Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 29
Helgarblað 15.–18. apríl 2016 Menning 29 Knúinn áfram af hugsjón lífi heldur var hann frægur organ­ isti og þótti gamaldags tónskáld. Í meira og minna sjötíu ár eftir dauða sinn var hann nánast gleymdur. Síð­ an varð vakning sem spratt upp úr þjóðernisvakningu í Þýskalandi og því að Þjóðverjum fannst þeir verða að eiga þjóðartónskáld sem stóð fyrir þýsk gildi og sameinaði þar þjóðina. Hin rómantíska tilhneiging að líta til fortíðar og vegsama það sem er gamalt og hefur alvarleika átti einnig sinn þátt í því að Bach var hafinn til vegs og virðingar. Hann er dæmi um tónskáld sem er mikil­ vægt en var það ekki í samtíma sín­ um og ekki strax þar á eftir. Annað tónskáld, sem er meira í ætt við Beethoven en Bach, er Wagner sem pólaríseraði and­ rúmsloftið í tónlistinni meðan hann sjálfur lifði. Fólk tók mjög skýra afstöðu til Wagners, annað­ hvort hataði það hann eða elskaði. Annað hvort féll það í yfirlið í saln­ um af því það var svo uppnumið yfir tónlist hans eða það sagðist ekki geta hand leikið nóturnar nema með hanska af því að því fyndist tónlistin svo viðbjóðsleg. Raunar er það svo enn þann dag í dag að fólk skiptist mjög í tvo hópa með tilliti til Wagners, sem sýnir okkur hvað þessi viðhorf hafa í raun verið langlíf. Það eru mörg lykiltónskáld í tónlistarsögunni og ég reyni að gefa þeim gott pláss. Eitt af því sem er erfitt og nánast ómögulegt við að skrifa svona bók er að mað­ ur er alltaf að vega og meta hvaða tónskáld á að fá hálfa blaðsíðu og hver á að fá þrjár blaðsíður. Þetta er mjög huglægt mat og engir tve­ ir einstaklingar gætu líklega orðið sammála um það hvernig á að skipta sex hundruð blaðsíðum í svona bók á milli tónskálda þannig að réttlætinu sé fullnægt. Þannig verður það bara að vera. Það er líka svo margt sem get­ ur haft áhrif á það af hverju eitt tón­ skáld fær meira rými en annað, ekki bara það hversu gott tónskáld við­ komandi er. Það eru til frábær tón­ skáld sem semja áhugaverða tón­ list en sem hafa ekki mikil áhrif á samtíma sinn eða eru ekki mótuð á áhugaverðan hátt af hinu stærra samhengi hlutanna. Sum tónskáld eru ekki mjög söguvænleg, lifa að því leyti fremur viðburðasnauðu lífi, og þá bitnar það nokkuð á þeirra hlut í svona bók. Í kringum önnur tónskáld eru til mjög góðar sögur og höfundur reynir vitaskuld að laða fram þessar góðu sögur.“ Hvað á tónlist að vera Í listaheiminum á hverjum tíma ríkir mikil samkeppni. Var vinátta á milli þekktra tónskálda síns tíma eða var rígur á milli þeirra? „Það er mjög áhugavert að skoða þetta. Þetta var misjafnt. 19. öldin er að sumu leyti hin stóra klofningsöld í tónlistinni, þar eru miklir flokka­ drættir. Maður sér það vel í mið­ og vesturevrópsku tónlistinni. Liszt og Wagner eru öðrum megin, þeir voru góðir vinir og Liszt var meira að segja tengdafaðir Wagners. Brahms og lærimeistari hans, Schumann, voru svo í hinum herbúðunum og það ríkti djúp tortryggni og allt að því hatur á milli þessara tveggja fylkinga og fylgismanna þeirra. Í Rússlandi skiptist tónlistarheimur­ inn líka í tvennt: annars vegar voru þeir sem vildu líta til Vesturlanda, eins og Tsjajkovskíj, og hins vegar þeir sem vildu skapa rússneska tón­ list byggða á þjóðlegum arfi, eins og Músorgskíj og Rimskíj­Korsa­ koff. Það þótti óbrúanleg gjá á milli þessara viðhorfa. Sama sjáum við á 20. öld milli Stravinskíj og Schön­ bergs. Schönberg er með sinn áhan­ gendahóp þar sem eru tónskáld eins og Berg og Webern og Stravinskíj er með sinn hóp sem samanstendur af nýklassíkerum. Og þar kemur landa­ fræðin líka inn í, í kjölfar heimsstyrj­ aldarinnar fyrri: Vínarborg og Berlín eru öðrum megin víglínunnar en París hinum megin. Það er svo áhugavert að skoða þessar deilur um tónlist og hvað tón­ list eigi að vera. Maður getur hugsað sem svo að tónlist sé bara eitthvað sem er fallegt, einhvers konar skraut í lífinu, og að ekki taki því að hafa mjög sterkar skoðanir á henni. En tónlist hefur þau áhrif á fólk að það tekur sterka afstöðu. Svarið við því hvernig við viljum hafa tónlist getur verið svo ólíkt á ólíkum tímum og í ólíkum hópum. Viljum við að tón­ listin sé falleg eða viljum við að hún sé ágeng og áhrifamikil, og þar fram eftir götunum. Það er áhugavert að fólk skuli vera tilbúið að leggja allt í sölurnar þegar kemur að því að svara slíkum spurningum.“ n Bach „Í meira og minna sjötíu ár eftir dauða sinn var hann nánast gleymdur.“ Beethoven „Var afar áhrifamikill bæði í samtíma sínum og eftir það, og skuggi hans er mjög langur.“ Wagner „Raunar er það svo enn þann dag í dag að fólk skiptist mjög í tvo hópa með tilliti til Wagners.“ „Mér fannst að bók af þessu tagi yrði að vera til hér á landi. Í kennslu hef ég rekið mig á að það er ekki til bók sem hægt er að vísa fólki á ef það vill til dæmis lesa sér meira til um Bach eða langar til að skoða róman tískar óperur á 19. öld. Ný námskeið Hringsjá Náms- og starfsendurhæfing Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9380 eða á hringsja.is Ný námskeið í apríl og maí • Heilbrigt líferNi - hefst 25. apríl • Styrkleikar - hefst 9. maí • í fÓkUS - að ná fram því besta með aDHD - hefst 25. maí • SjálfSStyrkiNg - hefst 25. maí • Styrkleikar og NúvitUND - hefst 25. maí • MiNNiStækNi - hefst 30. maí • tölvUr 2 - hefst 25. maí er ekki kominn tími til að gera eitthvað PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Hönnun mánaðarins: California Design 20% afsláttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.