Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 32
32 Menning Sjónvarp Helgarblað 15.–18. apríl 2016
Úr smiðju Nesbø
Hérnám er áhugaverður spennuþáttur
F
áir komast með tærnar þar
sem norski glæpasagna
höfundurinn Jo Nesbø hefur
hælana. Nesbø er ekki vanur
að bregðast þegar kemur að því
að búa til áhugaverða sögu með
eftirminnilegum persónum og
skapa spennu. Hann er í algjörum
sérflokki þegar kemur að glæpa
sagnahöfundum Evrópu. Það var
því með nokkurri eftirvæntingu
sem maður settist fyrir framan
sjónvarpið síðastliðið þriðjudags
kvöld til að fylgjast með norska
spennuþættinum Hernám en
Nesbø er hugmyndasmiður þátt
anna og það eitt og sér hljóta að
teljast meðmæli. Þættirnir eru tíu
og eigi að marka fyrsta þátt þá er
hér afbragðsefni á ferð.
Hugmyndin er sannarlega
góð. Noregur hættir olíu og gas
framleiðslu úr Norðursjónum
í verndunarskyni en Rússar
reyna að neyða Norðmenn til að
hefja vinnslu að nýju. Þar svífast
Rússarnir einskis og eru greini
lega í miklu stuði. Í fyrsta þætti
rændu þeir norska forsætisráð
herranum en skiluðu honum aft
ur eftir að hafa hótað honum. Lög
reglumaður, sem heitir því fallega
nafni Djupvik, kemur forsætisráð
herranum til hjálpar. Blaðamaður
finnur lykt af stórfrétt og reynir að
komast á sporið en gengur illa.
Þáttur sem byrjar svona vel
getur varla klikkað. Þetta mun
vera dýrasti sjónvarpsþáttur sem
Norðmenn hafa framleitt þannig
að mikið er í hann lagt. Hann
hefur verið seldur til fjölmargra
landa. Ekki veit ég hvort hann
hefur verið seldur til Rússlands,
finnst það reyndar ólíklegt miðað
við að Rússarnir eru þar vondu
mennirnir. Rússneski forsetinn
í fyrsta þættinum minnti mjög á
Pútín og virtist sannarlega ekki
vera neinn gæðagæi.
Það verður fróðlegt að fylgjast
með framvindunni í Hernámi.
Spennan er örugglega bara rétt að
byrja. n
dv.is/blogg/skaklandid
Stefán Bergsson skrifar
Skáklandið
Í
slandsmót barnaskólasveita
fyrir fjórða til sjöunda bekk fór
fram um síðustu helgi. Fyrir
fram mátti búast við örugg
um sigri Hörðuvallaskóla sem
mættir voru til að verja Íslands
meistaratitil sinn frá því í fyrra.
Eftir fyrri keppnisdag var nokkuð
ljóst að liðsmenn skólans voru
ekki á neinu öðru en að verja titil
inn. Sama miskunnarleysi ein
kenndi taflmennski Hörðuvellinga
seinni keppnisdaginn og þegar
upp var staðið höfðu þeir halað
inn 34 vinninga af 36 mögulegum.
Sannarlega glæsilegur árangur og
sennilega eru það ekki nema sveitir
frá Rimaskóla og Æfingaskólanum
gamla sem hafa náð betra skori.
Nokkuð örugglega í öðru sæti varð
sveit Ölduselsskóla. Sú sveit hefur
verið sigursæl síðustu árin og oft
lent á palli á Íslands og Reykja
víkurmótum. Þeir piltar geta stefnt
á sigur á næsta ári þar sem nær öll
sveit Hörðuvallaskóla var nú á síð
asta aldursári flokksins. Í þriðja
sæti varð sveit Álfhólsskóla og það
á nokkuð öruggan hátt. Efst lands
byggðarsveita varð sveit Njarð
víkurskóla leidd áfram af Sóloni
Siguringasyni sem gerði sér lítið
fyrir og vann allar sínar skákir.
