Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Blaðsíða 37
Menning 33Helgarblað 11.–14. mars 2016 Olsen Olsen RestauRant Hafnargötu 62 - Sími 421 4457 Olsen Olsen RestauRant Hafnargötu 62 - Sími 421 4457 Sticky FingerS Ertu á lEiðinni í flug? Þú vErður að smakka sticky fingErs hamborgarann okkar! Í flokki myndlistar var það Aðal­ heiður S. Eysteinsdóttir sem hlaut Menningarverðlaun DV 2015. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Aðalheiður hefur haldið fjölda sýninga um allt land og einnig sýnt erlendis. Tréskúlptúrar hennar eru einstakir og auðþekkjanlegir, og skúlptúrinnsetningar hennar verða sífellt umfangsmeiri en dómnefnd vill sérstaklega draga fram atorku­ semi hennar við að efla og halda saman fjölbreyttu listalífi á Norður­ landi. Aðalheiður hefur haldið utan um starfsemi í Freyjulundi í Eyjafirði, á Hjalteyri þar sem haldnar hafa ver­ ið sýningar, tónleikar og alls kon­ ar listviðburðir. Hún hefur líka tekið yfir gamla Alþýðuhúsið í heimabæ sínum á Siglufirði sem orðið er vett­ vangur fyrir fjölbreytta starfsemi, meðal annars Reiti þar sem fólk kemur alls staðar að úr heiminum til samstarfs og sýninga. Aðalheiður hefur með óeigingjarnri vinnu og smitandi áhuga virkjað eldri sem yngri með sér og myndlistar lífið fyrir norðan hefur notið hennar og blómstrað síðustu árin.“ Endurvinnsla og daglegt líf Aðalheiður, sem er fædd á Siglufirði, stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri og einbeitti sér til að byrja með að málverkinu. Hún segir hins vegar að nýting og endurvinnsla hafi alltaf verið mikilvægur þáttur í lífi hennar og því legið beint við að nýta það í listsköpunina. „Ég var strax tíður gestur á gáma­ svæðum og þar sem verið var að rífa niður gömul hús. Ég var alveg eins og grár köttur að leita mér að hrá­ efni: innréttingum, gömlum hurð­ um, skápum og skúffum. Ég byrjaði að mála á alls konar dót. Síðan smám saman þróaðist þetta yfir í frístand­ andi skúlptúra – beinlínis af því að hráefnið var svo aðgengilegt.“ Í hátt í þrjátíu ár hefur hún verið að þróa tréskúlptúra sína af mann­ eskjum og dýrum. „Verkin hafa verið að þróast og breytast allan tímann. Þau hafa smám saman ver­ ið að breytast úr því að vera einstaka manneskjur eða dýr og í það að vera mjög stórar innsetningar. Í einni inn­ setningunni gerði ég Þorrablót og þá smíðaði ég heilt hús með bar, reyk­ ingaskoti, klósettum inn í sýningar­ rýmið. Þar var hljómsveitin Hjálm­ ar að leika fyrir dansi, fólk að dansa, fólk að borða, þorramatur og allt þar inni,“ segir Aðalheiður. „Efnið hefur mjög mikið stjórnað því sem ég geri en samt hef ég eigin­ lega alltaf verið að fjalla um hið dag­ lega líf og mannleg tengsl,“ segir hún. Aðalheiður er þó ekki aðeins verð­ launuð fyrir list sína heldur einnig fyrir óeigingjarna vinnu sína við efla og halda saman fjölbreyttu listalífi á Norðurlandi. Aðalheiður hefur kom­ ið víða við, starfrækti galleríið Komp­ una á Akureyri í átta ár, tók virkan þátt í uppbyggingu „Listagilsins“ á Akureyri og er einn af stofnendum Verksmiðjunnar á Hjalteyri – sem hlaut Eyrarrósina í ár, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarver­ kefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Í desember 2011 keypti Aðal­ heiður svo Alþýðuhúsið á Siglufirði. Þar býr hún, er með vinnustofu og stendur fyrir ýmsum menningar­ viðburðum, myndlistarsýningum, tónleikum og gjörningakvöldum. Þá hefur hún skapað vettvang fyrir aðra aðila til skipuleggja sín verkefni, há­ tíðir og smiðjur. Líður eins og fegurðar- drottningu „Ég er ægilega hamingjusöm og upplifi mig eins og fegurðardrottn­ ingu,“ segir Aðalheiður og hlær þegar blaðamaður spyr hana um hvernig henni líði með verðlaunin. „Þetta hefur mjög mikla merk­ ingu fyrir mig, í fyrsta lagi bara að vera yfirhöfuð talin með í þessari hringiðu. Auðvitað vill stundum gleymast það sem er verið að gera úti á landi,“ segir hún. „Það er auðvitað alltaf gott að fá viðurkenningu fyrir vinnu sína, sama hvað maður er að gera. Þá getur maður verið sáttari og vissari um að líklega sé maður að gera eitt­ hvað rétt. Þá heldur maður áfram að skapa og miðla menningu. En þetta er líka gott tækifæri til að þakka fyrir mig. Ég er með stóran hóp fólks sem er alltaf reiðubúið að hjálpa og koma að mínum verkum. Svo eru það all­ ir listamennirnir sem hafa lagt fram vinnu sína – alltaf launalaust auðvitað. Ég reyni að gera vel við þá í mat og drykk og vera góður gest­ gjafi en hef ekki bolmagn til að borga fólki fyrir. Þess vegna er ómetanlegt að hafa aðgang að fólki sem er tilbúið að leggja sitt af mörkum.“ Óeigingjörn vinna og smitandi áhugi Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarkona Myndlist O rlofshús BHM í Brekkuskógi, hönnuð af PK Arkitektum, hlutu Menningarverðlaun DV 2015 í flokki arkitektúrs. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Árið 2012 stóð Bandalag há­ skólamanna fyrir samkeppni um orlofs hús í Brekkuskógi þar sem PK Arkitektar urðu hlutskarpastir. Orlofs húsin, eru staðsett í grónu kjarrlendi með magnað útsýni til fjalla og yfir Laugarvatn. Þegar horft er á húsin úr fjarlægð má greina dökk form sem setja sterkan svip á lands­ lagið en taka þó ekki yfirhöndina þar sem þak húsanna er grasi vaxið. Þegar komið er nær má sjá ríka efnis­ kennd sem birtist einkum í dökkri timburklæðningunni sem tónar vel við gróið umhverfið. Hvort sem horft er á rýmisupplifun og formgerð, efnis kennd og frágang eða notagildi endurspegla húsin framúrskarandi arkitektúr í alla staði. Verkið i heild sinni er sannarlega innblástur og hvatning til að vanda vel til verka í fallegu íslensku landslagi.“ Framúrskarandi arkitektúr í alla staði Orlofshús BHM í Brekkuskógi eftir PK Arkitekta Arkitektúr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.