fer ör- lítið hjá sér þegar blaðamaður spyr út í ástina. „Hún er bara svakalega góður dansari og ótrúlega skemmti- leg,“ segir hann feimnislega. En þau kynntust að sjálfsögðu í gegnum leikhúsið. Ævar var fenginn til að vera söngvari í sýningu sem Védís og vinkonur hennar voru að setja upp. Hann þekkti vinkonurnar sem voru í Listaháskólanum á sama tíma og hann og eitt leiddi af öðru. Þau fóru þó ekki á formleg stefnumót. „Við kynntumst bara í gegnum sýn- inguna eins og fólk kynnist á vinnu- stað. Þetta gerðist mjög náttúrulega.“ Ævar telur það frekar jákvætt fyrir tvo listamenn að vera í sambandi enda sé þá skilningurinn á starfi hins að- ilans meiri en ella. „Ég held að það geti verið erfitt að vera með leikara ef viðkomandi hefur ekki farið í gegn- um það sjálfur eða þekkir ekki til. En við erum til staðar þegar á þarf að halda í æfingaferlinu og öllu öðru sem tengist starfinu.“ Ný bók og talsmaður UNICEF Á döfinni hjá Ævari á næstu vikum er ný bók sem heitir Bernskubrek Ævars vísindamanns: Árás vél- mennakennaranna og kemur hún út í tengslum við lestrarátakið sem staðið hefur yfir. Um er að ræða sjálf- stætt framhald bókarinnar Risaeðl- ur í Reykjavík sem kom út í tengsl- um við átakið í fyrra. En Ævar ætlar að draga út fimm heppna krakka sem tóku þátt í lestrarátakinu og fá þau að vera persónur í bókinni. Sérstaða bókanna er sú að þær eru prentaðar með sérstöku lesblindu- letri sem gerir lesblindum auð- veldara um vik að lesa textann. „Við sem ekki erum lesblind sjáum engan mun en heilinn í lesblindum nemur þetta letur á einhvern annan hátt. Það var lesblindur hönnuður í Bandaríkjunum sem bjó þetta til. Risaeðlur í Reykjavík var fyrsta bók- in hjá Forlaginu sem var prentuð með þessu letri og Vélmennabókin verður alveg eins,“ útskýrir Ævar, sem er að vonum stoltur af nýjasta verkinu sínu. Þá var það tilkynnt í vikunni að Ævar verði talsmaður UNICEF-hreyfingarinnar í ár. Hann mun aðstoða UNICEF á Íslandi við að fræða börn um Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna og auka skilning á því hvernig réttindi barna hafa tengingu við daglegt líf þeirra. Í ár verður sérstök áhersla lögð á Sýrland og Ævar mun miðla til barnanna ýmsum staðreyndum um Sýrland, stríðið og áhrif þess á börn. n „Ég var mjög ánægður þegar ég var í sjötta bekk og fékk að vita að ég þyrfti að fá gleraugu, því þá yrði ég al- veg eins og Bert Las og grúskaði Ævar ólst upp í sveit og það krafðist skipulagningar að hitta vinina utan skólatíma. Hann las því mikið og grúskaði sjálfur heima við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.