Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 2
Helgarblað 15.–18. apríl 20162 Fréttir
A
ndri Snær Magnason, rit-
höfundur og forsetafram-
bjóðandi, þiggur ekki lista-
mannalaun meðan á
kosningabaráttu hans stendur. Að-
spurður segist Andri hafa lokið við
nýtt smásagnasafn í mars síðastliðn-
um, eða á sama tíma og hann hafi
hætt að þiggja launin.
„Ég er búinn að segja mig frá lista-
mannalaunum. Sumir halda að þau
séu ævilaun en þetta eru verkefna-
styrkir. Ég kláraði mitt verkefni í mars
og síðan þá hef ég ekki verið á launun-
um enda væri það ekki við hæfi, hvorki
gagnvart þjóðfélaginu né öðrum lista-
mönnum,“ segir Andri í samtali við
DV. Forsetaframbjóðandinn var á leið
vestur á Ísafjörð þegar blaðamaður
náði tali af honum.
Mikil umræða skapaðist um lista-
mannalaun í janúar síðastliðnum.
Ekki síst eftir að vísir.is birti frétt um
að Andri Snær hefði sent frá sér eina
bók á tæpum tíu árum. n
haraldur@dv.is
Andri Snær Magnason hætti á laununum í mars
Þiggur ekki
listamannalaun
Í framboði Andri
Snær Magnason
kynnti framboð
sitt til forseta Ís-
lands á mánudag.
Mynd Sigtryggur Ari
Fast8-flotinn færður suður
n Fjórir herjeppar - tveir Lamborghini ásamt ýmsum stríðstólum
K
vikmyndagerðarmenn í
Mývatnssveit luku við að
pakka saman búnaði sínum
í gær. Eins og flestum er
kunnugt hafa staðið yfir tök-
ur á stórmyndinni Fast8 frá því í lok
febrúar. Gríðarlegt magn af tækjum
og tólum þurfti við upptökuna.
Hermann Aðalsteinsson, ritstjóri
vefmiðilsins 641.is, fylgdist með
þegar kvikmyndatökuliðið yfirgaf
svæðið í gær. „Þetta var ótrúleg
hersing. Fjórir amerískir trukkar og
hver og einn var með þrjú farartæki
á pallinum,“ sagði Hermann í sam-
tali við DV. Hann smellti myndum af
farartækjunum fyrir DV.
„Þetta hefur haft mikil áhrif á
sveitina. Margir fengu vinnu við
gerð myndarinnar og svo var björg-
unarsveitin nánast í vinnu allan
tímann.“ Hermann segir að þetta
ævin týri hafi stytt skammdegið þar
nyrðra.
Trukkarnir geymdu meðal annars
tvo Lamborghini og var annar nokkuð
skemmdur. Þá voru fjórir herjeppar
fluttir suður og þar af var einn
með eldflaugaskotpall á toppnum.
Annað hvort voru þessi farartæki á
leið á Akranes, sem er tökustaðurinn
þar sem nú er myndað, eða bílarnir
fóru til Reykjavíkur þaðan sem þeim
verður skipað út og þeir fluttir á ný til
Banda ríkjanna.
Þetta er mikið tilstand og af-
raksturinn er fremur lítill. Þannig
herma heimildir DV að myndskeiðið
sem tekið var upp á Mývatni verði
fjórar mínútur í myndinni og á Akra-
nesi verðar teknar upp nokkrar sek-
úndur. n
Eggert Skúlason
eggert@dv.is
Vígalegir Þessir trukkar frá Banda-
ríkjunum fluttu restina af græjunum
suður í gær. Myndir HErMAnn AðAlStEinSSon
lamborghini í Mývatnssveit Restin af dótinu og tækjunum var flutt suður í gær.
Þungvopnaður Þessi herjeppi er með eldflaugaskotpall og til í hvaða átök sem er.
Sundurskotinn Fast8 er mikil hasarmynd og
ljóst að þessi hefur lent í kúlnahríð.