Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2016, Page 42
Helgarblað 11.–14. mars 2016
Engin fyrirmyndarhjón
Átök í Spilaborg
U
nderwood-hjónin eru aftur
mætt til leiks í Spilaborg og
nú talast þau vart lengur við,
nema þá það allra nauðsyn-
legasta og þá af ískulda. Þetta er
áhugaverð þróun í hjónabandi sem
byggist að meginhluta á pólitískum
metnaði tveggja einstaklinga. Það
verður fróðlegt að fylgjast með
áframhaldinu. Varla skilja þau því
það myndi skaða þau á hinu póli-
tíska sviði og það vilja þau allra síst
að gerist.
Eiginlega er maður orðinn lang-
eygur eftir því að Frank Under-
wood fái á baukinn jafn ógeðfelldur
maður og hann er. Það er reyndar
oftast þannig að þeir sem skaða
aðra fá makleg málagjöld, en það
líður reyndar oft ansi langur tími
þar til það gerist. Þannig þurfum
við sennilega að bíða enn um sinn
eftir því að Frank Underwood þurfi
að gjalda fyrir fólskuverk sín sem
eru ansi mörg. Claire kona hans er
nokkuð önnur manngerð en hinn
áberandi illi eiginmaður, hún er
dul og oft er erfitt að átta sig á því
hvað hún er nákvæmlega að hugsa,
meðan við vitum svo að segja allt
um þankagang manns hennar.
Hún er að ýmsu leyti mun áhuga-
verðari manngerð en hann.
Það er greinilegt að Kevin Spacey
og Robin Wright hafa mikla ánægju
af hlutverkum sínum. Stundum er
beinlínis eins og þau séu í keppni
um það hvort sýni meiri stórleik.
Það er mikil skemmtun að fylgjast
með þeim. Spacey hefur á ferlinum
margsannað snilli sína og Wright
er leikkona sem gerir allt vel. Í Ev-
erest, mynd Baltasar Kormáks, fór
hún með lítið hlutverk en skein
skært. Hún þurfti ekki að frjósa í hel
í snjónum svo maður myndi eftir
henni, hún þurfti bara að sýna sig
og maður tók eftir henni. Hún bar
af öðrum leikurum þeirrar myndar,
sem stóðu sig þó margir mjög vel.
Spilaborg verður á skjánum
næstu mánuði og manni ætti ekki
að þurfa að leiðast á mánudags-
kvöldum. n
dv.is/blogg/skaklandid
Stefán Bergsson skrifar
Skáklandið
G
AMMA Reykjavíkurskák-
mótið hófst í Hörpu á
þriðjudaginn. 235 skák-
menn taka þátt í mótinu
sem hefur sjaldan verið
sterkara. Í mótinu í ár má finna allt
í senn undrabörn, ofurstórmeist-
ara, sterkustu skákkonur heims
og goðsagnir á borð við Alexand-
er Beljavsky. Sá mikli meistari sem
var um hríð meðal allra sterku-
stu skákmanna í heimi fékk að
finna fyrir því í fyrstu umferð þegar
Bárður Örn Birkisson úr Kópavogi
þjarmaði stíft að honum en þurfti
að lokum að sætta sig við jafnteflið.
Mesti aldursmunur keppenda er
73 ár en sá elsti er Páll G. Jónsson
(fæddur 1933) en Páll er sá elsti
sem þátt hefur nokkurn tíma tekið.
