Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 15.–18. apríl 2016 Allt fyrir raftækni Yfir 500.000 vörunúmer Miðbæjarradíó ehf. - Ármúla 17, Reykjavík - www.mbr.is - S: 552-8636 M aðurinn sem myrti eigin­ konu sína og svipti sig svo sjálfur lífi á Akranesi var sjúklingur og hafði glímt við erfið veikindi um langa hríð. Hann er grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína á heim­ ili þeirra í fjölbýlishúsi á Akranesi á þriðjudagskvöld. Samstarfsfólk kon­ unnar hafði samband við lögreglu þegar hún skilaði sér ekki til vinnu, sem var óvenjulegt. Maðurinn átti stóra fjölskyldu, en konan var ein bú­ sett á Íslandi af sínu fólki. Mikil sorg Samkvæmt upplýsingum DV átti maðurinn fimm börn og hafði verið giftur þrisvar sinnum. Konan átti einn son sem er búsettur erlendis. Hún var íslenskur ríkisborgari en á ættir sínar að rekja til Rússlands. Hún á enga ættingja hér á landi. Mikil sorg er á Akranesi og kveikt hefur verið á kertum víða. Nemendur í Grundaskóla, þar sem konan starf­ aði, eru sorgmæddir og fólk á bágt með að trúa að slíkur harmleikur hafi átt sér stað í bænum. Konan var skólaliði í skólanum. „Fólk er harmi slegið. Það er örugglega mikið um að fólk kveiki á kertum þegar svona kemur upp,“ segir Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur á Akranesi. Eðvarð segir að konan hafi verið vel liðin. „Þetta var bráðfalleg sál. Og kom vel fyrir. Hún hafði stutt vel við manninn í veikindum og annaðist hann mjög vel. Hann átti ekki gott með að fara sinna ferða.“ Var veikur Maðurinn glímdi við MS­sjúkdóm­ inn og hafði átt erfitt með athafnir daglegs lífs. Konan hans hafði staðið við hlið hans í veikindunum, að sögn Eðvarðs. Maðurinn var mikið bund­ inn heima við vegna veikinda sinna og fór ekki mikið út á meðal fólks. Hann hefur verið aðstandendum innan handar. Eðvarð segir að þau hafi bæði verið vel liðin í bænum. Maðurinn hafi þó ekki farið mikið út fyrir hússins dyr vegna veikinda. „Sorgin tengist ekki síst þessum atburði, fólk verður orðvana þegar það stendur frammi fyrir þeirri stað­ reynd að þetta skuli hafa gerst. Þau voru bæði vel liðin.“ Samviskusöm Jón Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, tekur undir orð prestsins og segir samfélagið í mikilli og djúpri sorg. Það hefur vakið spurningar að lögreglan hafi farið á staðinn fyrir hádegi þegar konan skilaði sér ekki til vinnu. Jón útskýrir það og segir að það hafi þótt óvenjulegt að hún skilaði sér ekki til vinnu. Konan hafi verið afar samviskusöm og látið vita með fyrirvara ef hún myndi ekki skila sér til vinnu. Þetta staðfestir skólastjóri Grundaskóla. Heyrðu ekki skothvelli Samkvæmt upplýsingum frá lög­ reglu urðu nágrannar ekki varir við skothvellina. Lögregla var á heimili þeirra um klukkan ellefu á þriðjudags­ morgun og kallaði eftir aðstoð sérsveit­ arinnar þar sem skotvopn voru skráð á heimilinu. Lögreglu mun hafa grunað að ekki væri allt með felldu. „Við sáum að það var eitthvað óeðlilegt í gangi. Það næst ekki samband við fólkið og það bendir allt til að þau séu þarna inni. Okkur þótti öruggara að tryggja þetta allt í bak og fyrir,“ segir Jón. Ekki hægt að fullyrða neitt Lögregla hafði aldrei þurft að hafa afskipti af heimilinu áður. Stjórnendum Grundaskóla fannst óeðlilegt að konan hefði ekki mætt. En þeir starfsmenn sem DV hefur talað við neita því að þeir hafi talið að hún gæti verið í hættu stödd, það hafi einfaldlega verið óvenjulegt að hún hefði ekki mætt. Jón segir að ekki sé hægt að full­ yrða neitt á þessari stundu „en það virðist sem maðurinn hafi skotið konuna og svipt sig svo lífi á eftir.“ Rannsókn málsins er á frumstigi. Unnið er úr gögnum og vonast lög­ regla til að fá niðurstöðu í harmleik­ inn á næstu dögum. n Var sjúklingur og fór ekki Mikið út Lögreglan sá strax að eitthvað óeðlilegt var í gangi í fjölbýlishúsi á Akranesi þar sem maður myrti eiginkonu sína Kveikt á kertum Mikil sorg er á Akranesi og kveikt hefur verið á kertum víða, segir Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur. Kristjón Kormákur Guðjónsson Ásta Sigrún Magnúsdóttir kristjon@pressan.is / astasigrun@dv.is Mikil sorg Íbúar á Akranesi eru slegnir og nemendur og starfsfólk Grundaskóla syrgja sam- starfskonu sína. Mynd KriStin MaGnúSSon „Þau voru bæði vel liðin f imm einstaklingar sitja í gæslu­ varðhaldi vegna rannsóknar á stórfelldum skattalaga­ og bók­ haldsbrotum í starfsemi verk­ takafyrirtækja í byggingariðnaði. Embætti héraðssaksóknara stóð fyrir aðgerðunum, sem voru afar umfangsmiklar, í samvinnu við lög­ regluna á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi. Alls voru níu einstak­ lingar handteknir en fjórum var sleppt eftir skýrslutöku síðar um daginn. Þá kom lögreglan upp um kannabisræktun í aðgerðunum og var hald lagt á 100 plöntur. RÚV greindi fyrst frá málavöxtum en samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Þór Haukssyni, fyrrverandi sér­ stökum saksóknara og nýskipuðum héraðssaksóknara, snýst málið um hundraða milljóna króna svik. Heimildir DV herma að tveir eigendur verktakafyrirtækis sem kemur að hótelbyggingu í miðbæ borgarinnar séu á meðal þeirra sem voru handteknir. Aðeins annar þeirra var látinn sæta gæsluvarðhaldi. Báð­ ir eigendurnir hafa hlotið sex mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brot í tengslum við skil á virðisaukaskatti. Dómarnir féllu árið 2009 en mál­ in tengdust ekki innbyrðis. Samtals þurftu eigendurnir að greiða 52 millj­ ónir í sektir. Þá fékk fyrirtæki í þeirra eigu áminningu frá Heilbrigðis­ eftirlitinu fyrir að láta erlenda verka­ menn rífa hús með asbestklæðningu án nauðsynlegs hlífðarbúnaðar. Í tengslum við áðurnefnt hótel sem er í byggingu hefur reglulega slegið í brýnu milli forsvarsmanna fyrirtækisins og nágranna, sem hafa verið ósáttir við að starfsmenn fyrir­ tækisins hafi ítrekað unnið fram yfir lögbundinn tíma og ekki sinnt tilmæl­ um lögreglu um að láta af þeirri hegð­ un. Í byrjun þessa árs kom fram í frétt­ um að annar eigandi fyrirtækisins, sá er nú situr í gæsluvarðhaldi, hafi lent í handalögmálum við þann sem harð­ ast gekk fram í mótmælum. n bjornth@dv.is Áður komist í kast við lögin Fimm einstaklingar sitja í gæsluvarðhaldi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.