Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 21
Helgarblað 15.–18. apríl 2016 Fólk Viðtal 21
Fiskur er okkar fag
- Staður með alvöru útsýni
Opið allt árið, virka daga,
um helgar og á hátíðisdögum
Kaffi Duus v/ Smábátahöfnina í Keflavík - Aðeins 5 mínútur frá Leifstöð, lítið við í leiðinni • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá kl. 10:30 - 23:00 alla daga
Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð
greindur með ofvirkni sem barn og
hið hefðbundna skólakerfi hentaði
honum ekki vel,“ segir hún og bætir
við að brugðið hafi verið á það ráð á
sínum tíma að senda Andra í fóstur
norður í Fljótum í Skagafirði þegar
hann var 12 ára gamall. Þar gekk hon
um vel í skóla enda fékk hann hálf
gerða einkakennslu. Þegar hann var
16 ára kom hann aftur til Reykja
víkur en ávallt hélt hann góðu sam
bandi við fjölskyldu og æskuvini fyrir
sunnan. Vinahópurinn var stór og
þar átti Andri yfirleitt frumkvæðið að
skemmtunum.
Samband þeirra mæðgina var
gott. „Við höfðum svipaðan húmor,
ég og Andri, húmorinn og sprellið í
kringum hann hefur hjálpað mér að
takast á við missinn. Hann átti þó oft
sínar erfiðu stundir en aldrei heyrð
ist hann kvarta. Honum var annt um
að koma vanlíðan sinni ekki yfir á
aðra. Hann barmaði sér aldrei.“
Ég var alltaf langmest hrædd um
Andra,“ segir Alda síðan. „Hann var
eina barnið mitt sem ég var hrædd
um.“
Heltekinn frá fyrstu stundu
Haustið 2012 uppgötvaði Andri nýtt
áhugamál, fallhlífarstökk. Alda veit
ekkert hvaðan sú hugdetta kom en
frá og með fyrstu mínútu var Andri
heltekinn af sportinu. Móðir hans
var ekki jafn hrifin af þessu uppátæki.
„Enda er varla hægt að finna loft
hræddari manneskju en mig!“ segir
hún glettilega en dæsir eitt augnablik.
„Ég hef aldrei skilið þetta sport og ég
mun aldrei skilja það. En Andri varð
strax heltekinn og eftir að hann hafði
prófað þetta þá kom ekkert annað til
greina en að læra fallhlífarstökk. Eins
og við var að búast þá sökkti hann sér
í þetta.“
Í einni af minningargreinum
Andra minnist frænka hans þess að
hafa spurt hann hvernig í ósköpunum
hann þyrði að fara í fallhlífarstökk.
Ekki stóð á svari hans: „Þetta er bara
svo æðislegt. Ég myndi ekki vilja það
ef að ég þyrði þess ekki.“
Þegar Andri frétti af því að til stæði
að fara í árlega kennslu og æfingaferð
til Flórída var hann ekki lengi að skrá
sig. Hann hafði fram að því verið ör
lítið villuráfandi í lífinu og átt erfitt
með að finna fótfestu. En um sama
leyti og hann hélt út
til Bandaríkjanna var
hann loksins byrj
aður að blómstra, að
sögn Öldu.
„Hann var í námi í
Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti og hafði
ákveðið að verða
smiður. Hann var
með stóra drauma
og ætlaði að gera hitt
og þetta, hann ætlaði
að verða fallhlífar
stökkvari og svo ætl
aði hann að eiga
konu, börn og hús.“
Alda hafði á afar
stuttum tíma misst
föður, stjúpföður,
móður og bróður.
„Þetta var svo
óraunverulegt og gerðist
allt svo hratt. Skyndilega
fór ég að missa alla í kring
um mig og ég var gjörsam
lega búin á því andlega. Ég
man að ég hugsaði að það
eina sem ég ætti eftir væri
að missa barn og ég gat ekki
ímyndað hvernig ég myndi
geta tekist á við það.“
Andri gat ekki hugsað sér
annað en að kveðja mömmu
sína og faðma áður en hann
héldi til Flórída. Hann vissi
að henni var ekki vel við
þetta ferðalag, enda sagði
hún honum það. „Ég vildi
ekki að hann færi. Ég ímynd
aði mér allt sem hugsanlega
gæti farið úrskeiðis. Hvað
ef þetta eða hitt myndi ger
ast? Hvað ef fallhlífin myndi
ekki opnast? Eins og svo oft
áður þá sagði hann við mig
að varafallhlífin myndi alltaf
bjarga honum. Varafallhlífin
myndi aldrei klikka. Það var það síð
asta sem hann sagði við mig,“ rifj
ar Alda upp og það er ekki laust við
titring í röddinni.