Stefán Orri Davíðssson og Freyja
Birkisdóttir eru þau yngstu en þau
eru fædd árið 2006. Aserinn Shak-
hriyar Mamedyarov er stigahæstur
keppenda en hann hefur 2747 skák-
stig. Næstir koma Rússinn Dmitry
Andreikin (2732), Ungverjinn Ric-
hard Rapport (2721) og Armen-
inn Gabriel Sargassian (2702). Allt
eru þetta lykilmenn í sínum lands-
liðum. Íslenska heimavarnarliðið
mætir með Hannes Hlífar Stefáns-
son fremstan í flokki, fimmfaldan
sigurvegara Reykjavíkurskákmóts-
ins. Einnig má nefna stórmeist-
arana Hjörvar Steinn Grétarsson,
Henrik Danielsen og Stefán Krist-
jánsson. Það eru ekki bara ungir
menn með því ávallt taka þátt í
mótinu nokkrar goðsagnir. Auk áð-
urnefnds Beljavsky má nefna hinn
norska Simen Agdestein, sem hef-
ur meðal annars þjálfað Magnus
Carlsen og spilað landsleik í fót-
bolta fyrir Noreg og hinn rúmenska
Mikhail Marin. Pabbi heimsmeist-
arans, Henrik Carlsen, lætur sig
ekki vanta á GAMMA Reykjavíkur-
skákmótið nú sem endranær en
hann er einn fastagesta. Banda-
ríski skákmeistarinn, Robert James
Fischer, mættir einnig en sá er alls
óskyldur heimsmeistaranum fyrr-
verandi. Íslenskir skákmenn hafa
farið ágætlega af stað og helst
skal nefna Björn Þorfinnsson sem
þjarmaði vel að armenskum lands-
liðsmanni en náði ekki punktinum
heila og fékk jafntefli. n
Reykjavíkurskákmótið hafið
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
Föstudagur 11. mars
17.20 Á spretti (3:6)
(Áhugamannadeildin í
hestaíþróttum) e
17.45 Táknmálsfréttir
17.55 KrakkaRÚV (47:365)
17.56 Lundaklettur (6:32)
18.07 Vinabær Danna tígurs
18.20 Sara og önd (5:33)
18.28 Drekar (5:8)
18.50 Öldin hennar (12:52) e
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir (132)
19.30 Veður
19.40 Augnablik - úr 50 ára
sögu sjónvarps (11:50)
20.00 Gettu betur (6:7)
(Kvennó - MH)
21.15 Vikan með Gísla
Marteini
22.00 Nicolas le Floch (1) 8,5
(Draugurinn í Kóngs-
götu) Spennumynd þar
sem lögreglumaðurinn
brjáðsnjalli, Nicholas
Le Floch, leysir glæpi í
París á tímum Lúðvíks
fimmtánda. Hann rann-
sakar mál á heimilum
Parísarbúa, á knæpum,
í klaustrum og jafnvel
glæpi sem eru framdir
á göngum Versala.
Myndin er byggð á sögu
eftir spennusagnahöf-
undinn Jean-François
Parot. Aðalhlutverk:
Jérôme Robart, Mathias
Mlekuz og François
Caron.
23.40 Heimurinn nægir ekki
6,4 (The World is not
Enough) Pierce Brosnan
í hlutverki James Bond.
Bond er falið að standa
vörð um gullfallegan
erfingja olíuauðlinda og
vernda fyrir alþjóð-
legum glæpamanni.
Önnur hlutverk: Sophie
Marceau og Robert
Carlyle. Atriði í myndinni
eru ekki við hæfi ungra
barna. e
01.45 Víkingarnir (8:10)
(Vikings II) e
02.30 Útvarpsfréttir í dag-
skrárlok (36)
Stöð 2 Sport 2
Stöð 3
07:00 Þýsku mörkin 2016
07:25 Ítölsku mörkin 2016
07:50 Messan
09:00 Körfuboltakvöld
10:40 Meistaradeildin í
hestaíþróttum 2016
13:15 Basel - Sevilla
14:55 Villarreal - Bayer
Leverkusen
16:35 Liverpool - Man. Utd.
18:15 La Liga Report
18:45 PL Match Pack
19:15 FA Cup - Preview Show
2016
19:45 Evrópudeildarmörkin
2015/2016
20:35 NBA Specials
21:00 Körfuboltakvöld
23:05 Premier League
Preview 2015/2016
23:35 Bundesliga Weekly
00:05 Gary Lineker's FA
Cup Film
01:00 NBA 2015/2016 -
Regular Season
(Memphis - New Orleans) B
10:20 Bor. Dortmund -
Tottenham
12:00 Real Madrid - Roma
13:40 Wolfsburg - KAA Gent
15:20 Meistaradeildar-
mörkin
15:50 Chelsea - PSG
17:30 Zenit - Benfica
19:10 Meistaradeildar-
mörkin
19:45 FA Cup 2015/2016
(Reading - Crystal Palace) B
21:50 Stjarnan - Keflavík
23:25 Frosinone - Udinese
01:05 Messan
17:35 Masterchef USA (11:19)
18:20 Ravenswood (8:10)
19:05 Guys With Kids (12:17)
19:30 Comedians (12:13)
19:55 First Dates (8:8)
20:45 NCIS Los Angeles
(11:24)
21:30 Justified (1:13)
22:25 Sons of Anarchy (9:14)
23:30 Supernatural (8:23)
00:15 Comedians (12:13)
00:40 First Dates (8:8)
01:40 NCIS Los Angeles
(11:24)
02:25 Justified (1:13)
03:10 Tónlistarmyndbönd
frá Bravó Hér hljóma
öll flottustu tónlistar-
myndböndin í dag frá
vinsælum listamönnum.