Tvær sveitir af Suðurlandi tóku þátt
sem er mikið fagnaðarefni enda
sveitir frá Kópavogi og Reykjavík
verið hvað mest fyrirferða miklar
síðustu árin. Liðsmenn Hörðu
vallaskóla fengu allir borðaverð
laun. Það gerði áðurnefndur Sólon
einnig sem og ungur piltur í Vatns
endaskóla. Sá heitir Tómas Möller,
er í öðrum bekk og fannst eðlileg
ast að fá níu vinninga af níu um
helgina á fjórða borði. Þá fékk efni
legur piltur úr Smáraskóla, Stein
þór Örn, átta vinninga af níu á öðru
borði og þar með borðaverðlaun.
Rimaskóli blandaði sér ekki í bar
áttuna um Íslandsmeistaratitilinn
að þessu sinni en náði þó frábær
um árangri. Þannig urðu bd sveitir
skólans efstar bd sveita og sýnir
það þá miklu breidd skákmanna
sem einkennir skákstarf skólans. n
Hörðuvallaskóli Íslandsmeistari
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
Föstudagur 15. apríl
16.25 Íslendingar
(Bergþóra Árnadóttir) e
17.15 Leiðin til Frakklands
(2:12) (Vive la France) e
17.45 Táknmálsfréttir
17.55 KrakkaRÚV (72:365)
17.56 Sara og önd (9:33)
18.03 Pósturinn Páll (5:13)
18.18 Lundaklettur (11:32)
18.26 Gulljakkinn (5:26)
18.28 Drekar (3:20)
18.50 Öldin hennar (17:52) e
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir (157)
19.30 Veður
19.40 Augnablik - úr 50 ára
sögu sjónvarps (15:50)
20.00 Útsvar (23:27) (Fljóts-
dalshérað - Snæfells-
bær) B
21.15 Vikan með Gísla
Marteini
22.00 Lewis (Lewis VII) Bresk
sakamálamynd þar sem
Lewis lögreglufulltrúi í
Oxford glímir við dular-
fullt sakamál. Meðal
leikenda eru Kevin
Whately, Laurence
Fox, Clare Holman og
Rebecca Front. Atriði í
myndinni eru ekki við
hæfi ungra barna.
23.30 Reindeer Games
5,7 (Hreindýraleikar)
Gamansöm spennu-
mynd með Ben Affleck
í aðalhlutverki. Rudy
Duncan er laus úr
fangelsi og þráir að hefja
nýtt líf. Glæpagengi
sem tengist kærustunni
hans er ekki á sama
máli. Önnur hlutverk:
Gary Sinise og Charlize
Theron. Leikstjóri: John
Frankenheimer. Atriði
í myndinni eru ekki við
hæfi barna. e.
01.10 Útvarpsfréttir í
dagskrárlok (51)
Stöð 2 Sport 2
Stöð 3
07:00 Liverpool - Borussia
Dortmund
08:45 Sp. Praha - Villarreal
10:25 Ítölsku mörkin
10:50 Þýsku mörkin
11:15 Körfuboltakvöld
11:55 Liverpool - Stoke
13:35 Premier League Review
14:30 Shakhtar Donetsk -
SC Braga
16:10 Sevilla - Athletic
17:50 PL Match Pack
18:20 La Liga Report
18:50 KR - Keflavík B
21:05 Premier League
Preview
21:35 Evrópudeildarmörkin
2015/2016
22:25 Bundesliga Weekly
22:55 AK Extreme 2016
00:30 Liverpool - Borussia
Dortmund
02:15 Hull - Wolverhampton
Wanderers
03:55 Formúla 1 2016 -
Æfing B
06:50 Formúla 1 2016 -
Tímataka B
10:30 Football League
Show 2015/16
11:00 Man. City - PSG
12:40 R. Madrid - Wolfsburg
14:20 Meistaradeildar-
mörkin
14:50 Spænsku mörkin
15:20 Man. City - WBA
17:05 MD 2016 - Samantekt
(Tölt 1 og flugskeið)
18:25 Premier League World
18:55 FA Cup 2015/2016
(West Ham - Man. Utd.)