Sjöunda og síðasta stökkið
Hraðspólum að 23. mars 2013,
daginn fyrir pálmasunnudag. Klukk
an er rúmlega tíu að staðartíma í
borginni Zephyrhills í Flórída. 21
manns hópur á vegum fallhlífar
stökksfélagsins Frjálst fall stígur
um borð í flugvél, þar á meðal
Andri og Örvar Arnarson fallhlífar
stökkskennari. Í rúmlega 13.500 feta
hæð stekkur Andri út úr flugvélinni.
Þetta er hans sjöunda stökk frá því
hann hóf að æfa íþróttina.
Rúmlega hálftíma áður skrifar
Andri kveðju á Facebook til vinar
síns sem á von á barni 11. apríl en
drengurinn hefur ákveðið að koma
í heiminn þennan sama dag. Andri
ritar að hann bíði eftir að koma heim
og knúsa litla strákinn, sem síðar
meir fær nafnið Tristan Andri.
Í um 900 metra hæð ætlar Andri
að opna aðalfallhlífina en það tekst
ekki. Myndbandsupptaka úr hjálmi
Örvars sýnir hann stökkva út úr flug
vélinni á eftir Andra og reyna í ör
væntingu að opna fallhlíf hans. Þeir
falla niður á hraða sem nemur rúm
lega 200 kílómetrum á klukkutíma.
Björgunartilraunir Örvars standa svo
lengi yfir að hann sinnir því aldrei að
reyna að opna sína eigin fallhlíf.
Tvímenningarnir halda áfram
að hrapa á ógnarhraða. Sérstök
tölva sér um að ræsa varafallhlíf í
ákveðinni hæð frá jörðu. Varafall
hlífarnar opnast hjá bæði Andra og
Örvari. Það er of seint.
Vissi strax að hann var látinn
Um svipað leyti er klukkan í kringum
tvö eftir hádegi á Íslandi og Alda er
að gæta lítils drengs sem heitir Andri
Már. Hún fer með hann í afmæli
í Skautahöllinni og kveður hann.
„Þegar ég kem út þyrmir skyndilega
yfir mig og ég fer að hágráta. Ég sest
upp í bíl og keyri beint heim, fer upp
í rúm og ligg þar fram eftir degi. Ég
fæ síðan einhverja óstjórnlega þörf
fyrir að slökkva öll ljós og kveikja á
kertum. Á mínútunni hálfníu kveiki
ég á kerti,“ segir hún.
Tuttugu mínútur yfir tíu um
kvöldið birtast lögreglumenn í
fullum skrúða á útidyratröppunum.
Ekkert hefur spurst til Andra né
Örvars kennara hans síðustu áttu
klukkutímana.
„Þarna veit ég um leið að hann
er dáinn. „Nei nei, það er verið að
leita honum,“ segja þeir. En ég veit
að hann var farinn,“ rifjar Alda upp –
með miklum erfiðleikum.
Alda hringir örvingluð í systkini
Andra sem mæta heim til hennar
eitt af öðru og lítið annað er hægt að
gera en að bíða eftir fréttum. Birgir,
eldri bróðir Andra, sest við tölvuna og
byrjar að „gúgla“ fréttir af atvikinu á
bandarískum miðlum. Þau hugsa með
sér að kannski sé Andri fastur uppi í tré
eða hafi ekki lent á áætluðum stað.
Skyndilega blasir við fyrirsögn á
ensku sem fær blóðið til að frjósa:
Tveir fallhlífarstökkvarar hafi fundist
látnir í skóglendi á svæðinu, skammt
frá flugvellinum. Á dánarvottorði
Andra, sem Alda fær í hendurnar
„Ég var alltaf lang-
mest hrædd um
Andra. Hann var eina
barnið mitt sem ég var
hrædd um.
„Hann var með stóra
drauma og ætlaði
að gera hitt og þetta.
Ákveðinn í að verða fallhlífarstökkvari
Andri stökk sitt síðasta stökk hinn 23. mars 2
013.
Heltekinn frá byrjun Eftir fyrsta stökkið, haustið 2012. Andri varð heillaður af íþróttinni frá fyrstu mínútu.
Minningin lifir Alda
leggur sig fram við að
halda minningu Andra
á lofti. Mynd Sigtryggur Ari