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Everybody Loves
Raymond (12:23)
08:20 Dr. Phil
09:00 Top Chef (6:15)
09:50 Minute To Win It
10:35 Pepsi MAX tónlist
12:50 Dr. Phil
13:30 America's Funniest
Home Videos (22:44)
13:55 The Biggest Loser -
Ísland (8:11)
15:05 The Voice (2:26)
16:35 The Tonight Show
with Jimmy Fallon
17:15 The Late Late Show
with James Corden
17:55 Dr. Phil
18:35 Everybody Loves
Raymond (5:26)
19:00 King of Queens (5:25)
19:25 How I Met Your
Mother (5:22)
19:50 The Muppets (16:16)
20:15 The Voice (3:26)
21:45 Blue Bloods (13:22)
22:30 The Tonight Show
with Jimmy Fallon
23:10 Satisfaction (5:10)
Skemmtileg þáttaröð
um giftan mann sem
virðist lifa hinu full-
komna lífi en undir niðri
kraumar óánægjan.
Hann er orðinn leiður á
vinnunni og ekki batnar
ástandið þegar hann
kemur að eiginkonunni
með öðrum manni.
23:55 State Of Affairs (10:13)
Bandarísk þáttaröð
með Katherine Heigl
í aðalhlutverki. Hún
leikur sérfræðing innan
bandarísku leyniþjón-
ustunnar sem hefur það
hlutverk að upplýsa
forsetann um stöðu
viðkvæmra mála.
00:40 The Affair (9:12)
01:25 House of Lies (6:12)
01:50 The Walking Dead
02:35 Hannibal (10:13)
03:20 Blue Bloods (13:22)
04:05 The Late Late Show
with James Corden
04:45 Pepsi MAX tónlist
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:10 The Middle (16:24)
08:30 Pretty Little Liars
09:15 Bold and the Beautiful
09:35 Doctors (40:175)
10:20 Grand Designs (7:7)
11:10 Restaurant Startup
12:00 Margra barna mæður
12:35 Nágrannar
13:00 St. Vincent
14:40 Skeleton Twins
16:10 Planet's Got Talent
16:35 Tommi og Jenni
16:55 The Choice (1:6)
17:45 Bold and the Beautiful
18:05 Nágrannar
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:47 Íþróttir
18:55 Ísland today
19:25 Bomban (9:12)
20:15 American Idol (18:24)
21:40 Fast and the Furious:
Tokyo Drift 6,0
Hörkuspennandi mynd
sem er sú önnur í röðinni
í þessari vinsælu kvik-
myndaröð en hér færist
leikurinn á hraðbrautir
Tókýóborgar þar sem
óforskammaðir bíla-
þjófar láta greipar sópa.
23:25 The Interview 6,6
James Franco og Seth
Rogen fara hér á kostum
í umdeilldri gaman og
spennumynd frá 2015.
01:20 The Kids are Alright
7,1 Dramatísk gam-
anmynd frá 2010 sem
segir frá systkinum á ung-
lingaldri sem hafa áhuga
á að finna líffræðilegan
föður sinn. Þau voru bæði
getin með gjafasæði
og búa hjá lesbískum
mæðrum sínum en langar
að finna uppruna sinn og
hefja því leitina.
03:05 Broken City 6,2
Spennumynd frá 2013
með Mark Wahlberg
og Russell Crowe í
aðalhlutverkum.
04:50 Fréttir og Ísland í dag
Göldrótt súpa og
gómsætur humar
Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550
info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is
38 Menning Sjónvarp
Underwood-hjónin
alræmdu Nú eru
þau að mestu hætt að
talast við.
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is