20:35 Crystal Palace -
Everton
22:15 Njarðvík - KR
23:55 Haukar - Grindavík
18:20 Masterchef USA
19:05 Guys With Kids (17:17)
19:30 Community (4:13)
19:55 First Dates (5:9)
20:40 NCIS Los Angeles
(16:24)
21:25 Justified (6:13)
22:15 Supernatural (13:23)
23:00 Sons of Anarchy
(14:14)
23:45 Community (4:13)
00:10 First Dates (5:9)
01:00 NCIS Los Angeles
01:45 Justified (6:13)
02:35 Tónlistarmyndbönd
frá Bravó
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Everybody Loves
Raymond (16:16)
08:20 Dr. Phil
09:00 Top Chef (10:17)
09:50 Survivor (6:15)
10:35 Pepsi MAX tónlist
12:50 Dr. Phil
13:30 Life In Pieces (12:22)
13:55 Grandfathered (12:22)
14:20 The Grinder (12:22)
14:45 The Millers (1:23)
15:05 Three Rivers (3:13)
15:50 Three Rivers (4:13)
16:35 The Tonight Show
with Jimmy Fallon
17:15 The Late Late Show
with James Corden
17:55 Dr. Phil
18:35 Everybody Loves
Raymond (3:24)
19:00 King of Queens (2:25)
19:25 How I Met Your
Mother (5:22)
19:50 America's Funniest
Home Videos (26:44)
20:15 The Voice (12:26)
21:45 The Voice (13:26)
23:15 The Tonight Show
with Jimmy Fallon
23:55 Satisfaction (9:10)
00:40 The Walking Dead
01:25 House of Lies (10:12)
01:55 Zoo (1:13) Spennu-
þáttaröð sem byggð
er á metsölubók eftir
James Patterson. Ótti
grípur um sig þegar dýr
byrja að ráðast á fólk
og framtíð mannkyns er
stefnt í voða.
02:40 Penny Dreadful
(2:8) Sálfræðiþriller
sem gerist á Viktor-
íutímabilinu í London
þar sem gamalkunnar
hryllingspersónur eins
og Dr. Frankenstein,
Dorian Gray og Dracula
öðlast nýtt líf í þessum
þrælspennandi þáttum.
03:25 Blue Bloods (16:22)
04:10 The Tonight Show
with Jimmy Fallon
04:50 The Late Late Show
with James Corden
05:30 Pepsi MAX tónlist
07:00 The Simpsons (21:22)
07:25 Tommi og Jenni
07:45 Kalli kanína og
félagar
08:05 The Middle (16:24)
08:30 Pretty Little Liars
09:15 Bold and the Beautiful
09:35 Doctors (45:175)
10:20 First Dates (1:6)
11:05 Restaurant Startup
11:50 Grand Designs (5:0)
12:35 Nágrannar
13:00 Bold and the Beautiful
13:25 And So It Goes
14:55 Eat Pray Love
17:15 The Choice (5:6)
18:05 Nágrannar
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:47 Íþróttir
18:55 Ísland í dag
19:15 Book of Life
20:50 Future, The 6,2 Vís-
indadrama með gaman-
sömu ívafi frá árinu
2011. Myndin fjallar um
hvernig lífsviðhorf ungs
pars breytist á örskots-
stundu þegar þau taka
að sér flækingskött.
22:25 Collaborator 6,1
Dramatísk bíómynd frá
árinu 2011 sem fjallar um
leikritaskáldið Robert
Longfellow, en hann er í
sárum þar sem að ferill
hans og ástarsamband
er á niðurleið.
23:55 Kalifornia 6,7 Blaða-
maðurinn Brian Kessler
og unnstan hans, ljós-
myndarinn Carrie, eru að
skoða þekkta morðstaði
í Bandaríkjunum.
01:50 The Immigrant 6,6
Árið 1920 sigla pólsku
systurnar Ewa og Magda
til New York með það
fyrir augum að lifa Am-
eríska drauminn. Þegar
þær nálgast New York
veikist Magda og þær
systur verða viðskila.
03:45 And So It Goes 5,7
Rómantísk gamanmynd
05:15 Fréttir og Ísland í dag
Eldbakaðar pizzur
hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni
salur
fyrir
hópa
sími 557 1007
hamborgarar,
salöt, pasta,
kjúklingavængir
og flEira
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Við tækið
Hernám
Forsætisráðherra
í vanda.